Menu
RSS

Ályktun félagsfundar HH fimmtudaginn 7. mars 2013

Eftirfarandi ályktun var lögð fram af stjórn HH og samþykkt á félagsfundi samtakanna sem haldinn var í sal Stýrimannaskólans í gær.

Félagsfundur Hagsmunasamtaka heimilanna fimmtudagskvöldið 7. mars 2013 skorar á alla sýslumenn og aðra opinbera embættismenn sem hafa slík mál með höndum, að stöðva nú þegar allar fullnustugerðir á grundvelli ólöglegra lána. Á þeim hvílir sú skylda að rannsaka ávallt gaumgæfilega lögmæti þeirra lánasamninga og annarra gagna sem lögð eru fram vegna slíkra gjörninga. Allan vafa um lögmæti ber að túlka neytendum í hag og sökum þess aðstöðumunar sem er fyrir hendi hlýtur að teljast eðlilegt að sönnunarbyrði um lögmæti krafna hvíli á þeim sem halda þeim kröfum í frammi.

- stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna