Menu
RSS

Fimm ára afmæli Hagsmunasamtaka heimilanna.

Hagsmunasamtök heimilanna fagna fimm ára afmæli sínu í dag. Á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun samtakanna þann 15. janúar 2009 hafa þau sannarlega eflst sem vettvangur fyrir fólkið í landinu til að verja hagsmuni og bæta stöðu sína. Unnið hefur verið hörðum höndum að því að ná fram lagabreytingum til varnar heimilunum eins og að stöðva nauðungarsölur, þrýsta á um leiðréttingu lána vegna forsendubrests, jafna ábyrgð milli lántaka og lánveitenda, bæta réttarstöðu neytenda í lánaviðskiptum og stuðla að réttlátum og sanngjörnum lánskjörum fyrir almenning. Mikilvæg verkefni eru framundan og ber þar hæst málsókn vegna neytendalána gegn verðtryggingu fasteignalána sem þingfest hefur verið fyrir héraðsdómi Reykjavíkur og mun málflutningur fara þar fram innan skamms. Stofnendur HH, fyrrverandi og núverandi stjórnarmenn, félagsmenn og aðrir sem komið hafa að starfi samtakanna mega sannarlega vera stoltir af öllu því sem áunnist hefur til hagsbóta fyrir íslensk heimili.

Stjórn HH óskar ykkur öllum til hamingju með daginn!

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna