Guð blessi heimilin: Borgarafundur í Háskólabíói
- Published in Frá Hagsmunasamtökum heimilanna
Guð blessi heimilin
Okurvextir og verðtrygging, mesta böl þjóðarinnar
Undir þessari yfirskrift og í tilefni þess að 9 ár verða liðin frá bankahruninu, hafa Verslunarmannafélag Reykjavíkur (VR) og Verkalýðsfélag Akraness (VLFA), boðið Hagsmunasamtökum heimilanna (HH) og öllum landsmönnum til opins fundar laugardaginn 7. október milli 14:00 og 16:00 í Háskólabíói.
Fundurinn verður haldinn í aðalsal Háskólabíós og einnig verður sjónvarpsskjám komið fyrir í anddyri þannig að sem flestir komist að. Auk þess verður fundinum streymt á netinu svo enginn ætti að missa af honum sem ekki á heimangengt, er búsettur úti á landi eða erlendis. [Opna í sérglugga hér.]
Ræðumenn og fyrirlesarar kvöldsins verða:
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR,
Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA,
Ásta Lóa Þórsdóttir formaður HH,
Ólafur Margeirsson, doktor í Hagfræði.
Einnig höfum við boðið Seðlabanka Íslands að senda fulltrúa og mun Már Guðmundsson seðlabankastjóri skýra sitt sjónarmið. Auk þess hefur öllum stjórnmálaflokkum sem bjóða fram til Alþingis hinn 28. október næstkomandi verið boðið að senda formenn eða fulltrúa sína til að kynna hvað þeirra flokkur ætlar að gera varðandi okurvextina og verðtrygginguna á lánum heimilanna og fá þeir 3 mínútur hver til þess.
Áður en við förum vongóð út í haustkvöldið munu feðginin, Magnús Þór Sigmundsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir, syngja með okkur lag Magnúsar "Ísland er land þitt" og þá getur ekkert klikkað.
Fundarstjóri verður Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir.
Nánari upplýsingar um viðburðinn á facebook, sem við hvetjum alla til að deila með sem flestum.
Uppfært 8. október 2017
Hér má sjá kynningarglærur Ólafs Margeirssonar frá fundinum þar sem ýmsar algengar mýtur um verðtryggingu eru skoðaðar og útskýrt hvers vegna þær eiga ekki við rök að styðjast.
Hér má finna tvær greinar úr Bændablaðinu um efni fundarins:
Uppfært 2. desember 2017 - Umfjöllun um fundinn og viðtal við Ólaf Margeirsson í 4. tbl. VR blaðsins: