Opinn spjallfundur um málefni heimilanna
- Published in Frá Hagsmunasamtökum heimilanna
Kæru félagsmenn.
Næsti opni spjallfundur vetrarins verður haldinn í Café Meskí, Fákafeni 9, þriðjudaginn 3. nóvember næstkomandi kl. 20-22. Hittumst og spjöllum saman um það sem brennur á okkur. Stjórnarmenn samtakanna verða á staðnum til að fara yfir málin með félagsmönnum. Við viljum heyra hvað ykkur liggur á hjarta. Umræðuefnið er frjálst og til dæmis má ræða um nauðungarsölur, verðtrygginguna, skuldaleiðréttingar, vaxtamál og fleira sem viðkemur málefnum heimilanna. Stefnt verður að því að halda fleiri slíka fundi í vetur.
Fundurinn verður í innri sal Café Meskí. Næg bílastæði. Gaman væri að sjá sem flesta.
Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.