Logo
Print this page

Vel heppnaður fjármálagjörningur á menningarnótt

Fjármálagjörningur heimilanna á menningarnótt var vel heppnaður og fjölmargir gestir tóku þátt, sumir með því að fá hluti verðtryggða eða afskrifaða (allt eftir smekk), aðrir með því að veita ríkisstjórninni gula / rauða spjaldið fyrir aðgerðir í þágu heimilanna og þeir allra hugrökkustu létu sig hafa að smakka á bragðvondri skuldasúpu. Í lok dags var táknrænn flutningur frumvarps HH um afnám verðtryggingar þar sem frumvarpið var flutt yfir götuna og skilið eftir á hurðarhúni Stjórnarráðsins. Stuttu síðar sást nafnlaus hönd teygja sig út um hurðina, kippa frumvarpinu af hurðarhúninum og inn fyrir. Frumvarpið er því líklega í góðum höndum ríkisstjórnarinnar.

Stjórn HH vill þakka sjálfboðaliðum vinnuframlag sitt á þessum degi. Að öðrum ólöstuðum eiga hinir ungu andlitsmálarar sérstakar þakkir skildar fyrir að standa í ströngu við að mála andlit yngstu gestanna allan þann tíma sem gjörningurinn stóð yfir.

Einnig vill stjórn samtakanna koma á framfæri þökkum til þeirra sem veittu samtökunum styrk í formi veitinga og annarra hluta. Þetta voru Sælgætisgerðin Góa, Vífilfell, ÍSAGA ehf. og Boði stimplagerð.

Latest from Hagsmunasamtök heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna / Ármúla 5 / 108 Reykjavík / ICELAND / (+354)-546-1501 / www.heimilin.is / heimilin@heimilin.is