Menu
RSS
Frá Hagsmunasamtökum heimilanna

Frá Hagsmunasamtökum heimilanna (401)

Íslendingar mótmæla

Töluverður fjöldi mótmælti við setningu Alþingis 1. okt. 2010. Megin krafan var það sem HH hefur barist fyrir þ.e. leiðrétting stökkbreyttra skulda heimilanna. Við nálgumst óðum þann veruleika sem samtökin vöruðu við frá upphafi. Skaðinn er þegar geigvænlegur. Hvenær ætla stjórnvöld að láta segjast? Hvað þarf að ganga langt til að menn fari að opna augun?

NÆSTU MÓTMÆLI ERU MÁNUD. 4. OKT. KL. 19:30 VIÐ AUSTURVÖLL

Read more...

Hæstaréttardómur er áfall fyrir lántaka

Hæstaréttardómur er féll 16. september, nákvæmlega 3 mánuðum eftir að sami réttur dæmdi gengistryggingu ólöglega, hefur ekki gert neitt til að draga úr óvissu með skuldastöðu lántaka gengistryggðra fasteignalána. Satt best að segja hefur óvissan aldrei verið meiri. Reikna má þó með að fjármálastofnanir telji sig vera komnar á beinu brautina og fjárnám og nauðungarsölur fari nú af stað af enn meiri þunga en þegar er orðið.

Hagsmunasamtök heimilanna minna á að greiðsluverkfall er enn í fullu gildi. Þúsundir hafa verið í greiðsluverkfalli í allt að tvö ár og nú munu bætast þúsundir í hópinn. Fleiri og fleiri telja glórulaust að setja peninga þá botnlausu hít sem kerfið er orðið.

Von er á ályktun Hagsmunasamtaka heimilanna vegna hæstaréttardómsins. Vinsamlega fylgist með heimasíðunni.

Read more...

Hópmálssóknir samþykktar

Neytendaréttur hefur unnið góðan áfangasigur með nýjum lögum um hópmálssóknir. Hópmálssóknir ganga út á að þrír eða fleiri aðilar sem ,,eiga kröfur á hendur sama aðila sem eiga rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings" geti stofnað ,,málssóknarfélag" í þessum eina tilgangi. Félagið er þá samnefnari félagsmanna og fer með þann rétt til málssóknar sem hver þeirra hefur sem einstaklingur eða lögaðili. Með nýju lögunum opnast möguleiki á að ná mun fyrr fram niðurstöðum í miklum fjölda lagalegra deilumála sem hafa hlotist af bankahruninu. Álagi á dómskerfið kann að létta í heildina miðað við það sem annars lá fyrir. Líkur aukast á að fleiri fá réttarbætur og eða niðurstöðu í málum og geti haldið áfram með lífið með slík mál að baki. HH hafa verið eindregnir talsmenn þessarar réttarbótar fyrir almenning og veitt nefndum Alþingis umsagnir ofl. í þessu sambandi. Við óskum Alþingi og þjóðinni til hamingju með þennan áfanga.

Read more...

Bréf Gunnars Tómassonar hagfræðings til Alþingis

Ritstjóri vefs HH vill vekja athygli lesenda á nýju bréfi Gunnars Tómassonar til Alþingismanna. GT bendir á mál sem eru mikið áhyggjuefni þ.e. að sú hugmyndafræði sem byggt hefur verið á við fjármálastjórn ríkja eins og Íslands gangi ekki upp. Þetta eru ekki bara fræðilegar vangaveltur lengur, almenningur hefur fengið að finna á eigin skinni hverjar afleiðingarnar eru.

Ágætu alþingismenn.

Fyrirhuguð endurreisn íslenzka hagkerfisins lætur á sér standa, svo vægt sé til orða tekið.

Verg landsframleiðsla (VLF) 2009 drógst saman um 6,5% á föstu krónuverði (upphafleg spá var 9,5%) en verðmæti VLF í gjaldeyri (dollurum) minnkaði um 28% (upphafleg spá var 20%).  Eins og nánar er rakið í hjálögðu bréfi mínu dags. 26. apríl sl. til Poul M. Thomsen, yfirmanns AGS í málefnum Íslands, gerir AGS ráð fyrir því að VLF á föstu krónuverði 2013 verði 4,3% hærra en VLF ársins 2008 en 25% lægra reiknað í gjaldeyri.  Í bréfinu setti ég fram ákveðnar athugasemdir varðandi greiðsluþol Íslands með hliðsjón af Brussel Icesave-viðmiðunum sem Mr. Thomsen hefur ekki tjáð sig um.

Read more...

Sparnaður gefur út reiknivél fyrir gengistryggð lán

Að áskorun formanns stjórnar HH ákvað stjórn Sparnaðar ehf að gefa frjálsan aðgang að reiknivél sem þeir hafa þróað fyrir gengistryggð lán. reiknivélin er í formi skjals fyrir töflureikni. Sparnaður brást fljótt og vel við ákoruninni og má nú hlaða reikninum niður af vefsíðu þeirra hér.

Það er von stjórnar HH að reiknivélin gefi fólki einhverjar hugmyndir um stöðu sinna mála en ekki er þó hægt að reikna með að nákvæm niðurstaða fáist í hverju máli með svo almennu tóli. Stjórn HH vísar á Sparnað ehf og vefsíðu þeirra varðandi allar frekari fyrirspurnir um þetta mál. Eins og gengur með þróun húgbúnaðartóla er þetta væntanlega verkefni í þróun. Við reiknum því með að Sparnaður ehf þiggi með þökkum allar ábendingar frá notendum um betrumbætur reiknivélarinnar. Þeir hafa tekið ábendingum HH mjög vel og reynt eftir fremsta megni að bæta og breyta eftir okkar ábendingum.

Read more...

Umboðsmaður Alþingis krefur SÍ og FME svara

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis hefur sent Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu fyrirspurn vegna tilmæla þeirra síðarnefndu til fjármálafyrirtækja varðandi dóm Hæstaréttar um lögmæti gengistryggingar lánasamninga. UA gefur engar undankomuleiðir í bréfinu. Svörin skulu tilgreina og rökstyðja lagagrundvöll og ásetning tilmælanna auk þess að afhend skulu þau gögn sem rökstuðningur og ákvarðanaferlið byggja á.

Read more...

Arion banki tekur af skarið

Arion banki hefur nú tekið afgerandi forystu meðal íslenskra banka í að leysa þann skuldavanda sem hefur hrjáð heimili þessa lands. Frjálsi fjárfestingabankinn og slitastjórn SPRON höfðu áður boðið viðskiptavinum sambærilegar tímabundnar lausnir vegna réttaróvissu gengistryggðra lána. Arion banki hefur greinilega unnið heimavinnuna sína en þeir funduðu síðast með fulltrúum Hagsmunasamtaka heimilanna þriðjudaginn 6. júlí. Þeir voru óvenju léttir á sér á þeim fundi og hlustuðu vel en gáfu ekkert uppi um fyrirætlanir sínar. Þeir komu okkur því skemmtilega á óvart með þessu útspili.

Read more...

"Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn"

Hagsmunasamtök heimilanna vinna að tilmælum sem verður beint til lántakenda vegna dóms Hæstaréttar. Tilmælin verða birt á heimasíðunni við fyrsta tækifæri. Stjórn HH gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að lántakar hafi bakhjarla í beinni árás fjármálastofnana á þeirra hag. SÍ og FME hafa nú tekið skíra afstöðu með lögbrjótandi fjármálafyrirtækjum gegn lántökum og virðast telja efnahagsstöðugleika byggjast á stuðningi við varglánastarfsemi. Þessari árás verður að hrinda og setja þessum stofnunum viðeigandi mörk.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna