Menu
RSS

Ný stjórn HH og ályktun aðalfundar 2014


Hagsmunasamtök heimilanna héldu árlegan aðalfund sinn fimmtudagskvöldið 15. maí sl. Á fundinum var kjörin ný stjórn samtakanna sem nú skipast þannig: Vilhjálmur Bjarnason, Þórarinn Einarsson, Guðrún Harðardóttir, Páll Böðvar Valgeirsson, Pálmey Gísladóttir, Róbert Bender, Sigrún Jóna Sigurðardóttir. Varamenn eru: Bjarni Bergmann, Jón Helgi Óskarsson, Erlingur Þorsteinsson, Jóhann Rúnar Sigurðsson, Guðrún Indriðadóttir, Sigurður Bjarnason, Kristján Þorsteinsson.

 

Aðalfundur HH samþykkti einnig svohljóðandi ályktun einróma:

“Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna fimmtudagskvöldið 15. maí 2014 skorar á Alþingi að grípa til ráðstafana áður en þing fer í sumarfrí og framlengja án tafar frestun á nauðungarsölum og framlengdum samþykkisfresti sem samþykkt var með bráðabirgðarákvæði við lög um nauðungarsölu (nr. 90/1991) þann 19. desember síðastliðinn. Mikilvægt er að fresturinn verði framlengdur, einkum þar sem enn er óljóst hvenær heimilin fái þær leiðréttingar sem þau vænta. Ef ekkert verður að gert er hætta á því að nauðungarsölur hefjist að nýju með fullum þunga þann 1. september áður en Alþingi kemur saman að nýju á haustþingi, sem líkur eru á að muni leiða til aukins húsnæðisvanda og félagslegar upplausnar.”

 

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna