Menu
RSS
Frá Hagsmunasamtökum heimilanna

Frá Hagsmunasamtökum heimilanna (398)

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 9. mars, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.

Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Read more...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 8. febrúar, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.

Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Read more...

Uppgjör við hrunið - 2017!

Á íslenskum fjármálamarkaði hefur upplýsingaskylda fjármálastofnanna gagnvart neytendum lengi verið brotin eða vanrækt, ekki eingöngu með tilliti til verðtryggingar húsnæðislána, heldur einnig yfirdráttarlána og annarra lánasamninga. Í dag kveða lög um neytendalán frá 2013 enn skýrar en áður á um framkvæmd upplýsingagjafar til neytenda og að árleg hlutfallstala kostnaðar (ÁHK) megi ekki samkvæmt lögum fara upp fyrir 50% að viðbættum stýrivöxtum. Ef sambærileg löggjöf hefði verið fyrir hendi í október 2008, hefði hún veitt lánþegum lágmarksvernd. Þó prósentutalan sé ógnarhá, er hér þó komið fordæmi fyrir því að setja þak á kostnað í lánasamningum og að ekki sé leyfilegt að undanskilja verðbætur vegna verðtryggingar. Það er dæmi um ákveðna framþróun í neytendarétti á fjármálamarkaði. Um nýja verðtryggða húsnæðislánasamninga gilda því ofangreind lög. Fyrir tilstilli Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) hefur verið látið reyna á lögmæti eldri verðtryggðra húsnæðislánasamninga hvað varðar upplýsingaskyldu, frá því þungar byrgðar féllu á íslensk heimili við gjaldþrot gömlu bankanna, en án árangurs. Dómur Hæstaréttar (nr. 243/2015) í máli HH um óréttmæta framkvæmd verðtryggðra lána er vitnisburður um það.

Samtökin hafa þó lengi staðið fyrir þeirri sannfæringu og túlkun á íslenskum lögum að hér hafi verið um brot að ræða gegn upplýsingaskyldu lánveitenda. Í síðastliðnum nóvembermánuði sendu HH kvörtun til ESA vegna niðurstöðu þessa dómsmáls og túlkunar Hæstaréttar á íslenskum lögum, en í dómnum felst sú niðurstaða að þó innleiðing tilskipunar 87/102/EBE í íslensk lög hafi að hálfu Alþingis verið röng þá hafi Íbúðalánasjóður þrátt fyrir allt farið eftir þeim lögum og var sjóðurinn þar af leiðandi sýknaður. Íslendingar voru hins vegar skuldbundnir til að innleiða ofangreinda tilskipun vegna aðildar sinnar að EES samningnum. Í þeirri tilskipun er skýrt kveðið á um upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækja um allan lánskostnað og réttláta samninga við neytendur. Upplýsingaskyldan hvílir alfarið á lánveitendum og felur það í sér að greina skuli frá öllum kostnaði láns samkvæmt tilskipuninni. Að mati Hæstaréttar var Íbúðalánasjóði þrátt fyrir það heimilt samkvæmt íslenskum lögum að mati að upplýsa neytendur ekki um verðbætur. Framundan á árinu er málarekstur hjá HH fyrir dómstólum og eftirlitsstofnunum sem kalla mætti uppgjör við fjárhagslegt tjón íslenskra heimila vegna efnahagshrunsins. Þessi málarekstur varðar brot á upplýsingaskyldu, óréttláta lánasamninga og fjárhagslegt tjón. Hvort sem innleiðing Alþingis á ofangreindri tilskipun telst vera röng eða dómurinn rangur þá er ríkissjóður í báðum tilvikum skaðabótaskyldur vegna þess.

Hagsmunasamtök heimilanna hafa verið baráttusamtök sjálfboðaliða um neytendarétt á fjármálamarkaði frá stofnun þeirra, í janúar 2009. Það eitt að samtökin séu ennþá rekin á sjálfboðaliðagrundvelli segir fjölmargt um samfélagsstöðu neytendaréttar á fjármálamarkaði. Neytendaréttur á fjármálamarkaði hefur lengi átt á brattann að sækja á Íslandi í samanburði við það sem mætti vísa í sem almennt samþykktan neytendarétt og í því sambandi skýra kröfu í almennri orðræðu um upplýsingaskyldu til neytenda. Í baráttu samtakanna fyrir framþróun á þessu sviði hafa samtökin verið málsvari heimilanna vegna óréttmætra samninga, stökkbreyttra lána, barist fyrir leiðréttingu þeirra og afnámi verðtryggingar í kjölfar efnahagshruns. Markmið samtakanna er og hefur verið að beita sér fyrir lagabreytingum og stuðla að framþróun á þessum markaði. Þó ýmislegt hafi áunnist í þessari átta ára vegferð samtakanna, til að mynda markviss framþróun í framkvæmd á upplýsingaskyldu fjármálastofnanna sem samtökin hafa lengi beitt sér fyrir, þá situr fjölmargt eftir og er óuppgert. Verðtryggingin er ennþá við lýði og heldur áfram að leggja sín lóð á vogarskálarnar við að knýja áfram óhagstæða hringrás verðbólgu, hárra vaxta og verðbóta fyrir íslenska neytendur. Hagsmunabarátta heimilanna heldur því áfram.

Þó réttindabarátta neytenda á fjármálamarkaði sé ekki síður nauðsynlegt nú en fyrir átta árum er uppgjöri vegna efnahagshrunsins ekki lokið. Þegar öllu er á botninn hvolft er það mat samtakanna að heimilin hafi verið hlunnfarin í því uppgjöri sem hefur átt sér stað síðastliðin ár vegna fjármálahrunsins 2008. Íslensk heimili urðu fyrir ómældu tjóni, fjölmargir einstaklingar misstu heimili sín í aðförum kröfuhafa og enn fleiri voru í hættu að missa heimili sín. Tjón sem hefur að litlu sem engu leyti verið bætt. Eins og flestum er kunnugt um höfðu íslenskir neytendur enga undankomuleið frá óréttmætum lánasamningum, þrátt fyrir forsendubrest og stökkbreyttar verðbætur þeirra. Sumt verður líklega aldrei bætt en samtökin eru staðföst í því að knýja fram réttlæti nú með skaðabótakröfu. Fjölmargir lánþegar stóðu í skilum þrátt fyrir stökkbreytt lán en hafa takmarkaða leiðréttingu fengið á þeim óréttmætu verðbótum er lögðust á lán þeirra vegna fjármálahrunsins. Öðrum var synjað um leiðréttingu á stökkbreyttum lánum en greiddu þó engu að síður óréttmætar verðbætur lánanna. Samtökin leita leiða til að bæta lánþegum fjárhagslegt tjón þeirra og halda áfram að knýja fram bætt réttindi og upplýsingagjöf til neytenda. Samtökin standa einnig fast á þeirri sannfæringu að skýlaus krafa sé um það í samfélaginu að lærdómur verði dregin af hruninu fyrir íslensk heimili.

Read more...

Jólakveðja til heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna senda félagsmönnum sínum sem og landsmönnum öllum hugheilar hátíðakveðjur.

Nú þegar áttunda starfsár samtakanna er senn að baki, er ljóst að baráttunni fyrir réttindum heimilanna er hvergi nærri lokið. Undanfarin misseri hafa kröfur um afnám verðtryggingar og viðurkenningu á ólögmæti verðtryggðra neytendalána verið fyrirferðarmikill þáttur í starfi samtakanna. Þrátt fyrir að þeim markmiðum hafi enn ekki verið náð nema að takmörkuðu leyti, er þó langt frá því að öll slík kurl séu komin til grafar. Fyrir tilstilli samtakanna bíða ýmis mál af þeim toga enn úrlausnar og gæti átt eftir að draga til tíðinda af þeim á nýju ári.

Þann 1. apríl 2017 munu svo taka gildi ný lög um fasteignalán til neytenda, sem fela í sér aukna neytendavernd. Ber þar hæst bann við hlutfallslegum lántökukostnaði öðrum en vöxtum, sem margir lánveitendur hafa nú þegar brugðist við og innleitt föst lántökugjöld. Með þessu ásamt afnámi stimpilgjalda vegna lánasamninga og þröngra takmarkana á uppgreiðslugjöld, hefur slíkum samkeppnishindrunum á húsnæðislánamarkaði verið rutt úr vegi að verulegu leyti. Af öðrum nýmælum laganna má nefna sérstök ákvæði vegna lána í erlendum gjaldmiðlum, og um skyldur lánveitenda til að bjóða neytendum upp á úrræði vegna greiðsluerfiðleika áður en krafist er nauðungarsölu á húsnæði. Samtökin munu fylgjast náið með framkvæmd lánveitenda eftir gildistöku hinna nýju laga og halda úti virku eftirliti með áhrifum þeirra á réttarstöðu heimilanna til framtíðar.

Gleðileg jól og farsælt komandi ár, með þökkum fyrir það liðna.

Hagsmunasamtök heimilanna.

Read more...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi fimmtudag, 1. desember, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.

Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Read more...

Íslenska ríkið skaðabótaskylt á hvorn veginn sem málið fer

Eftirlitsstofnun EFTA

Hagsmunasamtök heimilanna hafa nú sent formlega kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) yfir framkvæmd verðtryggðra neytendalána og brotum gegn EES-reglum á sviði neytendaverndar af hálfu íslenska ríkisins. Ástæða þess er sú að í nóvember 2015 voru hagsmunir fjármálafyrirtækja látnir vega þyngra en neytendaréttur í æðsta dómsal landsins, í máli Hagsmunasamtaka heimilanna um framkvæmd verðtryggra neytendalána (nr. 243/2015). Framkvæmd slíkra lána hér á landi hefur ekki verið í samræmi við EES-reglur um upplýsingaskyldu lánveitenda, þar sem fjármálafyrirtækin hafa undanskilið kostnað vegna verðtryggingar, þ.e. verðbætur, frá lögboðinni upplýsingagjöf til neytenda um heildarlántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar vegna lántöku.

Á fundi í þjóðmenningarhúsinu þann 14. mars, síðastliðinn, beindi fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna þeirri spurningu til Carl Baudenbacher, forseta EFTA-dómstólsins, hvort þess væru dæmi að farið hefði verið gegn ráðgefandi áliti EFTA dómstólsins. Vísaði Baudenbacher í umræddan dóm Hæstaréttar sem einsdæmi í þessu tilliti og benti jafnframt á að með því að fara gegn EES-reglum og áliti EFTA-dómstólsins um túlkun á þeim, gæti aðildarríki EES-samningsins orðið skaðabótaskylt gagnvart tjónþolum. Umræddur dómur Hæstaréttar varpar ljósi á bágborna réttarstöðu neytenda á fjármálamarkaði á Íslandi og hvað barátta Hagsmunasamtaka heimilanna undanfarin átta ár fyrir úrbótum í þágu íslenskra heimila hefur í raun snúist um. Hagsmunasamtök heimilanna neyðast til þess að leita réttar íslenskra neytenda utan landssteinanna, því erfitt hefur reynst að fá úr þessari réttaróvissu skorið hér á landi.

Einfaldleikinn er sá að annað hvort er innleiðingin af hálfu Alþingis, á þeim neytendarétti sem um ræðir í málinu, röng sem gerir Alþingi ábyrgt og þá að sama skapi er dómur Hæstaréttar réttur. Eða þá að dómur Hæstaréttar er rangur sem gerir Hæstarétt og dómskerfið ábyrgt en sýknar Alþingi og stjórnkerfið af þeim alvarlegu ásökunum sem felast í niðurstöðu Hæstaréttar. Á hvorn veginn sem niðurstaða ESA verður gerir það að verkum að íslenska ríkið er því miður orðið skaðabótaskylt gagnvart neytendum vegna skorts á kynningu heildarlántökukostnaðar fyrir neytendum af hálfu lánveitenda. Það er afar leitt, því allur málatilbúnaður Hagsmunasamtaka heimilanna hefur gengið út á það að lánveitendur eigi að sjálfir að bera skaðabótaskyldu vegna alls tjóns sem þessi brot þeirra hafa valdið íslensku samfélagi og heimilum landsmanna.

ESA kvörtun 2016

Sjá meðfylgjandi samantekt um efni kvörtunarinnar (UPPFÆRT 17.4.2018 sjá kvörtunina í heild ásamt öllum gögnum málsins):

Read more...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Fundurinn verður haldinn næstkomandi miðvikudag, 2. nóvember, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.

Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn sem og aðra til að nýta sér þetta tækifæri og mæta til að taka þátt í umræðum um málefni heimilanna!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Read more...

Svör framboða í Alþingiskosningum 2016 við spurningum HH

x16-logo

Það hefur án efa vakið athygli margra, félagsmanna sem og annarra, að afnám verðtryggingar hefur verið minna í umræðunni í aðdraganda þessara kosninga en oft áður. Hverju það sætir er erfitt að henta reiður á með vissu eða afgerandi hætti. Þó má benda á að ríkisrekinn fjölmiðill landsmanna batt þannig um hnútana að umræður um húsnæðismál voru settar undir einn hatt og verðtryggingin var ekki dregin sérstaklega fram í umræðunni. Það var því fjallað um húsnæðismál á víðum grundvelli í umfjöllun RÚV. Þetta hefur óneitanlega vegið þungt á metunum. Þó kemur fram í nýafstaðinni netkönnun RÚV, þar sem verðtryggingin og afnám hennar kemur loks við sögu að meirihluti þáttakenda er hlynntur afnámi. Við viljum minna á að stór meirihluti aðspurðra í viðhorfskönnunum Gallup fyrir Hagsmunasamtök heimilanna sögðust hlynntir afnámi verðtryggingar eða eru óákveðnir. Þeir sem eru andvígir afnámi verðtryggingar eru hinsvegar einungis 14,2% aðspurðra. Hugsanleg ástæða þess að verðtryggingin hefur lítið verið í umræðunni síðustu misseri gæti verið sú að ljóst var orðið að Framsóknarflokknum myndi ekki takast að fylgja sínu kosningarloforði eftir um skilyrðislaust afnám verðtryggingar neytendalána. Það breytir hins vegar engu um það að með tilliti til viðhorfskannana vill mikill meirihluti Íslendinga afnema verðtryggingu af neytendalánum.

 

Önnur skýring á takmarkaðri umræðu um verðtrygginguna gæti legið í ráðaleysi stjórnmálamanna um afnám verðtryggingar eða erfiðleika í samstarfi stjórnarflokkanna um siðferðileg álitamál sem komu fram á sjónarsviðið í vetur, sem aftur hefur dregið þjóðina fyrr að kjörborðinu en gert var ráð fyrir. Það er þó stjórnarmönnum Hagsmunasamtaka heimilanna ljóst hvað varðar afnám verðtryggingar að þar eru í húfi gríðarlegir hagsmunir fjármálastofnana og valdatog á sér stað í pólitísku landslagi sem aftur bitnar á hagsmunum neytenda og heimilunum í landinu. Þögn í umræðunni er ekki sama og samþykki, leita verður annarra og nýrra leiða til að knýja fram bættan neytendarétt á íslenskum fjármálamarkaði.

 

Af þessu tilefni og vegna þess hve fábrotin og takmörkuð umræðan hefur verið um verðtrygginguna í aðdraganda kosninga, voru send formleg erindi til framboðanna um þau málefni sem Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir, í þágu félagsmanna sinna og íslenskra heimila. Sendar voru fjórar spurningar og verða svörin dregin hér saman fyrir félagsmenn, til að aðstoða þá við að gera upp hug sinn áður en atkvæði verður sleppt ofan í kjörkassana á næstkomandi laugardag.

 

Spurningar til framboða og svör

 

Hagsmunasamtök heimilanna sendu fjórar spurningar til allra framboða hér verður gerð grein fyrir megináherslum í svörum frá framboðunum við hverri spurningu fyrir sig. Svör bárust ekki frá Samfylkingunni og Íslensku þjóðfylkingunni þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir. Reynt hefur verið að gæta sanngirnis í framsetningu þessara svara en þó má geta þess að svör flokkanna voru misjafnlega ítarleg eða efnislega nákvæm með tilliti til spurninganna. Meginmarkmiðið samtakanna er að upplýsa félagsmenn um þá þætti svaranna sem stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna þykir mikilvægast að koma á framfæri.

 

1. Afnám verðtryggingar

 

Ætlar þinn flokkur að afnema verðtryggingu á lánum íslenskra heimila og tryggja þar með heimilunum sambærileg lánakjör við það sem þekkist í nágrannalöndum okkar? Ef svarað er játandi, hvernig og hvenær?

 

Í svari frá Flokki fólksins er þess getið að einungis hafi þurft eitt pennastrik að setja verðtrygginguna á og það sama þurfti til við að afnema hana. Samkvæmt því var svar þeirra jákvætt. Dögun, Alþýðufylkingin og Húmanistaflokkurinn vilja einnig afnema verðtrygginguna án skilyrða. Framsóknarflokkurinn segist ætla að halda áfram að berjast fyrir afnámi verðtryggingar, eins og gert var á kjörtímabilinu, þó lítið hafi gengið. Fram kemur í svarinu að flokkurinn geti ekki einn síns liðs afnumið verðtrygginguna, það hafi reynslan sýnt okkur á þessu kjörtímabili. Framsóknarflokkurinn hyggist því berjast áfram gegn verðtryggingunni en einnig fyrir því að peningastefnan verði endurskoðuð með það fyrir augum að hægt verði að lækka vexti hér á landi.

 

Aðrir flokkar gáfu ekki skýra afstöðu til afnáms verðtryggingar. Björt framtíð vill að sett verði gjaldmiðlastefna sem tryggi stöðuleika sem að þeirra mati muni tryggja lága verðbólgu og lága vexti, en með því muni áhrif og þörf fyrir verðtryggingu hverfa. Viðreisn leggur áherslu á að hér á landi sé tekin upp fastgengisstefna með myntráði. Það sé að þeirra mati leiðin til þess að hægt sé að bjóða uppá samkeppnishæf vaxtakjör og bætt lífskjör. Sjálfstæðisflokkurinn vísar í ályktun landsfundar frá árinu 2015 sem eru á sambærilegum nótum um að bæta lánakjör og leita leiða til að skipta út verðtryggðu lánaumhverfi fyrir sambærilegt kerfi því sem þekkist í nágrannalöndum okkar. Þó ber að nefna að ekki kemur fram í svari Sjálfstæðisflokksins hvenær eða hvernig flokkurinn hyggist fylgja þessu eftir.

 

Píratar hafa ekki samþykkt stefnu um afnám verðtryggingar en benda á að stjórnmálaflokkarnir hafa opnað á umræðuna um verðtryggð lán sem áhættusöm fyrir venjulega neytendur. Vinstri græn taka ekki skýra afstöðu gagnvart afnámi en benda á að þau hafi beitt sér fyrir því að auka framboð óverðtryggðra lána og tryggja neytendum aðra valkosti en verðtryggð lán. Þau telja að leiðin til þess að draga úr vægi verðtryggð lána og augljósum ókostum þeirra sé ábyrg hagstjórn og efnahagslegur stöðugleiki til lengri tíma. Hvernig þau ætli að ná þeim stöðugleika kemur hins vegar ekki fram í svarinu.

 

Skýr samhljómur er í svörum þeirra sem ekki vilja afnema verðtryggingu skilyrðislaust, það er að segja að þörf sé á því að leita leiða til að efla efnahagslegan stöðuleika og bæta vaxtakjör íslenskra lánþega. Á hinn bóginn fela engin þeirra svara í sér rökstuðning fyrir því hversvegna heimilin eigi að bera hitann og þungan af sveiflum verðbólgunnar og óstjórnar í hagstjórn landsins með háum vöxtum og verðbótum verðtryggðra lána.

 

2. Mannsæmandi framfærsluviðmið

 

Ætlar þinn flokkur að lögleiða mannsæmandi framfærsluviðmið fyrir alla Íslendinga sambærilegt því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum? - Ef svarað er játandi, hvernig, hvenær og hvert teljið þið það viðmið eiga að vera?

 

(Sjá nánar hér um framfærsluviðmið á Norðurlöndum.)

 

Píratar segjast hafa skýra stefnu um að lögfesta viðmiðunarfjárhæð sem telst nægjanleg til framfærslu og mannsæmandi lífs. Alþýðufylkingin ætlar að lögleiða framfærslusviðmið. Dögun svarar á þann veg að þau ætli að lögleiða framfærsluviðmið til að tryggja verðuga framfærslu allra, a.m.k. sambærilegt við það sem þekkist á hinum Norðurlöndum. Húmanistaflokkurinn bendir á að eitt af megin áherslumálum Húmanista er að reikna út og skilgreina mannsæmandi framfærsluviðmið.

 

Vinstri græn benda á að í tíð síðustu ríkisstjórnar hafi verið ráðist í að birta opinber framfærsluviðmið sem Velferðarráðuneytið hefur staðið fyrir, enn benda jafnframt á að æskilegt sé að slík viðmið byggist helst á raunframfærslukostnaði. Flokkur fólksins hefur einnig á sinni stefnuskrá að hækka bæði bætur almannatrygginga og persónuafslátt í 300.000 sem myndi vera ágætis byrjun að þeirra mati til þess að færa lægstu tekjur nær eðlilegum framfærsluviðmiðum. Björt framtíð vill einfalda almannatryggingakerfið og telur eðlilegt að horft sé til framfærsluviðmiða, sambærilegum þeim sem vinir okkar á Norðurlöndum styðjast við. Framsóknarflokkurinn ætlar að halda áfram að efla velferðakerfið og að hækka lágmarkslaun og lífeyri.

 

Viðreisn kveðst ekki hafa mótað stefnu um lögleiðingu á framfærsluviðmiði. Sjálfstæðisflokkurinn svarar þessari spurningu þannig að ekki hafi verið ályktað um þetta.

 

 

3. Samráð við neytendur á fjármálamarkaði

 

Ætlar þinn flokkur að tryggja samráð innan ráðuneyta við samtök á neytendasviði að minnsta kosti til jafns á við fjármálastofnanir? - Ef svarað er játandi, hvernig?

 

Ath. Neytendur eiga ekki fulltrúa í hópum og nefndum er varða hagsmuni þeirra og réttindi á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytis, líkt og sjá má í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn þar að lútandi.

 

Dögun ætlar að tryggja samtökum á neytendasviði aðgang og samráð að minnsta kosti til jafns við fjármálastofnanir. Alþýðufylkingin ætlar, fái hún því við komið að tryggja samráð neytenda innan ráðuneyta við samtök á neytendasviði umfram við samráð við fjármálastofnanir. Húmanistaflokkurinn svarar í hnotskurn á þann veg að flokkurinn vill gjörbreyta fjármálakerfinu og taka völdin af fjármálastofnunum til hagsbóta fyrir almenning. Píratar benda á að kjarninn í grunnstefnu sinni sé að jafn aðgangur hagsmunaaðila sé tryggður við mótun ákvarðana. Flokkur fólksins telur að skipa eigi það fólk í nefndir sem þekkir málefnin á eigin skinni.

 

Björt framtíð hefur lagt fram mál um stofnun embættis umboðsmanns neytenda og gerir grein fyrir því í sínu svari. Vinstri græn telja brýnt að að hagsmunasamtök, frjáls félagasamtök og fulltrúar almenninga hafi sem víðtækast samráð í stjórnsýslunni. Framsóknarflokkurinn telur mikilvægt að eiga samtal og samráð við fólk og hagsmunaaðila þegar unnið er að lausnum á brýnum málum er varða almenning. Viðreisn svarar á þann veg að brýnt sé að neytendur hafi málsvara við borðið en ekki er greint nánar frá hvernig eða hvenær eigi að fylgja þessu eftir fyrir neytendur. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að samtök á neytendasviði eigi aðild að formlegum samstarfsvettvangi og ryðji þannig brautina til að formfesta samstarf við ríkisvaldið.

 

4. Neytendaréttur í dómskerfinu

 

Þykir þínum flokki viðunandi fyrir neytendur og íslenska ríkið að æðsti dómstóll landsins hafi dæmt gegn ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins?

 

Ath. Ísland er eina landið þar sem æðsti dómstóll landsins hefur dæmt gegn ráðgefandi áliti EFTA‐dómstólsins frá stofnun hans en það var í máli Hagsmunasamtaka heimilanna gegn ólöglega kynntri verðtryggingu neytendalána.

 

Flokkur fólksins telur það ekki viðunandi að æðsti dómstóll landsins hafi dæmt gegn ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins. Píratar benda á að Hæstiréttur hafi dæmt gegn hagsmunum neytenda og gegn áliti framkvæmdarstjórnar ESB og gegn áliti Neytendastofu. Píratar benda einnig á að neytendavernd á Íslandi er mjög ábótavant. Dögun þykir algerlega óásættanlegt að æðsti dómstóll réttarríkisins Ísland skuli fara gegn ólöglega kynntri verðtryggingu neytendalána. Dögun bendir einnig á að það sé stórundarlegt að íslenska ríkið skuli síendurtekið vera dæmt af Mannréttindadómstóli Evrópu fyrir brot á mannréttindum borgarar sinna og virðist það fremur regla en undantekning í málum sem rata þangað. Alþýðufylking telur að stefna flokksins sé á þann veginn að dómar að þessu tagi verði óþarfir þar sem slíkur vandi komi ekki upp þegar hagsmunir alþýðunnar eru hafðir að leiðarljósi.

 

Framsóknarflokkurinn bendir á að íslenskum dómstólum ber fyrst og fremst að fara að lögum, íslenskum lögum eins og þau eru skýrð með hliðsjón af öðrum réttarheimildum, m.a. þjóðréttarreglum sem hafa áhrif á það hvernig lögin eru skýrð og reglum sem hafa verið innleiddar sbr. skyldur Íslands samkvæmt samningnum um hið Evrópska efnahagssvæði. Komi upp sú staða að samfélagið telji dómstóla skila niðurstöðum sem eru ekki í samræmi við réttarvitund almennings þá er það rétti farvegurinn fyrir slíkt að fólk, þing og samfélag beiti sér fyrir breytingum á lögum og reglum sem samrýmast betur réttarvitund fólks. Vinstri græn hafa ekki tekið efnislega afstöðu hvað varðar niðurstöðu eða rökstuðning Hæstaréttar í þessu tiltekna máli.

 

Björt framtíð kveðst styðja aðskilnað löggjafar-, framkvæmda- og dómsvalds, og það sé því að þeirra mati ekki viðeigandi að stjórnmálaflokkur sem býður fram krafta sína á löggjafarþingi tjái sig um einstaka dóma. Sjálfstæðisflokkurinn segist virða dóma æðsta dómstóls landsins. Viðreisn minnir á þrískiptingu ríkisvalds og sjálfstæði dómsstóla og telur að þetta mál hafi fengið fullnægjandi og réttláta meðferð í dómskerfinu.

Read more...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að því að opnir spjallfundir Hagsmunasamtaka heimilanna hefjist á ný að loknum sumarleyfum.

Fyrsti fundur vetrarins verður haldinn næstkomandi fimmtudag, þann 15. september, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9. Slíkir fundir verða svo haldnir mánaðarlega á komandi vetri líkt og síðasta vetur, en þeir verða auglýstir nánar hverju sinni.

Fundir sem þessir eru kjörinn vettvangur fyrir félagsmenn til að ræða þau mál sem brenna á þeim, jafnt sín á milli sem og við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Read more...

Hæstiréttur brást neytendum á Íslandi - HH kvarta til ESA

Hæstiréttur Íslands fór gegn ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins í máli Hagsmunasamtaka heimilanna um framkvæmd verðtryggðra neytendalána. Þetta er einsdæmi í sögu dómstólsins. Hæstiréttur dæmdi þvert á alþjóðlega samninga og skuldbindingar ríkisins um upplýsingaskyldu og neytendarétt.

Í nóvember síðastliðnum vógu hagsmunir fjármálastofnanna þyngra en neytendaréttur í æðsta dómsal landsins. Þessi dómur Hæstaréttar (243/2015) varpar ljósi á stöðu neytendaréttar á fjármálamarkaði á Íslandi og þá baráttu sem samtökin hafa staðið frammi fyrir í átta ár fyrir heimili landsmanna. Hagsmunasamtök heimilanna munu leita réttar íslenskra neytenda utan landssteinanna, því ekki er mögulegt að fá úr þessari réttaróvissu skorið hérlendis. Réttindabarátta samtakanna hefur því færst út fyrir landssteinana.

ESAbanner

Innan skamms munu samtökin senda formlega kvörtun til ESA (Eftirlitsstofnun EFTA) um framkvæmd verðtryggðra neytendalána og brot íslenska ríkisins á alþjóðlegum samningum um neytendarétt. Þetta er fyrsta skrefið í áframhaldandi baráttu samtakanna fyrir rétti neytenda á fjármálamarkaði. Í þjóðmenningarhúsinu þann 14. mars, síðastliðinn, lagði fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna fyrirspurn fyrir Carl Baudenbacher, forseta EFTA dómstólsins um fordæmi þess að farið sé gegn ráðgefandi áliti dómstólsins innan EFTA. Vísaði hann í ofangreindan dóm Hæstaréttar sem einsdæmi í þessu tilliti en við meðferð málsins lá fyrir ráðgefandi álit EFTA dómstólsins. Forseti dómstólsins benti einnig á að með því að fara gegn alþjóðlegum samningum og áliti dómstólsins gæti aðildaríki verið skaðabótaskylt gagnvart brotaþola.

Það er ótækt að fjármálastofnanir hérlendis séu ekki bundnar sambærilegri upplýsingaskyldu og framkvæmd lánasamninga eins og víðast hvar annars staðar. Í þessu tilliti brást Hæstiréttur íslenskum neytendum.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna