Menu
RSS

Áskorun til Seðlabanka Íslands

Í ljósi frétta um að Seðlabanki Íslands hafi greitt  málskostnað í dómsmáli Seðlabankastjóra gegn bankanum á þeim forsendum að það væri hagsmunamál bankans að fá úr deilumálinu skorið vilja Hagsmunasamtök heimilanna hér með beina þeirri áskorun til Seðlabanka Íslands að hann greiði málskostnað í dómsmálum er varða lögmæti verðtryggingar, enda er þar um að ræða gríðarlega stórt hagsmunamál er varðar grundvallarstarfsemi Seðlabankans.


Hagsmunasamtök heimilanna hafa þegar orðið fyrir miklum kostnaði vegna dómsmáls í tengslum við lögmæti verðtryggingar. Samtökin vænta þess fastlega að Seðlabankinn verði samkvæmur sjálfum sér og bjóðist til að greiða útlagðan málskostnað samtakanna vegna þeirra málaferla. Seðlabankinn mun svo að sjálfsögðu fá upphæðina endurgreidda þegar dómsmálið vinnst og málskostnaðurinn fæst greiddur frá stefnda.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

 

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna