Menu
RSS
Frá Hagsmunasamtökum heimilanna

Frá Hagsmunasamtökum heimilanna (408)

Ályktun frá Ámunda á útifundi 30. jan. 2010

Eftirfarandi ályktun var borin upp á útifundi á Austurvelli 30. jan. 2010 af Ámunda Loftssyni og samþykkt af fundarmönnum með lófataki.

"Með réttlætingu í fjármálalegu neyðarástandi á Íslandi hafa ríkisstjórnir landsins hafið til vegs nýja yfirstétt. Með lagavaldi, erlendum lántökum og hertri skattheimtu er innistæðueigendum og fjárfestum hlíft við öllum afleiðingum þess að þeir með vaxtagræðgi sinni og óraunhæfum arðskröfum komu bankastarfsemi landsins í þrot haustið 2008.

Read more...

Fundur með Jóhönnu ekki með fulltrúum HH

Vegna orða Jóhönnu Sigurðardóttur í frétt Mbl.is, þá vilja Hagsmunasamtök heimilanna taka fram að enginn talsmaður Hagsmunasamtaka heimilanna eða aðili með umboð samtakanna var á fundi fulltrúa Nýrra tíma með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni í dag.  Vilji þau ræða við Hagsmunasamtökin þá verður það ekki í gegnum mótmælaaðgerðir eins og í dag, heldur á fyrirfram skipulögðum fundi.  Hagsmunasamtökin hafa lagt sig fram um fagleg og vel undirbúin vinnubrögð.  Kaffiboð með nokkurra mínútna fyrirvara fellur ekki undir það.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna er tilbúin að hitta forsætisráðherra og fjármálaráðherra hvenær sem er.  Við höfum þegar átt fund með mörgum aðilum, m.a. ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, og eigum fulltrúa í undirnefnd Velferðarvaktarinnar.  Viljum við því koma þeim skilaboðum til forsætisráðherra og fjármálaráðherra að nefna þann tíma sem þeim hentar að hitta okkur og við munum ekki láta bíða eftir okkur.

Samtökin harma að forsætisráðherra hafi þann skilning að fulltrúar Nýrra tíma hafi verið talsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna - sú er EKKI raunin.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna