Menu
RSS

Hverjir hagnast á háum vöxtum? Featured

Þegar flett er í gegn um Tíund, upplýsingar og fréttarit ríkisskattstjóra kemur stundum ýmislegt athyglisvert í ljós. Við viljum vekja athygli lesenda á nokkrum súluritum og hvað þau segja okkur.

 

Þegar flett er í gegn um Tíund, upplýsingar og fréttarit ríkisskattstjóra kemur stundum ýmislegt athyglisvert í ljós. Við viljum vekja athygli lesenda á eftirfarandi þremur súluritum. Það fyrra segir okkur frá fjármagnstekjum fjármagnseigenda. Þeir sem eiga yfir 100 milljónir eru 3632 fjölskyldur. Þessar fjölskyldur taka inn upp undir 70 milljarða af öllum fjármagnstekjum og eiga næstum helming af öllum eignum sem eru í einkaeigu.

Þeir sem eiga undir 100 milljónir eiga fé sitt bundið að mestu í fasteignum. Stærsti hlutinn eiga íbúðir sem eru samkvæmt fasteignamati á milli 20-30 milljónir (um 21 þúsund heimili). Þetta eru ekki hreinar eignir sem hér eru taldar upp eins og kemur fram í næsta súluriti. Mestur hluti þeirra sem eiga fasteignir undir 40 milljónir skulda stóran hluta eða jafnvel meira en sem nemur fasteignamati (yfir 80 þúsund heimili). Þeir sem eiga yfir 100 milljónir skulda í heildina um 120 milljarða á móti þeim 750 miljjörðum sem hér koma fram (það skal enginn segja okkur að allar erlendar eignir séu taldar fram hér).

Þeir eignaminnstu eiga ekki mikið í fasteignum en skulda langt umfram eignir. Þeir sem eiga á milli 10-30 milljónir hafa sett nánast allt sitt fé í fasteignir (um 50% allra heimila). Þeir sem eiga undir 40 milljónum skulda mikið hlutfallslega. Þetta eru þeir hópar sem borga lungan af fjármagnstekjum þeirri eignameiri. Þetta er meirihluti borgaranna (yfir 80 þúsund heimili) og hryggjarstykkið í vinnuframlagi og verðmætasköpun samfélagsins. Þetta eru þeir sem verða verst fyrir barðinu á stökkbreyttum verðtryggðum lánum. Yfir 100 milljóna hópurinn er kannski um 3,5% samfélagsins. Þessi hópur fær mestan hluta þess virðisauka sem samfélagið skapar. Aðallega í gegn um háa vexti. Þessi gröf sýna okkur mjög vel hverjir eru skjólstæðingar hávaxtastefnu stjórnvalda.

Eftir eitt ár eða tvö verður ofangreind mynd gjörbreytt þ.e. með óbreyttri stefnu kerfisins um eignaupptöku í gegn um háa vexti (vextir + verðbreytingarákvæði). 1. des. lækkar fasteignamat um 8,6% (þetta er í raun lækkun frá síðasta ári). Rauðu súlurnar munu hækka hjá neðstu eignahópunum. Þegar rauðu súlurnar fara yfir þær bláu færast hlutirnir hratt til hins verra. Þeir sem eru með miklar eignir og litlar skuldir eins og þá sérstaklega þeir sem eiga yfir 100 milljónir munu væntanlega ýmist standa í stað eitthvað lengur eða eignast meira í gegn um nauðungarsölur og slíkt.

 

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna