Menu
RSS

Tilkynning til framteljanda vegna lánsveða

Tilkynning til framteljanda sem hafa tapað endurkröfu vegna lánsveðs eða annara ábyrgða

Hagsmunasamtök heimilanna vilja vekja athygli framteljenda sem veitt hafa þriðju aðilum lánsveð á því, að hafi slík veðsetning leitt til taps vegna greiðsluþrots skuldarans er líklegt að veðsali eigi rétt á lækkun tekjuskattstofns og þar með afslætti af tekjuskatti.

 

Til þess að virkja rétt samkvæmt framangreindu þarf að fylla út eyðublaðið RSK 3.05 (umsókn um lækkun stofns til tekjuskatts) og skila því inn sem fylgiskjali með skattframtlinu. Eyðublaðið er hægt að virkja í rafrænu skattframtali þar sem má fylla það út og skila með sjálfu framtalinu.

 

Umsókninni til skýringar þarf að merkja við að hún sé “vegna taps á útistandandi kröfum sem ekki stafa af atvinnurekstri” og þurfa að fylgja upplýsingar um hvenær lánsveðið eða ábyrgðin sem um ræðir var veitt og af hvaða ástæðum, upplýsingar hver lántakandi er, ásamt vottorðum eða öðrum gögnum sem staðfesta að ábyrgðin sé fallin án möguleika til endurkröfu.

 

Æskilegt er að skrifa stutta greinargerð í eyðublaðið þar sem helstu atriði og kringumstæður þess að undirgengist var ábyrgð eða lánsveðið veitt, eru rakin. Sýni málsatvik og gögn fram á að sá sem lánaði veð hafi orðið fyrir miklu tapi vegna þess sem skerði gjaldþols hans verulega er skattstjóra heimilt að samþykkja umsókn um lækkun tekkjuskattstofns og veita í raun afslátt frá skatti.

Þar sem í sumum tilvikum geta verið umtalsverðir hagsmunir í húfi vilja Hagsmunasamtök heimilanna hvetja framteljendur sem veitt hafa þriðja aðila lánsveð og tapað endurkröfu á hendur honum, að nýta sér við framtalsgerð þann möguleika að sækja um lækkun á skattstofni eftir því sem málsatvik í hverju tilviki gefa tilefni til þess.

 

RSK eyðublað 3.05: http://www.rsk.is/media/rsk03/rsk_0305_2012.is.pdf

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna