Menu
RSS

Rannsóknarskýrsla um starfsemi Dróma hf.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa gefið út sérstaka rannsóknarskýrslu um starfsemi Dróma hf.

Meðal ástæðna þess að samtökin réðust í gerð skýrslunnar er sáttargerð sem Fjármálaeftirlitið (FME) gerði við Dróma hf. um að fyrirtækið skyldi greiða 2.800.000 krónur í sekt fyrir að hafa stundað ólögmæta innheimtustarfsemi. Nánar tiltekið komst FME að þeirri niðurstöðu, eftir athugun sem hófst fyrir tæpu ári síðan, að Drómi hf. hefði stundað frum- og milliinnheimtu á lánum í eigu ESÍ/Hildu og Frjálsa hf. í andstöðu við 3. gr. innheimtulaga.

Hagsmunasamtök heimilanna telja það algerlega óviðunandi niðurstöðu fyrir neytendur að FME taki með svo vægum hætti á fyrirtæki sem stundað hefur lögbrot gegn “viðskiptavinum” sínum undanfarin fjögur og hálft ár. Samtökin hafa farið á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis til að kynna skýrsluna og hafa óskað eftir fundi með stjórnskipunar og eftirlitsnefnd annars vegar og hins vegar allherjar- og menntamálanefnd Alþingis í sama tilgangi.

Einnig er í undirbúningi kvörtun til Umboðsmanns Alþingis byggð á niðurstöðum í skýrslunni. Þess verður farið á leit að umboðsmaður skeri úr um það hvort Fjármálaeftirlitið sé yfirhöfuð hæft til að fjalla um málefni Dróma, í ljósi þess að það var einmitt FME sem stofnaði Dróma í mars árið 2009. Verði niðurstaðan sú að FME sé hæft til að fjalla um Dróma verður jafnframt óskað eftir því að kannað verði hvort FME hafi haft heimild til að ljúka málinu með umræddri sáttargerð.

Sjá einnig: gagnasafn um Dróma hf.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna