Opinber tilmæli um seðlabankavexti brutu í bága við reglur
- font size decrease font size increase font size
Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að tilmæli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands til fjármálafyrirtækja vegna óskuldbindandi gengistryggingarákvæða nr. 20/2010 frá 30. júní 2010 hafi ekki samræmst reglum um útgáfu óskuldbindandi og leiðbeinandi tilmæla af hálfu stjórnvalda og þannig brotið í bága við vandaða stjórnsýsluhætti. Meðal þess sem umboðsmaður reifar í niðurstöðu sinni er að slíka einhliða breytingu á skilmálum lánssamninga einkaaðila sé stjórnvöldum ekki heimilt að kveða á um án fyrirliggjandi lagaheimildar, en eins og Hagsmunasamtök heimilanna vöktu athygli á og gagnrýndu harðlega á sínum tíma var slík heimild hvergi fyrir hendi, í það minnsta ekki þannig að gæti átt við um lánssamninga neytenda.
Framangreind niðurstaða umboðsmanns í kjölfar ítrekaðara dóma þar sem álagning svokallaðra seðlabankavaxta í stað samningsvaxta hefur ítrekað verið dæmd óheimil, eru enn eitt tilvikið í langri röð áfellisdóma yfir vinnubrögðum stjórnsýslunnar og sýnir hversu alvarlega hefur skort á að gætt sé að hagsmunum almennings gagnvart fjármálastofnunum. Einnig segir í niðurstöðunni að með tilmælunum kunni Seðlabankinn og FME að hafa skapað ríkinu skaðabótaskyldu. Af því tilefni er rétt er að benda á að álagning hærri vaxta en skuldbinding nær til var fyrst og fremst íþyngjandi fyrir lántakendur og þeir kynnu því að eiga rétt til skaðabóta, en hærri vextir hafa aftur á móti ekki valdið kröfuhöfum neinu tjóni heldur þvert á móti aukið hagnað þeirra. Þannig er málið og niðurstaða þess ekki aðeins dæmi um alvarlega vanrækslu og skort á eftirliti eins og skrásett hefur verið í langar skýrslur að undanförnu, heldur allt að því óviðurkvæmilega meðvirkni viðkomandi eftirlitsstofnana með starfsháttum sem eru efnahagslega skaðlegir heimilum landsmanna.
Ítarefni:
Niðurstaða Umboðsmanns Alþingis í máli nr. 6077/2010
Upptaka frá borgarafundi í Iðnó 28. júní 2010 í tilefni af gengislánadómum Hæstaréttar
Fréttatilkynning HH frá 30. júní 2010 vegna tilmæla SÍ og FME um sk. seðlabankavexti
Related items
Latest from Hagsmunasamtök heimilanna
- HH gagnrýna harðlega þvingunaraðgerðir stjórnvalda gagnvart almenningi varðandi rafræn skilríki
- Yfir 60 heimili seld nauðungarsölu í september vegna seinagangs innanríkisráðherra
- Lántakendur gæti réttar síns varðandi greiðsluaðlögunarsamninga
- Dagsetning fyrir aðalmeðferð í máli HH um verðtryggingu.
- EFTA dómstóllinn tekur undir með Hagsmunasamtökum heimilanna um að íslenskir dómstólar skuli skera úr um lögmæti verðtryggingar