Menu
RSS

Frá Neytendastofu: Skilmálar myntkörfulána ólögmætir Featured

Neytendastofa Bankarnir léku þann leik grimmt í fyrra að hækka vaxtaálag sitt á erlendum lánum. Dæmi eru um að vaxtaálag/kjörvextir hafi verið hækkaðir sem nemur 111% (vaxtaálagið er í raun þóknun bankans og því um sjálftöku að ræða) og er vitað um dæmi þar sem slík hækkun á vöxtum hafi  þýtt kostnaðarauka fyrir fjölskyldu upp á rúma 1 milljón á ársgrundvelli á sama tíma sem hvoru tveggja höfuðstóll og afborganir fór hríðhækkandi vegna veikingar krónunnar og því eflaust margir ekki áttað sig á því um hvað væri að ræða.

Neytendastofa hefur úrkurað að Kaupþing hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán nr. 121/1994, vegna skilmála bankans á lánum í erlendri mynt með því að tilgreina ekki í skilmálum myntkörfulánssamnings með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytist.n.

Þar sem gera má ráð fyrir að margir hafi ekki áttað sig á hvernig málinu væri háttað, vilja samtökin vekja sérstaka athygli á þessu og benda þeim sem hafa myntkörfulán á að skoða hvort þetta eigi við um þeirra lán og jafnvel setja sig í samband við Neytendastofu v. sitt mál.

Frétt af RÚV: Skilmálar myntkörfulána ólögmætir

Skilmálar Kaupþings á myntkörfulánum eru ólögmætir.

Þetta kemur fram í ákvörðun Neytendastofu sem hefur haft málið til umfjöllunar. Lántakendur eiga rétt á leiðréttingu segir Brynhildur Pétursdóttir, fulltrúi Neytendasamtakanna. 

Neytendasamtökin sendu Neytendastofu mál eins lántaka sem leitað hafði til samtakanna, en Neytendastofa fer með eftirlit með neytendalögum.

Málið snýst um vexti á myntkörfulánum og í ákvörðun Neytendastofu segir að vextir á myntkörfulánum Kaupþings kallist kjörvextir. Þeir eru samansettir úr millibankavöxtum og sérstöku álagi sem Kaupþing ákveður einhliða og kallast kjörvaxtaálag. Þetta kjörvaxtaálag virðist hafa verið hækkað að hentugleika bankans. Á undanförnum tveimur árum hefur það hækkað úr 1% í 2.84%.

Neytendastofa hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að bankinn hafi brotið gegn lögum um neytendalög með þessu svokallaða kjörvaxtaálagi.

Brynhildur Pétursdóttir fulltrúi hjá neytendastofu segir að þegar að banki er með breytilega vexti beri bankanum að útskýra með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður, það hafi bankinn ekki gert. Hún segir lántakendur eiga rétt á leiðréttingu.

Rétt er að benda á að Kaupþing getur áfrýjað ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar neytendamála  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna