Menu
RSS

Lög um frestun á nauðungarsölum

Stjórn HH vill vekja athygli á lögum sem samþykkt voru á Alþingi nú rétt fyrir jól um frestun á nauðungarsölum, eftir mikla eftirfylgni og aðhaldi af hálfu HH og með hjálp nokkurra góðra aðila. Þeir sem standa frammi fyrir nauðungarsölu á heimili sínu geta nú sótt um frestun uppboðsins fram yfir 1. september 2014 á sérstöku eyðublaði með ákveðnum skilyrðum sem þar koma fram. Einnig geta þeir sem nýlega hafa misst heimili sín á nauðungarsölum, í þeim tilfellum þar sem samþykkisfrestur er ekki útrunninn, sótt um frest fram yfir 1. september á sama eyðublaði. Hafa ber í huga að samþykkisfrestur er yfirleitt aðeins þrjár vikur og að umsókn þeirra sem þegar hafa misst eignir sínar er háð samþykki kröfuhafa. Þeir aðilar sem eru í þessari stöðu þurfa því að hafa hraðar hendur! Ofangreindur frestur til 1. september 2014 getur nýst heimilum til nýta sér þau úrræði sem boðuð hafa verið eða grípa til varna. Eru félagsmenn HH sem og aðrir hvattir til að kynna sér vel réttindi sín í þessum efnum á meðan fresturinn er í gildi.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna