Menu
RSS

Vinnuhópar um baráttumál HH

Stofnaðir hafa verið vinnuhópar um ýmis baráttumál HH sem taka munu til starfa með haustinu. Slíkir vinnuhópar voru að störfum á upphafsárum samtakanna, þar sem stjórnarmenn og félagsmenn unnu saman að málefnum, og skiluðu þeir mjög góðu verki. Því hefur verið ákveðið að endurvekja þetta fyrirkomulag. Nú vantar okkur áhugasamt og kröftugt fólk úr röðum félagsmanna sem vill láta til sín taka í baráttunni! Hóparnir eru eftirfarandi:

Almannatengslahópur

Fjáröflunarhópur

Fullnustustöðvunarhópur

Greiðslugetuhópur

Þingmálahópur: Vinnur meðal annars að umsögnum um lagafrumvörp.

Málsóknar- og réttarfarshópur: Vinnur að málsóknum þeim sem HH standa að baki.


Félagsmenn eru hvattir til að skrá sig í hópana! Það má gera með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

 

 

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna