Menu
RSS

Deiglan Featured

Erindi þessa pósts er að biðja ykkur að prenta út meðfylgjandi dagskrá og kynningarplakat Deiglunnar, atvinnu- og þróunarseturs í Hafnarfirði, og hengja upp á vinnustað/ stofnun ykkar, til kynningar á því sem Deiglan hefur að bjóða fólki í atvinnuleit.

Dagskráin er breytileg milli vikna svo ég mun senda hana til ykkar vikulega á fimmtudögum eða föstudögum í vikunni á undan.   

Deiglan er vettvangur fyrir þá sem misst hafa vinnuna eða hafa á einhvern hátt fundið fyrir þrengingum á vinnumarkaði.  Deiglan er einnig vettvangur fólks sem vill hrinda hugmyndum til atvinnusköpunar í framkvæmd auk þess að vera aðstaða fyrir námskeið, samveru, hugmyndavinnu og þróun nýrra tækifæra.

Stefnan er að bjóða upp á fjölbreytt námskeið og ráðgjöf í kjölfar atvinnumissis. Fulltrúar stéttafélaga, Vinnumálstofnunar, Nýsköpunarmiðstövar o.fl. bjóða upp á viðtalstíma í Deiglunni til að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum, leiðum til úrbóta og hugsanlegum atvinnutækifærum.

Deiglan er til húsa í Gamla Lækjarskólanum í Hafnarfirði, öðru nafni Menntasetrinu við Lækinn, og er opið alla virka daga frá kl.9-12.

 

Með fyrirfram þökk.

Með kveðju

Brynhildur Barðadóttir

Verkefnisstjóri hjá Hafnarfjarðarbæ

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Strandgata 4 , 220 Hafnarfirði

Sími: 585 5526 / GSM: 664 5526
Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna