Menu
RSS

Stuðningsyfirlýsing við tillögu Talsmanns Neytenda Featured

Stuðningsyfirlýsing

Hagsmunasamtaka heimilanna og Húseigendafélagsins

við

tillögu talsmanns neytenda um neyðarlög

______________________________________

Hagsmunasamtök heimilanna og Húseigendafélagið lýsa hér með yfir eindregnum stuðningi við tillögu talsmanns neytenda um neyðarlög í þágu neytenda um eignarnám fasteignaveðlána og niðurfærslu þeirra samkvæmt mati lögbundins gerðardóms. Tillaga þessi er vönduð og ítarlega rökstudd og í alla staði mjög virðingarvert framtak. Taka samtökin heilshugar undir þau sjónarmið og rök sem talsmaðurinn reifar og byggir tillögu sín á.

Í ljósi þeirrar neyðar sem orðin er og verður alvarlegri með hverjum deginum sem líður, skora ofangreind samtök á stjórnvöld að veita téðri tillögu og þeim sjónarmiðum sem hún er reist á brautagengi og slá með henni marglofaðri skjaldborg um fjölskyldur og heimilin í landinu. Brýnt er að bregðast skjótt við. Engan tíma má missa.

___________________________


Reykjavík, 30. apríl 2009f.h. Húseigendafélagsins. f.h. Hagsmunasamtaka heimilanna,

Sigurður Helgi Guðjónsson form. Þórður B. Sigurðsson form.

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna