Menu
RSS
Guðmundur Ásgeirsson

Guðmundur Ásgeirsson

Málshöfðun gegn verðtryggingu

Guðmundur ÁsgeirssonDómsmál höfðað um lögmæti verðtryggðra neytendalána Íbúðalánasjóðs

Um liðna helgi voru fjögur ár liðin síðan útblásið bankakerfi Íslands hrundi með slíkum látum að þáverandi forsætisráðherra sá tilefni til að ákalla drottinn, hugsanlega í von um að stjórnvöld yrðu bænheyrð í ráðaleysi sínu. Hagsmunasamtök heimilanna hafa lengst af þessu tímabili beitt sér fyrir því að stemmt verði stigu við stökkbreytingum sem orðið hafa á lánum heimilanna í tengslum við fjármálakreppuna sem opinberaðist árið 2008 og sér enn ekki fyrir endann á. Stærsti einstaki liðurinn í þeirri baráttu hefur verið krafan um sanngjarna leiðréttingu á stökkbreyttum höfuðstól vegna verðtryggingar og vísitölutengingar neytendalána.

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna