Menu
RSS

Bréf frá fyrrum bankastjóra í Kanada Featured

Eftirfarandi pistill kemur frá Tom Jefferson, Íslandsvin og fyrrum bankastjóra fjárfestingabanka í Kanada. HH tekur ekki afstöðu til skoðana hans á Icesave málinu en takið eftir hvað hann segir um peningamálin, stöðu banka og hvernig peningar eru "framleiddir" í vestrænum hagkerfum. Greinin kom upphaflega á ensku og Jóhann Ágúst Hansen þýddi hana okkur til mikillar ánægju.

Grein eftir Tom Jeffersson.
Þýðandi: Jóhann Ágúst Hansen

“Orð skulu standa”

Mér hefur verið sagt að á ensku þýði þessi orð “Words shall stand” eða jafnvel, “honor your promise”.
Við höfum svipuð orðatiltæki á ensku: “A promise made is a debt unpaid” og “Stand by your word”, eru tvö algengustu.
Að ganga á bak orða sinna er alvarlegt mál. Þetta vita bankamenn og þeir treysta á samvisku þína sem helsta vopn sitt í ánauð okkar.

Ég þarf að segja ykkur stutta sögu á meðan þið veltið komandi þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir ykkur.
Fyrir þúsund árum átti ríkt fólk þræla. Þrælarnir sáu um öll lítilverðugu verkin, erfiðisverkin, byggingastörf, landbúnaðarstörf og fiskveiðar, eldamennsku og þrif fyrir eigendur sína. Þegar fjöldi þræla jókst óttuðust eigendur þeirra að missa stjórnina. Hvað myndi gerast ef þrælarnir gerðu uppreisn? Lögregla var fáliðuð og fá vopn til reiðu til að stjórna svo stórum hópum. Það hlyti að vera til betri leið til þess að halda þræla og láta þá halda að þeir væru frjálsir og að þeir hefðu í raun frjálsan vilja.

Eigendur þrælanna áttuðu sig á þeim ókostum sem fylgdu beinu þrælahaldi; fæði, föt, húsaskjól og umhirða var hvort tveggja ergjandi og kostnaðarsamar skyldur. Lausn á þessu vandamáli sem fékk þrælana til að halda að þeir væru frjálsir var í sjónmáli, og einhvern tímann á miðöldum átti breytingin frá beinu þrælahaldi yfir í efnahagslegt þrælahald sér stað.

Efnahagslegt þrælahald veitti fyrrum þrælum, sem nú voru kallaðir verkamenn, rétt nægt fé til þess að eiga fyrir grunnþörfum sínum, mat og svefnaðstöðu. Fyrir utan þessa einföldu breytingu, þá hafði lítið breyst. Það var mikilvægt að halda þeirri tálsýn að “verkamönnunum” að þeir væru frjálsir og sjálfstæðir; láta þá halda að þeir hafi val, þegar raunveruleikinn var sá að þeir voru að vinna sömu störfin og áður fyrir sömu eigendurnar.
Falskt peningakerfi gerði efnahagslegt þrælahald mögulegt, og regla sem sett var fyrir mjög mörgum árum síðan er enn við lýði í dag: “Ekki má, undir neinum kringumstæðum, kenna þrælunum hvað peningar eru og hvernig þeir verða til”.

Finnst ykkur það ekki undarlegt að í öllum skólum, í öllum löndum heimsins í dag, er ekkert kennt um peninga? Hvað eru peningar? Hvernig eru þeir búnir til? Hvernig verður verðgildi peninga til? Hvernig er hægt að stela þeim með leynd? Hvað er verðbólga? Peningar verða að virka alla daga í daglegu lífi einstaklinganna, samt vitum við nánast ekkert um þessi (mjög svo mikilvægu) spursmál.

Eitt sinn höfðu peningar raunverulegt virði. Gullið og silfrið sem Egill kom með til Íslands væru enn í dag mikill fjársjóður. Gull og silfur hafa raunverulegt virði því vinnuafl og tími er nauðsynlegur til að vinna það. Framboð á þeim er takmarkað og það er hægt að nota þá í ýmsum tilgangi í samfélaginu. Þessir þættir gerir þá verðmæta, þannig að fólk veit að það getur skipt þeim fyrir vörur og þjónsustu. Núna, í bankakerfi sem í byrjun sagði að pappírspeningar væru skiptanlegir í gull og silfur, hefur þetta loforð verið brotið, og skilið okkur eftir með fallega pappírssnepla – seðla sem ekki byggja á gullfæti.

Á þessum tímapunkti, í þessari litlu sögu mun ég setja fram nokkrar staðreyndir um seðla sem ekki eru byggðir á gullfæti. Athugið hvort það sé eitthvað vit í þeim. Það er ekki nóg að okkur sé ekki kennt neitt um peninga því ósjálfrátt hunsum við allan skilning á hugtakinu jafnvel þegar skýringar eru settar fyrir framan okkur.

Seðlar sem byggja ekki á gullfæti eru búnir til úr engu. Aðeins 4% af peningum í heiminum eru mynt. Afgangurinn, 96% af öllum peningum eru tölur í tölvum. Ómálmtryggðir seðlar eru gefnir út sem skuld. Skuld jafngildir peningum. Peningar eru jafngildir skuld. Ef allar skuldir heimsins yrðu greiddar upp, þá væru ekki til neinir peningar – allir peningar myndu hverfa. Bankar hafa ekki peninga til að lána. Bankar hafa einungis hæfileikann til að búa til peninga úr engu (kallað á ensku: frational reserve banking og felur í sér ákveðna bindiskyldu bankans sem lánar meirihluta innlána aftur). Allir nýir peningar í umferð sem búnir eru til úr engu eru gefnir út sem ný skuld, en vaxtagreiðslur á þessa peninga eru ekki til. Vaxtagreiðslupeningarnir hafa ekki enn verið búnir til. Það verður að stela vaxtagreiðslunum, eða berjast fyrir þeim, af því peningamagni sem er í umferð, og tryggja þannig skort og gjaldþrot. Þannig verður ávallt að auka peningmagn í umferð, og  þegar prentaðir eru meiri peningar, rýrnar virði þeirra peninga sem eru í umferð. Þetta er kallað verðbólga, og er eitt form þjófnaðar, sem fáir skilja. Bankar fá að halda eftir vöxtum á öllum þessum skuldum og ef lántakandinn fer í þrot, fá bankar að halda eftir eignum hans – þannig vinnur bankinn alltaf og lántakandinn tapar alltaf. Þegar peningar eru búnir til með skuld og vextir reiknaðir á hana verður til veldisvöxtur, sem þýðir að heimurinn verður að búa til meiri og meiri skuldir, sem mun leiða til alheimsfjármálakreppu. Þessi fjármálakreppa hófst á Íslandi 9. október 2008. Síðan þá hafa bankamenn um heim allan reynt að draga loftið úr fjármálablöðrunni með því að búa til trilljónir af nýjum skuldum. Í lokin munu bankamenn fá allar eignir, og almenningur vera í lífstíðaránauð.

Er þetta ekki skýrt? Ekki? Í hnotskurn snýst bankastarfsemi um eftirfarandi: “Lánum fólki peninga sem eru ekki til og rukkum vexti af þeim”. Nútíma bankastarfsemi er svo sannarlega svindl til að ná fram efnahagslegu þrælahaldi. Við þurfum í raun ekki á bönkum að halda, stjórnvöld geta búið til peninga án vaxta.

Það sem er að gerast í heiminum í dag er að veldisvöxtur peninga (gefnir út sem skuldir) vex nú lóðrétt upp, og nú þegar einstaklingar taka ekki lán, eru spilltir stjórnmálaleiðtogar í stærstu löndunum að setja stjórnvöld á hausinn með því að taka ný lán og láta bankamenn fá peningana, hina sönnu húsbónda heimsins. Obama, Brown og Trichet (ESB) eru að auka skuldir skattgreiðenda með ógnarhraða og færa komandi kynslóðir í greiðsluánauð og gefa þessa peninga til bankamanna sem krefjast sífellt hærri og hærri vaxtagreiðslna – fyrir peninga sem voru upphaflega búnir til úr engu.

Fleiri og fleiri lönd er að nálgast þá stöðu sem Ísland er nú í. Þau hafa orðið gjaldþrota vegna falsks peningakerfis. Kafað er í eftirlaunasjóði, eignir ríkisins eru seldar á hrakvirði, heilsugæsla og innviðir samfélgasins eru skornir niður og, í auknu mæli, er fleira og fleira fólk sem er í ánauð farið að líta til Íslands til að fylgjast með hvað þið gerið, í von um að þið hafið styrk til þess að berjast gegn þessum þjófum.

Þjóðaratkvæðagreiðslan ykkar er miklu stærra mál en flesta grunar. Allur heimurinn er að fylgjast með hvort þið getið unnið hina fölsku og illu gervipeningavél.

“Orð skulu standa”

Ég segi, sem fyrrverandi bankastjóri, að þetta er loforð sem þið verðið að brjóta í þágu Íslands, og í þágu milljón manna um heim allann. Þið eigið ekki að greiða til baka eina krónu, eina evru eða eitt sent.

Þúsundir á þúsundir manna um heim allann eru að senda ykkur styrk, góða orku og ást til þess berjast við þessi illu öfl.

Við styðjum ykkur.

Eftirfarandi er greinin á frummálinu:

"Orð skulu standa"

I am told in English this means, 'Words shall stand' or perhaps, 'honour your promise'.

We have similar sayings: 'A promise made is a debt unpaid' and 'Stand by your word', are two popular ones.

Breaking a promise is a serious matter. Bankers know this and they are counting on your own guilt as their greatest weapon for your future slavery.

I have a little story for you as you contemplate the upcoming referendum.

Thousands of years ago rich people owned slaves. These slaves did all the menial work, heavy lifting, construction, farming and fishing, cooking and cleaning for their masters. But as the population of slaves increased to large numbers, the masters worried about keeping control. What would happen if the slaves revolted? There were only limited numbers of police and weapons to try and control such a crowd. There had to be a better way, to keep the slaves but get them to believe they were free and really did have free choice.

The masters also realized the disadvantages of direct slave ownership; the feeding, clothing, housing and caring were both annoying and costly. A solution was indeed found to make the slaves think they were free, and somewhere in the middle ages a conversion took place from outright slave ownership to economic slavery.

Economic slavery gave the former slaves, now called, 'workers', just enough money to cover their own costs of living, eating, and sleeping. Other than this simple adjustment, little else changed. It was important to give the 'workers' the illusion of freedom and independence; let them believe they had free choice, when reality was, they were doing the same labours as dictated previously by the masters.

Economic slavery is made possible through a false money system, and a rule that was made so many years ago and is still enforce today; "never-ever teach the slaves what money is and how it is created."

Does it not seem strange to you that in every school system, in every country of the world today, nothing is taught about money? What is money? How it is created? What gives value to money? How it can be secretly stolen? What is inflation? Money is required to function in almost every day of every one's existence, yet we know little to nothing about these (extremely important) questions.

At one time, money had real value. The gold and silver that Egill brought to Iceland would still be worth a fortune today. Gold and silver have real value because labour and effort were required to produce them. They are in limited supply and have multiple uses within a society. That gives them value, so that people know they can trade them for goods and services. Yet, where the current banking system started out saying that their paper money was exchangeable into gold and silver, that promise is now long gone, leaving us with pretty pieces of paper - fiat money.

So here, in this little story I will make some statements about fiat money. See if they make any sense to you. Not only are we taught nothing about money, but we are conditioned to dismiss our understanding even when descriptions are presented in front of our very eyes.

Fiat money is made out of thin air. Only 4% of all money is in the form of paper or coins. The remaining 96% of all money are numbers on computers. Fiat money is issued as debt. Debt equals money. Money equals debt. If all debts in the world were paid off, there would be no more money - all money would disappear. Banks have no money to lend. Banks only have the ability to create money out of thin air (called: fractional reserve banking). All new money created out of thin air is issued as new debt, but the interest payments for that money do not exist. The interest payment money has not yet been created. Interest payments have to be stolen, or fought for, out of the previously exiting money supply, guaranteeing scarcity and bankruptcy. So, the money supply has to always increase and the more money printed, the value of existing money decreases. This is called inflation, and is a form of theft, understood by very few. Banks get to keep the interest on all these debts and if the debtor defaults, banks get to keep the property - win, win for the banks, and lose, lose for the debtors. Creating money as debt and charging interest on it creates exponential growth, which means the world has to create greater and greater amounts of debt, which will lead to a total world financial collapse. That collapse started with Iceland October 9th, 2008. Since that time the world bankers have been trying to re-inflate the financial bubble by creating 'trillions' in new debt. In the end, the bankers end up with all the assets, and the peoples of the world end up with lifetimes of servitude.

Make sense? No? To explain banking in a nutshell: "Loan people money that doesn't exist and charge them interest on it." Modern banking is truly a scam for economic slavery. In fact we do not even need banks, our governments can create money interest free.

What is happening in the world today is that the exponential growth of money (issued as debt) has gone vertical, and now that individual people have stopped borrowing new debt, corrupt political leaders of major countries are bankrupting their governments with new debt to give this money to the bankers, the true masters of the globe. Obama, Brown, and Trichet (EU) are exponentially increasing the taxpayer debt, enslaving these people for generations and giving the money to the bankers who demand ever more and more interest payments - all for money that they originally created out of thin air.

More and more countries are coming to the same position that Iceland is in. They are bankrupted by the false money system. Pension plans are being seized, government assets are being sold for pennies on the dollar, health care and social structures are being removed, and increasingly, more and more enslaved people are turning to watch Iceland to see what you will do, hoping you will have the strength to fight these looters.

Your referendum is a much bigger issue than many believe. The whole world is watching to see if you can defeat the false and evil fiat money machine.

"Orð skulu standa"

As a retired Bank Director, I am saying this is a promise you should break, for the sake of Iceland, and for the sake of millions of other people in the world. You should not repay 1 Krona, or 1 Euro or 1 cent.

Thousands upon thousands of people on this planet are sending you strength, good energy and love to battle these forces of evil. We support you!

 

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna