Menu
RSS
Frá Hagsmunasamtökum heimilanna

Frá Hagsmunasamtökum heimilanna (405)

Ný stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna 2017

Ný stjórn var kjörin á aðalfundi Hagsmunasamtaka heimilanna þann 30. maí sl.

Formaður er Ásthildur Lóa Þórsdóttir og varaformaður Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir. Aðrir í stjórn eru Guðrún Bryndís Harðardóttir gjaldkeri, Róbert Þ Bender ritari, Hafþór Ólafsson, Jóhann Rúnar Sigurðsson og Ólafur Garðarsson.

Nýkjörin stjórn mun beita sér fyrir því að stjórnmálamenn taki ábyrgð sína á þeim grófu mannréttindabrotum sem framin hafa verið á þúsundum heimila í skjóli vafasamra lagasetninga. Stjórnvöld hafa með misráðnum gjörðum sínum gefið bönkum og fjármálastofnunum eftirlitslaust veiðileyfi á almenning sem hefur haft skelfilegar afleiðingar í för með sér fyrir margar fjölskyldur. Það eru næstum níu ár frá hruni og komin tími til að hreinsa til og lyfta leyndinni af aðgerðum stjórnvalda í kjölfar þess. Almenningur á Íslandi er ekki fóður fyrir bankana og löngu kominn tími til að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna og leiðrétta afleita stöðu þeirra sem tóku gengistryggð lán á árunum fyrir hrun.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir

Ásthildur Lóa Þórsdóttir formaður HH 2017

Read more...

HH krefjast 100% aðskilnaðar viðskipta- og fjárfestingarbanka

Hagsmunasamtök heimilana lýsa yfir furðu sinni á orðum fjármálaráðherra um að nú „sé allt annað bankaumhverfi en var árið 2008“ og spyrja hvað hann eigi við með að nú hafi „allt eftirlit verið stórhert“.

Það á ekki að vera minnsti möguleiki á því að fjárfestingarbankastarfsemi, sem augljóslega er áhættusamari en viðskiptabankastarfsemin, hafi neikvæð áhrif á vexti útlána í almennum bankaviðskiptum. Það á ekki að vera afsökun fyrir hærra vaxtastigi, að fjármögnun fjárfestingarbanka-starfseminnar sé svo dýr, meðan fjármögnun útlána í lögeyri er nánast eins ódýr og frekast er hægt að hugsa sér.

Samkrull viðskiptabanka og fjárfestingarbanka er fullreynt og hefur ekki gefist vel fyrir almenning á Íslandi. Það er því alveg óþarfi að reyna það einu sinni enn. Hagsmunasamtök heimilanna krefjast þess að hvaða leið sem verði farin þá verði tryggt að 100% aðskilnaður verði milli viðskiptabanka og fjárfestingarbanka.

Almenningur er ekki fóður fyrir bankana!

Það getur vel verið að „búið [sé] að setja mikið af nýjum reglum“ en eftir stendur sú staðreynd að gagnvart heimilum landsins fara starfsmenn fjármálafyrirtækja sínu fram án nokkurs eftirlits, um það vitna fjölmörg ljót dæmi.

Hagsmunasamtökin sjá ekki betur en að “partýið” hjá bönkunum sé orðið svipað og það var 2007. Helsti munurinn virðist bara vera sá að fram til ársins 2008 sinntu stjórnvöld og eftirlitsaðilar ekki lögbundnu hlutverki sínu, en að frá 2010 hafi bankarnir haft veiðileyfi á almenning í skjóli fjármálaráðherra og að núna sé bönkunum að takast verkið sem þeir hófu fyrir hrun, að ryksuga upp Ísland, heimili fyrir heimili.

Read more...

Niðurstöður aðalfundar 2017

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna var haldinn þann 30. maí síðastliðinn. Á aðalfundinum var gerð grein fyrir starfseminni undanfarið ár. Að tillögu stjórnar var ákveðið að félagsgjöld yrðu óbreytt. Gerð var breyting á samþykktum samtakanna þess efnis að halda skuli aðalfund eigi síðar en í febrúar ár hvert og jafnframt var kosið í stjórn samtakanna sem hefur nú skipt með sér verkum.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna 2017:

Read more...

Frambjóðendur til stjórnar HH 2017

Eftirtaldir einstaklingar höfðu boðið sig fram til stjórnarkjörs á aðalfundi Hagsmunasamtaka heimilanna 2017, áður en framboðsfrestur rann út í dag:

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Guðrún Bryndís Harðardóttir
Guðrún Indriðadóttir
Hafþór Ólafsson
Jóhann Rúnar Sigurðsson
Ólafur Garðarsson
Pálmey Helga Gísladóttir
Róbert Þ Bender
Sigurður Sigurbjörnsson
Snorri Magnússon
Stefán Stefánsson
Vilhjálmur Bjarnason

Auk þess bjóða eftirtaldir sig fram í sæti varamanna:

Guðmundur Ásgeirsson (með fyrirvara)
Ragnar Unnarsson
Þórarinn Einarsson

Frambjóðendum verður gefinn kostur á að kynna sig stuttlega fyrir fundarmönnum á aðalfundinum áður en kosning fer fram. Kosið verður í tveimur umferðum, fyrst í sæti aðalmanna og því næst í sæti varamanna. Kosning og talning fer fram með sama hætti og algengt er í prófkjörum stjórnmálasamtaka þar sem frambjóðendum er raðað í sæti þannig að efsta sæti hreppir sá sem hlýtur flest atkvæði í það sæti en því næst sá sem hlýtur flest atkvæði í annað sæti eða hærra og svo koll af kolli þar til röð allra verður ljós. Hljóti tveir eða fleiri jafn mörg atkvæði í tiltekið sæti sker hlutkesti úr um innbyrðis röð þeirra.

Aðalfundurinn verður næstkomandi þriðjudagskvöld þann 30. maí kl. 20:00 á Hótel Cabin við Borgartún 32, í ráðstefnusal á 7. hæð sem er aðgengilegur með lyftu í vesturenda hússins, fyrir innan gestamóttöku hótelsins.

Read more...

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2017

Kæru félagsmenn,
Hagsmunasamtök heimilanna boða hér með til aðalfundar, sem verður haldinn þriðjudagskvöldið 30. maí næstkomandi, kl. 20:00 á Hótel Cabin við Borgartún 32, í ráðstefnusal á 7. hæð. Athugið að til þess að komast upp á 7. hæð þarf að fara í lyftu sem er í vesturenda hússins, fyrir innan gestamóttöku hótelsins.
 
Dagskrá:
  1. Skipun fundarstjóra, ritara, og fundarsetning
  2. Skýrsla stjórnar: Vilhjálmur Bjarnason, formaður
  3. Reikningar samtakanna: Róbert Bender, gjaldkeri
  4. Tillaga stjórnar um ákvörðun félagsgjalda
  5. Tillögur um breytingar á samþykktum
  6. Kosning 7 aðalmanna í stjórn
  7. Kosning 3-7 varamanna í stjórn
  8. Kosning skoðunarmanna
  9. Önnur mál

 


 
Tillögur um breytingar á samþykktum
Undir 5. dagskrárlið aðalfundar verða eftirfarandi tillögur um breytingar á samþykktum samtakanna teknar til umræðu og atkvæðagreiðslu:
 
Tímasetning aðalfundar
2. málsliður 2. mgr. 6. gr. sem nú er svohljóðandi: Aðalfund skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert.
Orðist svo: Aðalfund skal halda fyrir lok febrúarmánaðar ár hvert.
 
Víxlkosning aðalmanna til tveggja ára í senn
Í stað 1. málsliðs 1. mgr. 9. gr. sem nú er svohljóðandi: Stjórn samtakanna skal skipuð minnst 10 en mest 14 manns, þar af 7 aðalmönnum og 3-7 varamönnum, sem kosnir skulu á aðalfundi samtakanna.
Komi tveir nýir málsliðir sem orðist svo: Stjórn samtakanna skal skipuð 7 aðalmönnum sem kosnir skulu til tveggja ára í senn og 3-7 varamönnum sem kosnir skulu til eins árs í senn, á aðalfundi samtakanna. Víki aðalmaður úr stjórn á fyrra ári tveggja ára kjörtímabils síns skal kjörtímabil efsta varamanns sem þá tekur sæti aðalmanns framlengjast um eitt ár, svo tryggt sé að til skiptis verði kosnir þrír aðalmenn þegar ártalið er slétt tala og fjórir þegar ártalið er oddatala.
Ákvæði til bráðabirgða: Eftir að nýrri reglu um kosningu aðalmanna í stjórn til tveggja ára hefur verið beitt í fyrsta skipti teljast þrír neðstu aðalmenn miðað við skipan stjórnar í lok fyrsta árs þá hafa lokið kjörtímabili sínu, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 9. gr. Ákvæði þetta til bráðabirgða fellur úr gildi að þeim tíma liðnum.

Afnám hámarkslengdar stjórnarsetu
2. mgr. 9. gr. sem nú er svohljóðandi: Stjórnarmaður sem setið hefur full fimm kjörtímabil skal taka hlé á stjórnarsetu í það minnsta eitt kjörtímabil. Að því loknu getur viðkomandi boðið sig fram til stjórnarsetu á ný. Ákvæðið gildir ekki um kjörtímabil varamanna.
Falli brott.
 
Launuð verkefni stjórnarmanna
3. mgr. 9. gr. sem nú er svohljóðandi: Stjórnarstörf eru ólaunuð, svo og þau verkefni sem stjórnarmenn taka að sér fyrir samtökin. Þó er heimilt að greiða fyrir útlagðan kostnað sem til fellur vegna rekstrar samtakanna.
Orðist svo: Almenn stjórnarstörf eru ólaunuð. Þó er heimilt að fela stjórnarmönnum önnur sérgreind verkefni gegn greiðslu.
 

 
Framboðsfrestur og fundargögn
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs er 7 dögum fyrir aðalfund eða til 21. maí. Framboð má tilkynna með tölvupósti á netfang samtakanna: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
 
Fundargögn verða birt á heimasíðu samtakanna í aðdraganda aðalfundarins.
 
Read more...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 10. maí, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9 (í innri sal kaffihússins).

Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Read more...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 9. mars, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.

Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Read more...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 8. febrúar, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.

Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Read more...

Uppgjör við hrunið - 2017!

Á íslenskum fjármálamarkaði hefur upplýsingaskylda fjármálastofnanna gagnvart neytendum lengi verið brotin eða vanrækt, ekki eingöngu með tilliti til verðtryggingar húsnæðislána, heldur einnig yfirdráttarlána og annarra lánasamninga. Í dag kveða lög um neytendalán frá 2013 enn skýrar en áður á um framkvæmd upplýsingagjafar til neytenda og að árleg hlutfallstala kostnaðar (ÁHK) megi ekki samkvæmt lögum fara upp fyrir 50% að viðbættum stýrivöxtum. Ef sambærileg löggjöf hefði verið fyrir hendi í október 2008, hefði hún veitt lánþegum lágmarksvernd. Þó prósentutalan sé ógnarhá, er hér þó komið fordæmi fyrir því að setja þak á kostnað í lánasamningum og að ekki sé leyfilegt að undanskilja verðbætur vegna verðtryggingar. Það er dæmi um ákveðna framþróun í neytendarétti á fjármálamarkaði. Um nýja verðtryggða húsnæðislánasamninga gilda því ofangreind lög. Fyrir tilstilli Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) hefur verið látið reyna á lögmæti eldri verðtryggðra húsnæðislánasamninga hvað varðar upplýsingaskyldu, frá því þungar byrgðar féllu á íslensk heimili við gjaldþrot gömlu bankanna, en án árangurs. Dómur Hæstaréttar (nr. 243/2015) í máli HH um óréttmæta framkvæmd verðtryggðra lána er vitnisburður um það.

Samtökin hafa þó lengi staðið fyrir þeirri sannfæringu og túlkun á íslenskum lögum að hér hafi verið um brot að ræða gegn upplýsingaskyldu lánveitenda. Í síðastliðnum nóvembermánuði sendu HH kvörtun til ESA vegna niðurstöðu þessa dómsmáls og túlkunar Hæstaréttar á íslenskum lögum, en í dómnum felst sú niðurstaða að þó innleiðing tilskipunar 87/102/EBE í íslensk lög hafi að hálfu Alþingis verið röng þá hafi Íbúðalánasjóður þrátt fyrir allt farið eftir þeim lögum og var sjóðurinn þar af leiðandi sýknaður. Íslendingar voru hins vegar skuldbundnir til að innleiða ofangreinda tilskipun vegna aðildar sinnar að EES samningnum. Í þeirri tilskipun er skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækja um allan lánskostnað og réttláta samninga við neytendur. Upplýsingaskyldan hvílir alfarið á lánveitendum og felur það í sér að greina skuli frá öllum kostnaði láns samkvæmt tilskipuninni. Að mati Hæstaréttar var Íbúðalánasjóði þrátt fyrir það heimilt samkvæmt íslenskum lögum að mati að upplýsa neytendur ekki um verðbætur. Framundan á árinu er málarekstur hjá HH fyrir dómstólum og eftirlitsstofnunum sem kalla mætti uppgjör við fjárhagslegt tjón íslenskra heimila vegna efnahagshrunsins. Þessi málarekstur varðar brot á upplýsingaskyldu, óréttláta lánasamninga og fjárhagslegt tjón. Hvort sem innleiðing Alþingis á ofangreindri tilskipun telst vera röng eða dómurinn rangur þá er ríkissjóður í báðum tilvikum skaðabótaskyldur vegna þess.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa verið baráttusamtök sjálfboðaliða um neytendarétt á fjármálamarkaði frá stofnun þeirra, í janúar 2009. Það eitt að samtökin séu ennþá rekin á sjálfboðaliðagrundvelli segir fjölmargt um samfélagsstöðu neytendaréttar á fjármálamarkaði. Neytendaréttur á fjármálamarkaði hefur lengi átt á brattann að sækja á Íslandi í samanburði við það sem mætti vísa í sem almennt samþykktan neytendarétt og í því sambandi skýra kröfu í almennri orðræðu um upplýsingaskyldu til neytenda. Í baráttu samtakanna fyrir framþróun á þessu sviði hafa samtökin verið málsvari heimilanna vegna óréttmætra samninga, stökkbreyttra lána, barist fyrir leiðréttingu þeirra og afnámi verðtryggingar í kjölfar efnahagshruns. Markmið samtakanna er og hefur verið að beita sér fyrir lagabreytingum og stuðla að framþróun á þessum markaði. Þó ýmislegt hafi áunnist í þessari átta ára vegferð samtakanna, til að mynda markviss framþróun í framkvæmd á upplýsingaskyldu fjármálastofnanna sem samtökin hafa lengi beitt sér fyrir, þá situr fjölmargt eftir og er óuppgert. Verðtryggingin er ennþá við lýði og heldur áfram að leggja sín lóð á vogarskálarnar við að knýja áfram óhagstæða hringrás verðbólgu, hárra vaxta og verðbóta fyrir íslenska neytendur. Hagsmunabarátta heimilanna heldur því áfram.

Þó réttindabarátta neytenda á fjármálamarkaði sé ekki síður nauðsynlegt nú en fyrir átta árum er uppgjöri vegna efnahagshrunsins ekki lokið. Þegar öllu er á botninn hvolft er það mat samtakanna að heimilin hafi verið hlunnfarin í því uppgjöri sem hefur átt sér stað síðastliðin ár vegna fjármálahrunsins 2008. Íslensk heimili urðu fyrir ómældu tjóni, fjölmargir einstaklingar misstu heimili sín í aðförum kröfuhafa og enn fleiri voru í hættu að missa heimili sín. Tjón sem hefur að litlu sem engu leyti verið bætt. Eins og flestum er kunnugt um höfðu íslenskir neytendur enga undankomuleið frá óréttmætum lánasamningum, þrátt fyrir forsendubrest og stökkbreyttar verðbætur þeirra. Sumt verður líklega aldrei bætt en samtökin eru staðföst í því að knýja fram réttlæti nú með skaðabótakröfu. Fjölmargir lánþegar stóðu í skilum þrátt fyrir stökkbreytt lán en hafa takmarkaða leiðréttingu fengið á þeim óréttmætu verðbótum er lögðust á lán þeirra vegna fjármálahrunsins. Öðrum var synjað um leiðréttingu á stökkbreyttum lánum en greiddu þó engu að síður óréttmætar verðbætur lánanna. Samtökin leita leiða til að bæta lánþegum fjárhagslegt tjón þeirra og halda áfram að knýja fram bætt réttindi og upplýsingagjöf til neytenda. Samtökin standa einnig fast á þeirri sannfæringu að skýlaus krafa sé um það í samfélaginu að lærdómur verði dregin af hruninu fyrir íslensk heimili.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna