Menu
RSS

Gengistryggð lán ólögleg? Featured

Húsfyllir á kynningarfundi Hagsmunasamtaka heimilanna um hópmálsókn

16. apríl kl. 20:00 héldu Hagsmunasamtök heimilanna kynningarfund vegna fyrirhugaðra málaferla gegn lánveitendum. Samtökin telja nauðsynlegt að dómstólar taki afstöðu til lögmæti skilmála verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána í ljósi þess hve forsendur þessara lána hafa breyst gríðarlega.  Undirbúningur að svona málsókn er þegar hafinn.  Er þetta m.a. gert í ljósi þess, að ríkisvaldið hefur ákveðið skilja lántakendur eftir með skellinn af hækkun höfuðstóls lánanna.

Framsögu höfðu Björn Þorri Viktorsson hrl., Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, og Hólmsteinn Brekkan, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna.

Gengistryggð lán ólögleg?

Meðal annars kom fram að mikill vafi leikur á lögmæti gengistryggðra húsnæðislána og bent var á skýringar með 13. og 14. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðbætur í því samhengi. Þar segir orðrétt: Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi.“

Smellið hér til að taka þátt í hópmálsókn.

Með fyrivara um hugsanlega betri rétt neytanda“

Hagsmunasamtök heimilanna telja málsókn mikilvæga til láta reyna á neytendasjónarmið, þar sem annar aðili í lánasamningi hafi sjaldnast nokkra sérþekkingu á lánamálum, hugsanlega breytingu höfuðstóls lánanna til langs eða skamms tíma eða geti haft á nokkurn hátt áhrif á slíka þróun, meðan hinn aðilinn hefur öll tök á að hafa áhrif á forsendur lánasamningsins sér í hag.  Björn Þorri, sem undirbýr hópmálsókn, vakti athygli á að nú þegar mikið er um ýmiss konar skuldbreytingarsamninga milli samningsaðila geti það skipt sköpum fyrir lántakendur að skrifa ekki undir nýja pappíra fyrirvaralaust. Í því samhengi benti hann fólki á að handskrifa við eigin undirskrift: „Með fyrivara um hugsanlega betri rétt neytanda“.

Miklar umræður sköpuðust og ljóst er að þung undiralda er í þjóðfélaginu málanna vegna. Rúmlega 100 manns sóttu fundinn.

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna