Menu
RSS

Fundargerð stofnfundar

Háskólinn í ReykjavíkStaður: Háskólinn í Reykjaví, Ofanleiti, salur 132

Tími: 15 janúar kl. 20:00 - 22:30

Fundarstjóri: Vésteinn Gauti Hauksson

Fundarritari: Arney Einarsdóttir

Dagskrá:

  1. Framsögur
  2. Samþykktir félagsins og stofnun
  3. Kynning frambjóðenda í stjórn og kosning stjórnar
  4. Drög að ályktun fundarins lesin og umræður um hana
  5. Almennar umræður

Framsögumenn voru Friðrik Ó Friðriksson og Ólafur Garðarsson (smellið á nöfnin til að lesa ræður)

Rædd voru lög félagsins og samþykktar breytingar samkvæmt tillögum fundarmanna. Greinum 3, 11 og 12 var breytt en ákveðið að kalla saman aðalfund eins fljótt og hægt væri til að félagsmenn geti fengið að yfirfara nýjar tillögur stjórnar um nánari útfærslu á lögunum.

Félagið var stofnað með lófaklappi í kjölfarið á ofangreindri samþykkt.

Kosning stjórnar. Í framboði voru:

Þorvaldur Þorvaldsson, Ragnar Þór Ingólfsson, Þórður B. Sigurðsson, Ragnar Þór Ingólfsson, Ólafur Garðarsson, Óli Antonsson, Jakob Þór Haraldsson, Hólmsteinn A. Brekkan, Guðlaug Steinunn Kristófersdóttir, Erlendur Steinar, Arney Einarsdóttir, Axel Pétur Gylfason, Friðrik Ó. Friðriksson, Vésteinn Gauti Hauksson, Ásta Rut Jónasdóttir, Sævar Finnbogason, Steinn Finnbogason, Marínó Njálsson.

Frambjóðendur kynntu sig stuttlega og fundarmenn kusu með því að rita sjö nöfn á miða og talning hófst utandyra.

Þorvaldur Þorvaldsson flutti tillögu að ályktun fundarins. Fram fór umræða um ályktunina. Orðalag var leiðrétt en í lokin var ákveðið að fela nýkjörinni stjórn að klára ályktunina með tilliti til athugasemda fundarmanna og senda á fjölmiðla.

Almennar umræður á meðan talning atkvæða fór fram.

Úrslit kosninga lesin upp. Ný stjórn kynnt

Arney Einarsdóttir

Ásta Rut Jónasdóttir

Ólafur Garðarsson

Steinn Finnbogason

Vésteinn Gauti Hauksson

Friðrik Ó. Friðriksson

Þórður B. Sigurðsson

Varamenn: Þorvaldur Þorvaldsson, Marínó G Njálsson, Axel P Gylfason,  Sævar Finnbogason, Guðlaug Steinunn Kristófersdóttir, Vilhjálmur Ármannsson.

 

22:30 Fundarslit með lófataki og húrrahrópum.

Last modified onTuesday, 14 May 2013 12:00
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna