Menu
RSS

Nauðungarsölur fimmtudaginn 17. október 2013

10 fjölskyldur missa heimili sín í dag, fimmtudaginn 17. október 2013!

Heimilin verða boðin upp af sýslumönnum í Reykjavík, Selfossi og Hafnarfirði. Fulltrúar HH áttu fund með innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í síðustu viku þar sem krafa samtakanna um stöðvun nauðungarsala var ítrekuð enn og aftur. Á fundinum og í fjölmiðlum í kjölfar hans bar ráðherrann því fyrir sig að samkvæmt álitið "helstu sérfæðinga á þessu sviði" gangi stöðvun á nauðungarsölum gegn stjórnarskárbundnum réttindum kröfuhafa. Af þeim sökum geti stjórnvöld ekkert gert tið að stöðva slíka gjörninga.  HH hafa nú skorað á ráðherra að skýra þetta nánar. Einnig hefur verið skorað á Hönnu Birnu að gefa lögfræðilegar skýringar á því hvernig stöðvun nauðungarsala geti gengið gegn réttindum þeirra sem þegar hafa misst heimili sín í slíkum fullnustugerðum, en þeim rökum hefur ráðherrann einnig beitt fyrir sig í þessu máli.

 

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna