Menu
RSS

Áskorun til viðskiptabanka

Vegna frétta af gríðarlega háum hagnaðartölum viðskiptabanka vilja Hagsmunasamtök heimilanna hvetja bankana til þess að ráðstafa hagnaði sínum í varasjóði til þess að mæta væntanlegum endurgreiðslukröfum vegna ólöglega innheimtra verðbóta af neytendalánum. Með ákvörðun nr. 8/2014 þann 27. febrúar hefur Neytendastofa staðfest að óréttmætt sé að undanskilja verðbætur frá útreikningum heildarlántökukostnaðar, árlegrar hlutfallstölu kostnaðar og greiðsluáætlunar. Blasir því við að óheimilt sé að innheimta þann kostnað sem ekki hefur þannig verið gerð grein fyrir, og bendir flest til þess að fjármálastofnanir muni þurfa að endurgreiða neytendum allar ólöglega innheimtar verðbætur.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

 

 

 

 back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna