Menu
RSS

Til þingmanna frá Gunnari Tómassyni Featured

Ágætu þingmenn.
Við lestur á yfirlýsingu formanns sendinefndar AGS við lok heimsóknar til Íslands þann 13. marz 2009 (sjá lauslega þýðingu mína og enska texta hér að neðan) og í ljósi þess að húsnæðislán Gömlu bankanna virðast hafa verið yfirtekin af Nýju bönkunum á nafnvirði og með óbreyttum kjörum, þá fæ ég ekki betur séð en að skuldsett heimili landsins hafa nú þegar fengið alla þá fyrirgreiðslu frá stjórnvöldum sem þeim mun standa til boða.
Faglega séð var engin ástæða að láta Nýju bankana yfirtaka húsnæðislán Gömlu bankanna á nafnvirði og með óbreyttum kjörum.

Greiðslu- og gjaldþrot þúsunda skuldsettra heimila á komandi tíð er því alfarið á ábyrgð þeirra sem réðu því að svo skyldi vera.

Virðingarfyllst,

Gunnar Tómasson
Hagfræðingur


***

„Viðræður vegna fyrstu endurskoðunar aðgerðaráætlunarinnar komu víða við, þar með taldið efnahagshorfur; ítarleg áform um afnám hafta á fjármagnsflutningum í nokkrum áföngum og lækkun vaxta; tæknileg vinna að áætlun um styrkingu ríkisfjármála til nokkurra ára; endurskipulagning bankanna sem fóru á hliðina; og endurskipulagning skulda heimilanna.  Vel varð ágengt á öllum þessum sviðum, og áfram verður unnið á næstunni til að ganga frá ýmsum tæknilegum atriðum.  Viðræður verða teknar upp að nýju þegar því verki er lokið, og síðan verða niðurstöður endurskoðunarinnar lagðar fyrir framkvæmdastjórn AGS til umfjöllunar.

„Sendinefndin telur efnahagshorfur vera nokkurn veginn eins og búist var við.  Kreppan hefur leitt til mikils samdráttar í atvinnulífinu, en breyting til batnaðar er möguleg fyrir árslok.  Gengi krónunnar er orðið stöðugra og verðbólga virðist hafa náð hámarki - það bendir til þess að áætlunin sé að skila árangri.

„Breytingar eru á döfinni í peninga- og ríkisfjármálum.  Af efnahagshorfum má ráða að  skilyrði séu að skapast fyrir hægfara slökun á peningastefnunni.  Til að styðja við þessa peningastefnu og tryggja að skuldir séu viðráðanlegar verður að sveigja núverandi stefnu í ríkisfjármálum til meira aðhalds.

„Halda þarf áfram endurskipulagningu fjármálakerfisins.  Sendinefndin lýsir ánægju sinni með áframhaldandi skuldbindingu stjórnvalda að takast ekki á herðar nein frekari töp sem bankahrunið skapar einkageiranum; að meðhöndla innistæðueigendur og lánardrottna á drengilegan, sanngjarnan og réttlátan hátt í samræmi við viðkomandi lög; og að koma á fót starfshæfu bankakerfi eins fljótt og unnt er.

„Sendinefndin lýsir ánægju sinni með markmið stjórnvalda við endurskipulagningu skulda sem mun auðvelda efnahagslega endurreisn.  Það er áríðandi að öll áform á þvi sviði séu hnitmiðuð svo kostnaður ríkissjóðs verði í lágmarki, og að þau séu útfærð í takt við aðrar aðgerðir sem stefna að úrbótum í fjármálageiranum.”

 

Statement by the IMF Mission to Iceland

Press Release 09/76
March 13, 2009

A mission from the International Monetary Fund (IMF), headed by Mark Flanagan, visited Reykjavik February 26-March 13 to conduct discussions for the first review under the US$2.1 billion Stand-By Arrangement, approved on November 19, 2008 (see Press Release No. 08/256 ). The mission had productive meetings with senior government officials, as well as representatives of the private sector and labor organizations. At the conclusion of the mission, Mr. Flanagan made the following statement:

“The first review discussions touched on a number of subjects, including: the macroeconomic outlook; a comprehensive and well sequenced plan to lift capital controls and reduce interest rates; the technical work towards a medium-term fiscal consolidation plan; the restructuring of the failed banks; and household debt restructuring. Progress was made in each of these areas, and work will continue over the near-term towards finalizing a number of technical details. Once remaining technical issues are sorted out, discussions will resume, and upon conclusion, the review can be brought forward for consideration by the IMF Executive Board.

“The mission found that the macroeconomic outlook remains broadly in line with that foreseen in the program. The crisis has led to a sharp drop in economic activity, but a late-year turnaround remains within reach. Meanwhile, the króna has stabilized and inflation appears to have peaked—indicating that the program is delivering results.

“Monetary and fiscal policies are in transition. The macroeconomic outlook suggests that conditions are falling into place for a gradual loosening of the monetary stance. To support this monetary strategy and ensure debt sustainability, fiscal policy must soon shift from the present counter-cyclical stance to consolidation mode.

“Financial sector restructuring needs to be moved forward. The mission welcomes the authorities’ continued commitment not to absorb any further private sector losses from the banking crisis; to provide for fair, equitable, and non-discriminatory treatment of depositors and creditors in line with applicable law; and to have an operating banking system in place as soon as possible.

“The mission welcomes the government’s debt restructuring objective, which will help facilitate economic recovery. It will be crucial that any scheme is well-targeted, to minimize fiscal costs, and appropriately sequenced with other financial sector reform measures.”
Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna