Menu
RSS

Neytendabylting Featured

Aðsend grein frá Agnesi Arnardóttur

Það sem er að gerast núna í íslensku þjóðfélagi er ekki til þess fallið að skapa hér lífvænlega búsetu. Hver höndin upp á móti annarri. Krafa um að stjórnvöld og alþingismenn geri eitthvað... eitthvað... eitthvað... En hvað með okkur sjálf.?

Eigum við ekki að gera eitthvað. Eigum við að láta bjóða okkur þetta bull endalaust. Ég hvet ykkur samlandar mínir sem eruð í sömu stöðu og ég að líta í spegill og horfast í augu við ykkur sjálf og spyrja ykkur þeirra einföldu spurninga

„ ætla ég að láta bjóða mér þetta“

„ætla ég að láta troða á rétti mínum og kúga mig til hlýðni“

ef svarið er „ nei.. ég ætla ekki að láta bjóða mér þetta“


þá er bara eitt ráð við því. Taka ábyrgð á eigin lífi og vera virk. Standa upp úr stólnum, fara frá skjánum og framkvæma. Saman veitum við stjórnvöldum, fjármálastofnunum og fyrirtækjum það aðhald sem þeim er nauðsynlegt til að hér þrífist fjölbreytt og gott mannlíf.

Byrjum á bönkunum... hættum að skipta við stóru bankana, hættum að skapa þeim tekjur... lokumöllum reikningum, launareikningi, kortum og flytjum okkar viðskipti annað. Það er fullt af litlum Sparisjóðum út um allt land. Að þessu loknu þá hættum við að borga af lánunum okkar hjá þessum stofnunum. Ef þetta dugar ekki til að menn vakni og sjái að það er ekki hægt að bjóða fólki hvað sem er . Þá förum við öll á sama tíma og lýsum okkur gjaldþrota. Ef við öll 40.000 heimili og 5.000 lítil
og meðalstór fyrirtæki gerum þetta þá virkar það og bankarnir eru neyddir til að semja við okkur. Færa öll ólöglegu gengislánin yfir í íslenskar krónur á því gengi sem var þegar þau voru tekin. Vexti verði síðan í samræmi við það sem þekkist annarsstaðar í nágrannalöndum okkar. Tekið verði viðmið verðtryggingar síðustu 10 árin fyrir hrun og það meðaltal verði notað við leiðréttingu höfuðstóls. Þetta á eingöngu við um útlán. Látið ekki segja ykkur að þetta sé ekki hægt.

Næst þá stoppum við kennitöluflakk. Hættum að skipta við þau fyrirtæki og stofnanir sem stunda kennitöluflakk. Fyrirtæki sem skipta um kennitölu gera það vegna þess að þau ráða ekki við þær skuldir sem hvíla á gömlu kennitölunni. En hver borgar svo þær skuldir??

Þau koma svo aftur út á markaðinn og keppa við hina sem reyna að standa við sitt. Fyrirtæki lifa ekki án viðskiptavina.. munið það. Hvert viljið þið að launin ykkar fari...? Til stofnana sem ræna ykkur um hábjartan daginn og sniðganga lög eða til fyrirtækja sem hafa aukið skuldabyrgði ykkar til mikilla muna.

Að lokum stoppum við óhóflegar álögur frá ríkisvaldinu ... hættum að kaupa þær vörur sem eru með óhóflega háum vörugjöldum og stuðla að hækkun vísitölu.

Að vera virkur neytandi kostar þó nokkra vinnu og er erfitt fyrst en verður svo bara auðveldara. Því fyrr sem stjórnvöld, fjármálastofnanir og fyrirtæki átta sig á því að okkur er alvara og látum ekki bjóða okkur hvað sem er því betra fyrir alla.

Samstaða er mikill máttur.... notum hann!!!!

Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna