Menu
RSS

Viðhorfskönnun meðal félagsmanna HH 2013

Hagsmunasamtök heimilanna sendu út viðhorfskönnun til  félagsmanna nú í lok febrúar. Slíkar kannanir hafa verið gerðar árlega frá árinu 2009. Margt er athyglisvert í niðurstöðunum, en í þeim kemur fram samanburður milli ára á nokkrum þáttum. Aðeins þeir félagsmenn sem höfðu merkt við að þeir vilji svara könnunum samtakanna fengu þátttökuhlekk í tölvupósti. Svarhlutfall var 32%, eða 2.784 þátttakendur.

Smella hér til að sækja niðurstöður könnunar.

Samsetning félagsmanna hefur lítið breyst frá árinu 2012. Mest breyting hefur þar orðið á stöðu á vinnumarkaði, þar sem svarendum í fullri vinnu og sjálfstætt starfandi hefur fækkað nokkuð. Hvað varðar stuðning við stjórnmálaflokka endurspegla niðurstöðurnar aukið fylgi Framsóknarflokksins að undanförnu. Athygli vekur hins vegar að  tæp 30% ætla ekki að kjósa eða skila auðu.

Spurt var um hvort þátttakendur hefðu beðið um að fá að sjá frumrit lánasamninga, en langflestir svara því til að þeir hafi ekki beðið um eintak. Stjórn HH hvetur félagsmenn til að óska eftir því við lánastofnanir að fá að sjá frumrit samninga sinna. Einnig er athyglisvert að skoða svör lántaka með gengislán, en í ljós kemur að 78% þeirra hafa ekki fengið endurútreikning í samræmi við dóma Hæstaréttar.

Spurt var um embætti Umboðsmanns skuldara (UMS), en í ljós kemur að aðeins um fjórðungur þeirra sem leitað hafa til embættisins hafa fengið lausn sinna mála. Athygli vekur að 26% hefur verið vísað frá og 16% svarenda segjast ekki vita hver staða málsins er. Einnig var spurt um það hvort fólk hefði þurft að leita sér mataraðstöðar, og svöruðu 13% þeirri spurningu játandi. Það er athyglisvert að af þeim höfðu um 80% leitað eftir aðstoð hjá fjölskyldu eða vinum, sem gefur til kynna að opinberar tölur um mataraðstoð hjá hjálparsamtökum gefi alls ekki rétt mynd af því hversu stór hluti fólks er í neyð.

Hið ánægjulega við niðurstöðurnar fyrir stjórn HH er að ánægðum með störf stjórnar hefur fjölgað enn frekar og dregið hefur úr hlutfalli óánægðra.

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna