Menu
RSS

Liðsmenn HH á öldum ljósvakans

Að undanförnu hefur liðsmönnum HH orðið nokkuð ágengt að vekja athygli á málstað samtakanna í fjölmiðlum. Í tilefni þess að 100 dagar voru nýlega liðnir af kjörtímabili nýrrar ríkisstjórnar höfðu fjölmiðlar samband og kölluðu eftir sjónarmiðum samtakanna varðandi stöðuna í skuldamálum heimilanna. Fjallað var um samtökin á síðum prentmiðla.

Í síðustu viku voru svo fulltrúar samtakanna í viðtalsþáttum í útvarpi. Fyrst var Vilhjálmur Bjarnason formaður HH í Bítinu á bylgjunni á þriðjudag þar sem hann fjallaði um dvínandi vonir almennings til þess að komið verði til móts við heimilin. Smellið hér til að hlusta á Vilhjálm í Bítinu.

Því næst var Guðmundur Ásgeirsson erindreki HH gestur í síðdegisþætti Péturs Gunnlaugssonar á Útvarpi Sögu á fimmtudaginn. Loks var Guðmundur einnig í símaviðtali í þættinum Reykjavík síðdegis um verðtryggingu, afnám hennar og leiðréttingu skulda heimilanna með hliðsjón af stjórnarskrárvörðum mannréttindum. Smellið hér til að hlusta á Guðmund í Reykjavík síðdegis.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna