Dagsetning fyrir aðalmeðferð í máli HH um verðtryggingu.
- font size decrease font size increase font size
Fyrirtaka var í gær fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í máli vegna verðtryggðs neytendaláns sem Hagsmunasamtök heimilanna standa að baki. Gagnaöflun er nú lokið og mun aðalmeðferð í málinu fara fram fimmtudaginn 23. október. Ekki verður kveðinn upp úrskurður í málinu fyrr en EFTA dómstóllinn hefur skilað áliti í máli því sem Verkalýðsfélag Akraness stendur að baki. Málatilbúnaður í þessum tveimur málum er mjög sambærilegur og snýst um framkvæmd verðtryggingar hér á landi, það er hvort kynning fyrir neytendum á kostnaði við verðtryggingu sé í samræmi við lög um neytendalán nr. 121/1994, en lögin fela í sér mjög skýr ákvæði um upplýsingagjöf til neytenda við lántöku. Þar af leiðandi má búast við að dómur í málinu muni liggja fyrir einhverntíma í næstkomandi nóvembermánuði.
Related items
Latest from Hagsmunasamtök heimilanna
- HH gagnrýna harðlega þvingunaraðgerðir stjórnvalda gagnvart almenningi varðandi rafræn skilríki
- Yfir 60 heimili seld nauðungarsölu í september vegna seinagangs innanríkisráðherra
- Lántakendur gæti réttar síns varðandi greiðsluaðlögunarsamninga
- EFTA dómstóllinn tekur undir með Hagsmunasamtökum heimilanna um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingar
- Um 90% landsmanna styðja baráttu HH fyrir því að skorið verði úr um lögmæti útfærslu verðtryggðra neytendalána