Menu
RSS

Hófsamur málflutningur? Featured

Ritstjóri vefs þykir ástæða til að vekja athygli lesenda á grein eftir Ármann Jakobsson á Smugunni. Það vekur athygli okkar hvernig Ármann sér m.a. félagsmenn HH sem efnafólki ofl. í þeim dúr. Í greininni er augljóslega alið á fordómum gagnvart lántökum. Lántakar þ.e. í það minnsta þeir sem hafa mótmælt órétti eru settir til hliðar sem ákveðin tegund af fólki sem ekur um á glæsibifreiðum og skartar jafnvel eðalsteinum. Málflutningur af þessu tagi er ekki nýr af nálinni en satt best að segja vorum við að vonast eftir upplýstari umræðu. Allra síst áttum við von á slíkum framsetningum frá jafn lærðum manni og greinarhöfundur er.

Vísað er á greinina hér núna sem skólabókadæmi um alhæfingar og sleggjudóma gegn hópum fólks. Vonandi er þetta ekki almennt viðhorf innan VG, þ.e. þess stjórnmálaflokks sem Ármann Jakobsson styður og reyndar vitum við að svo er ekki.

Félagsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna eru nefnilega úr öllum stjórnmálahreyfingum auk óflokksbundina, af öllum trúarbrögðum, af öllum litarhöftum, af mörgum þjóðernum, og öllum sambúðarformum. Félagsmennirnir eru þannig þverskurður af samfélaginu og verða ekki dregnir í einn dilk. Félagsmenn eiga það þó sameiginlegt að vilja leysa þann gríðarlega skuldavanda sem heimili landsmanna standa frammi fyrir. Sá skuldavandi hefur skapast að stórum hluta vegna forsendubrests af völdum fjársvikastarfsemi en einnig vegna kerfislægra galla sem felast m.a. í lítt duldu vaxtaokri. Það vaxtaokur er t.d. falið í verðtryggingunni og við erum sammála Ármanni um að hana þurfi að afnema fyrr en síðar. Jafnframt eru 80% landsmanna á þessari sömu skoðun samkvæmt könnun HH fyrir rétt rúmu ári síðan.

 

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna