Áskorun HH á formann sérfræðingahóps ríkisstjórnarinnar um afnám verðtryggingar af neytendalánum.
- font size decrease font size increase font size
Hagsmunasamtök heimilanna skora á Ingibjörgu Ingvadóttur, formann sérfræðingahóps um afnám verðtryggingar af neytendalánum, að krefja Seðlabanka Íslands (SÍ) um niðurstöður úttektar sem þar liggur fyrir um afleiðingar þess ef útfærsla verðtryggingar neytendalána yrði dæmd ólögleg.
Fulltrúar samtakanna áttu fund með seðlabankastjóra þann 17. janúar þar sem meðal annars var rætt um málsókn þá sem samtökin standa að baki varðandi ólögmæti útfærslu verðtryggingar neytendalána. Við eftirgrennslan fulltrúa HH á fundinum upplýstu starfsmenn seðlabankans að gerð hafi verið úttekt eða greining á afleiðingum þess ef útfærsla verðtryggingar á neytendalán yrði dæmd ólögleg, en að niðurstöður þeirrar greiningar væru hinsvegar trúnaðarmál.
Related items
Latest from Hagsmunasamtök heimilanna
- HH gagnrýna harðlega þvingunaraðgerðir stjórnvalda gagnvart almenningi varðandi rafræn skilríki
- Yfir 60 heimili seld nauðungarsölu í september vegna seinagangs innanríkisráðherra
- Lántakendur gæti réttar síns varðandi greiðsluaðlögunarsamninga
- Dagsetning fyrir aðalmeðferð í máli HH um verðtryggingu.
- EFTA dómstóllinn tekur undir með Hagsmunasamtökum heimilanna um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingar