Menu
RSS

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn.

Næsti opni spjallfundur vetrarins verður haldinn í Café Meskí, Fákafeni 9, þriðjudaginn 3. nóvember næstkomandi kl. 20-22. Hittumst og spjöllum saman um það sem brennur á okkur. Stjórnarmenn samtakanna verða á staðnum til að fara yfir málin með félagsmönnum. Við viljum heyra hvað ykkur liggur á hjarta. Umræðuefnið er frjálst og til dæmis má ræða um nauðungarsölur, verðtrygginguna, skuldaleiðréttingar, vaxtamál og fleira sem viðkemur málefnum heimilanna. Stefnt verður að því að halda fleiri slíka fundi í vetur.

Fundurinn verður í innri sal Café Meskí. Næg bílastæði. Gaman væri að sjá sem flesta.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Read more...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn.

Næsti opni spjallfundur vetrarins verður haldinn í Café Meskí, Fákafeni 9, miðvikudaginn 2. desember kl. 20-22. Hittumst og spjöllum saman um það sem brennur á okkur. Stjórnarmenn samtakanna verða á staðnum til að fara yfir málin með félagsmönnum. Við viljum heyra hvað ykkur liggur á hjarta. Umræðuefnið er frjálst og til dæmis má ræða um nauðungarsölur, verðtrygginguna, skuldaleiðréttingar, vaxtamál og fleira sem viðkemur málefnum heimilanna.

Fundurinn verður í innri sal Café Meskí. Næg bílastæði. Gaman væri að sjá sem flesta.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Read more...

Félagsfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 27. mars 2014

Félagsfundur HH 2014 verður haldinn næstkomandi fimmtudagskvöld undir yfirskriftinni "Afnám verðtryggingar neytendalána - nefndir en engar efndir".

Staður og stund:  Fimmtudagur 27. mars kl. 20-22 í sal Stýrimannaskólans við Háteigsveg.

Fundarstjóri: Pálmey Gísladóttir

 

Dagskrá:


1.    Setning fundar og ávarp: Vilhjálmur Bjarnason, formaður HH.

2.    Erindi Ólafs Ísleifssonar, hagfræðings.

3.    Umræður og fyrirspurnir úr sal.

 

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Allir velkomnir!

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna