Menu
RSS

Kallar á þjóðarsátt Featured

Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri Búseta á Akureyri birtir á vefriti sínu bensi.is

"Hafa ber í huga;
Innistæðueigendur fengu allt sitt greitt út í hönd – með ýktum verðbótum og vöxtum -  sem gáfu þeim ávöxtun vegna Hrunsins.

Alþingi Íslendinga breytti kröfuröð á föllnu bankana - - með neyðarlögum og 100% innistæðutryggingum – sem handfluttu  amk. 800 milljarða umfram lögbundin lágmarksviðmið frá þrotabúum bankanna og til fjármagnseigenda – einkum ríkra einstaklinga og sjóða – en skildu á sama tíma við endurreista banka með ótakmarkað innheimtuleyfi á stökkbreyttan höfuðstól verðtryggðra lána almennings og atvinnurekstrar.

Alþingi Íslendinga raskaði með þeirri aðgerð einni og sér svo harkalega því jafnræði sem virða  þarf í lýðræðisríki til að samheldni sé varðveitt - - að halda má því fram að ALÞINGI skuldi almennum lántakendum og venjulegum fyrirtækjum sem voru í rekstri fyrir hrun - - íhutandi inngrip til að takmarka innheimtuheimildir fjármálakerfisins og kröfuhafanna. "

Lesa alla greinina

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna