Menu
RSS

"Gengislánin eru ekki flókið mál" Featured

Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar athyglisverða grein um gengisbundnu lánin á vefinn pressan.is. Ásthildur hittir naglann á höfuðið hvað varðar óhugnanlega samvinnu stjórnvalda og fjármálakerfis gegn réttindum almennra borgara.

Útdrátttur:

"En áður en lengra er haldið er líka ástæða til að skoða nokkra þætti sem eiga að liggja til grundvallar í svokölluðu „réttaríki“; þar eiga, samkvæmt því sem ég best veit, mannréttindi að vera virt, allir vera jafnir gagnvart lögum, og stjórnmálamenn og fjársterkir aðilar eiga ekki að geta kúgað eða misnotað þá sem minna mega sín í krafti aflsmunar, svo nokkur grundvallaratriði sé nefnd."

....

"En þessi niðurstaða var ekki alveg að henta bönkunum eða leppum þeirra í ríkisstjórninni og nú breyttist söngur þeirra töluvert. Allt í einu var farið að syngja um „sanngirni“, þessi mál yrði að skoða með sanngirni að leiðarljósi, einnig var farið að söngla um „ósanngirni“, það væri nefnilega svo afskaplega ósanngjarnt gagnvart fólkinu með verðtryggðu lánin ef „gengislánafólkið“ fengi lánin sín á þessum kjörum. Ég man ekki hafa heyrt minnst á þetta óréttlæti á meðan málin sneru á hinn veginn."

Lesið all greinina hér.

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna