Menu
RSS

Svör frá framkvæmdastjórn ESB og ESA um verðtryggingu

Töluverð umræða hefur átt sér stað í fjölmiðlum varðandi þau svör sem borist hafa frá framkvæmdastjórn ESB og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) varðandi lögmæti verðtryggingar hér á landi með hliðsjón af þeim evrópsku tilskipunum sem innleiddar hafa verið í íslensk lög. Aðallega hefur verið rætt um svarið frá skrifstofu framkvæmdastjóra neytendamála hjá ESB til Mariu Elviru Mendez-Pinedo, prófessors í Evrópurétti við Háskóla Íslands. Hagsmunasamtökum heimilanna hefur nú einnig borist svar frá skrifstofu framkvæmdastjórans, en samtökin beindu þangað erindi um verðtryggingu neytendalána í janúar sl. Bréfin hafa ekki verið birt opinberlega en verður nú bætt úr því og má nálgast afrit af þeim hér fyrir neðan.

Bréfaskipti Mariu Elviru Mendez-Pinedo við framkvæmdastjórn ESB og ESA

Bréfaskipti Hagsmunasamtaka heimilanna við framkvæmdastjórn ESB

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna