Menu
RSS

"Fögur er hlíðin" Featured

Ritstjóri heimilin.is vill vekja athygli lesenda á kjarnyrtri grein Bjargar Evu Erlendsdóttur á Smugunni um "uppáþrengjandi boðflennur".

"Fögur er hlíðin, sagði Gunnar Páll Pálsson, formaður VR og safnaði liði. Hið sama sagði Davíð Oddsson og beit í skjaldarrendur bak við virkisveggi Seðlabankans. Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari skekur vopn, þótt hann geti aðeins gegnt hluta af því og hætta sé talin á að hann flækist fyrir stærstu efnahagsbrotarannsókn Evrópu. Baldur Guðlaugsson yfirráðuneytisstjóri hrunsins brynjar sig til að takast á við spennandi verkefni í stjórnarráðinu sem allra lengst, í allra óþökk. Bæjarstjóri og allsráðandi í Kópavogsbæ, nafni Gunnars á Hlíðarenda, gafst ekki upp fyrr en undirsátar hans í sukkinu gegnum áratugina sviku hann. Illt er að eiga þræl að einkavin, mun Gunnar  Birgisson hafa sagt, en hann telur sig saklausan af öllu misjöfnu."

Smellið hér til að lesa alla greinina.

 

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna