Endurkröfubréf vegna neytendalána
- font size decrease font size increase font size
Hagsmunasamtök heimilanna hafa útbúið staðlað bréf fyrir neytendur sem þeir geta notað til að krefjast endurgreiðslu ofgreidds lánskostnaðar vegna ólögmætra skilmála á borð við gengistryggingu eða óréttmætra skilmála, til að mynda í samningum um neytendalán sem ekki tilgreina upplýsingar um lánskostnað með skýrum hætti.
Samkvæmt ráðleggingum sem koma fram í lögfræðiáliti sem samtökin létu gera fyrr á þessu ári eru neytendur sem telja að á réttindum sínum sé brotið eða þeir kunni að eiga rétt á endurgreiðslu, hvattir til þess að senda lánveitendum kröfubréf þar sem farið er fram á endurgreiðslu auk dráttarvaxta.
Leiðbeiningar: Hlaðið niður meðfylgjandi eyðublaði og prentið það út. Fyllið eyðublaðið út með upplýsingum um stað, dagsetningu, viðtakanda og sendanda, auk númers lánssamningsins. Upplýsingar um heimilisföng og kennitölu fjármálafyrirtækja má finna á vefsíðum þeirra (gjarnan neðst á síðu). Sendið lánveitanda bréfið með ábyrgðarpósti, kostnaður við það er 1.115 kr. skv. gjaldskrá Póstsins. Mikilvægt: óskið eftir afhendingu til skráðs viðtakanda hjá fyrirtækinu, og að fá móttökukvittun. Hafið upp frá þessu öll frekari samskipti bréfleg og varðveitið skjöl, bréf og önnur gögn skipulega.
ENDURKRÖFUBRÉF VEGNA NEYTENDALÁNA
ÁLITSGERÐ UM RÉTT LÁNTAKENDA TIL AÐ HALDA EFTIR EIGIN GREIÐSLU
Related items
- Kæra til Mannréttindadómstóls Evrópu
- Erindi til Alþingismanna: Fyrir hvern og hverja situr þú á Alþingi?
- Upplýsingaskyldan margbrotin - Enn og aftur brjóta lánveitendur gegn lögum um neytendalán!
- VIÐVÖRUN TIL NEYTENDA! - Vegna endurfjármögnunar fasteignalána
- Íslenska ríkið skaðabótaskylt á hvorn veginn sem málið fer