Menu
RSS
Fréttir

Fréttir (22)

Ályktun Verkalýðsfélags Akraness

Fréttatilkynning frá Hagsmunasamtökum heimilanna

Hagsmunasamtök heimilanna fagna því að aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness skuli fyrst verkalýðsfélaga taka undir sjónarmið samtakanna um nauðsyn þess að leiðrétta beri skuldir heimilanna. Enn fremur kalla Hagsmunasamtök heimilanna eftir frekari stuðningi annarra aðildarfélaga ASÍ.

22. apríl 2009

Stórn Hagsmunasamtaka heimilanna

 

Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness haldinn 21. apríl 2009 skorar á íslensk stjórnvöld að grípa til tafarlausra aðgerða vegna gríðarlegs vanda heimilanna. Í dag eru um 40 þúsund einstaklingar með neikvæða eiginfjárstöðu sem nær til um þriðjungs allra heimila í landinu. Það er ljóst að neikvæð eiginfjárstaða heimilanna á einungis eftir að versna til muna því Seðlabankinn gerir ráð fyrir að fasteignaverð eigi eftir að falla um allt 50% að raungildi.

 

Read more...

Hjálparvakt tannlækna

Fjárhagslegar aðstæður margra heimila hafa breyst verulega til hins verra á síðustu mánuðum. Því miður sýnir reynslan að eitt af því sem foreldrar neyðast til að spara þegar þrengir að eru tannviðgerðir og eftirlit hjá börnum og unglingum. Dregið hefur stórlega úr þáttöku íslenskra stórnvalda í kostnaði vegna tannheilsu barna og við blasir gífurleg hætta á tannskemmdum og jafnvel vanlíðan barna og unglinga um þessar mundir. Í sumum tilfellum bíður fólk þess aldrei bætur. Tannlæknar hafa ákveðið að koma til móts við þau heimili sem erfiðast eiga uppdráttar með sjálfboðavinnu við skoðun og viðgerðir tanna hjá börnum og unglingum. Skorað er á barnafjölskyldur sem búa við kröpp kjör að nýta sér þetta tækifæri til ókeypis tannlæknaþjónustu fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri.

Read more...

Gengistryggð lán ólögleg?

Húsfyllir á kynningarfundi Hagsmunasamtaka heimilanna um hópmálsókn

16. apríl kl. 20:00 héldu Hagsmunasamtök heimilanna kynningarfund vegna fyrirhugaðra málaferla gegn lánveitendum. Samtökin telja nauðsynlegt að dómstólar taki afstöðu til lögmæti skilmála verðtryggðra og gengistryggðra húsnæðislána í ljósi þess hve forsendur þessara lána hafa breyst gríðarlega.  Undirbúningur að svona málsókn er þegar hafinn.  Er þetta m.a. gert í ljósi þess, að ríkisvaldið hefur ákveðið skilja lántakendur eftir með skellinn af hækkun höfuðstóls lánanna.

Read more...

Frá Neytendastofu: Skilmálar myntkörfulána ólögmætir

Neytendastofa Bankarnir léku þann leik grimmt í fyrra að hækka vaxtaálag sitt á erlendum lánum. Dæmi eru um að vaxtaálag/kjörvextir hafi verið hækkaðir sem nemur 111% (vaxtaálagið er í raun þóknun bankans og því um sjálftöku að ræða) og er vitað um dæmi þar sem slík hækkun á vöxtum hafi  þýtt kostnaðarauka fyrir fjölskyldu upp á rúma 1 milljón á ársgrundvelli á sama tíma sem hvoru tveggja höfuðstóll og afborganir fór hríðhækkandi vegna veikingar krónunnar og því eflaust margir ekki áttað sig á því um hvað væri að ræða.

Neytendastofa hefur úrkurað að Kaupþing hafi brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán nr. 121/1994, vegna skilmála bankans á lánum í erlendri mynt með því að tilgreina ekki í skilmálum myntkörfulánssamnings með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytist.n.

Þar sem gera má ráð fyrir að margir hafi ekki áttað sig á hvernig málinu væri háttað, vilja samtökin vekja sérstaka athygli á þessu og benda þeim sem hafa myntkörfulán á að skoða hvort þetta eigi við um þeirra lán og jafnvel setja sig í samband við Neytendastofu v. sitt mál.

Frétt af RÚV: Skilmálar myntkörfulána ólögmætir

Read more...

Úrsögn úr stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna

Vegna framboðsmála minna fyrir Alþingiskosningar í apríl 2009 segi ég mig úr stjórn og sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Það samræmist ekki samþykktum samtakanna að stjórnarmaður sé jafnframt í framboði fyrir stjórnmálaflokk.

Hagsmunasamtök heimilanna eru samtök óháð stjórnmálaflokkum og taka samtökin ekki afstöðu til framboðs míns. Það hefur verið ánægjulegt en jafnframt lærdómsríkt að koma að stofnun samtakanna og ég veit að þau eiga eftir að vaxa með því góða fólki sem þar starfar.

Þórður B. Sigurðsson varaformaður mun taka við sem formaður samtakanna.

Kær kveðja,

Ásta Rut Jónasdóttir
Read more...

Heimavarnarlið gegn útburði af heimilum

Þar sem að enn er verið að bera fólk út af heimilum sínum, fólk sem getur ekki lengur greitt skuldir sínar vegna hrunsins, hefur verið stofnað heimavarnarlið sem mun "berjast með öllum ráðum gegn útburði fólks úr sínum heimilum."

Heimsækið Facebook síðu hópsins til að leggja honum lið.

"Af Facebook síðunni: "Við ætlum að standa saman og koma í veg fyrir að fjölskyldur verði bornar út á götuna. Það er byrjað að hóta fólki útburði vegna gjaldfallinna skulda þrátt fyrir loforð nýrra ríkisstjórnar. Þetta finnst mér vægast sagt stór alvarlegt mál og er mikilvægt að við stöndum saman. Myndum skjaldborg utan um heimilin!"

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna