Yfir 60 heimili seld nauðungarsölu í september vegna seinagangs innanríkisráðherra
- font size decrease font size increase font size
Hagsmunasamtök heimilanna (HH) sendu þann 7. september erindi til allra sýslumannsembætta landsins þar sem óskað var eftir upplýsingum um fjölda fullnustugerða fyrri hluta septembermánaðar. Aðeins helmingur sýslumanna hafa skilað svörum, þrátt fyrir alvarleika málsins og ítrekun þann 10. september og sýna tölur frá þeim að yfir 60 heimili eru í hættu. Þar af hefur síðustu daga farið fram endanlegt uppgjör fjölda eigna sem voru á framlengdum samþykkisfresti.
Fyrir síðustu áramót voru samþykkt á Alþingi lög um frestun á nauðungarsölum fram yfir 1. september til þess að gefa skuldurum svigrúm þar til boðaðar aðgerðir stjórnvalda til skuldalækkana kæmu til framkvæmda. Frestunin var ekki framlengd þrátt fyrir að ljóst væri að úrvinnsla skuldalækkunar myndi tefjast fram yfir upphaf septembermánaðar. Það var ekki fyrr en 9. september, eftir áskoranir frá Hagsmunasamtökum heimilanna og auglýsingar í fjölmiðlum, sem innanríkisráðherra lagði fram frumvarp um framlengingu frestunar á nauðungarsölum, sem vonir standa til að verði að lögum síðar í þessum mánuði.
Ætla má að margir þeirra sem fengu frestun endanlegra fullnustugerða um síðustu áramót séu í sömu sporum í dag og bíði enn eftir niðurstöðum skuldaleiðréttinga. Hagsmunasamtök heimilanna skora á innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, að svara eftirfarandi spurningu: “Til hvaða aðgerða hyggst innanríkisráðherra grípa í því skyni að koma þeim einstaklingum og fjölskyldum til bjargar sem hafa misst eða standa frammi fyrir því að missa heimili sín vegna seinagangs ráðherrans við að framlengja frestun á nauðungarsölum?”
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna
Related items
- Alþingi fékk rangar upplýsingar um nauðungarsölur
- Erindi til Alþingismanna: Fyrir hvern og hverja situr þú á Alþingi?
- Staðfest: 10 þúsund fjölskyldur sviptar heimilum sínum á 10 árum
- Leiðrétting stjórnvalda eykur flækjustig og sniðgengur neytendarétt
- Enn einn Evrópudómur um óréttmætar nauðungarsölur
Latest from Hagsmunasamtök heimilanna
- HH gagnrýna harðlega þvingunaraðgerðir stjórnvalda gagnvart almenningi varðandi rafræn skilríki
- Lántakendur gæti réttar síns varðandi greiðsluaðlögunarsamninga
- Dagsetning fyrir aðalmeðferð í máli HH um verðtryggingu.
- EFTA dómstóllinn tekur undir með Hagsmunasamtökum heimilanna um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingar
- Um 90% landsmanna styðja baráttu HH fyrir því að skorið verði úr um lögmæti útfærslu verðtryggðra neytendalána