Menu
RSS

Úrsögn úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna Featured

Vegna framboðsmála minna fyrir Alþingiskosningar í apríl 2009 segi ég mig úr stjórn og sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Það samræmist ekki samþykktum samtakanna að stjórnarmaður sé jafnframt í framboði fyrir stjórnmálaflokk.

Hagsmunasamtök heimilanna eru samtök óháð stjórnmálaflokkum og taka samtökin ekki afstöðu til framboðs míns. Það hefur verið ánægjulegt en jafnframt lærdómsríkt að koma að stofnun samtakanna og ég veit að þau eiga eftir að vaxa með því góða fólki sem þar starfar.

Þórður B. Sigurðsson varaformaður mun taka við sem formaður samtakanna.

Kær kveðja,

Ásta Rut Jónasdóttir
Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna