Menu
RSS

Á óvenjulegum tímum duga engin venjuleg ráð Featured

Hagsmunasamtök heimilanna telja tillögur Framsóknarflokksins í efnahagsmálum, sem fela m.a. í sér almennar aðgerðir vegna skuldavanda þjóðarinnar, skref í rétta átt þó útfæra þurfi þær frekar.  Hagsmunasamtök heimilanna hafa lagt ríka áherslu á að gripið verði til almennra aðgerða þar sem jafnræði og jöfnun áhættu milli lánveitenda og lántakenda sé höfð að leiðarljósi.

Tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna eru m.a.:

Leiðrétting á gengistryggðum íbúðalánum
Lýsing: Gengistryggðum íbúðalánum verði breytt í verðtryggð krónulán.
Útfærsla: Boðið verði upp á að gengistryggð íbúðalán verði umreiknuð sem verðtryggð krónulán frá lántökudegi einstakra lána.

Leiðrétting á verðtryggðum íbúðarlánum
Lýsing: Verðbótaþáttur íbúðalána verði endurskoðaður frá og með 1. janúar 2008.
Útfærsla: Verðbótaþáttur, frá og með 1. Janúar 2008, takmarkist við efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands, eða að hámarki 4%.  Aðgerð þessi er fyrsta skrefið í afnámi verðtryggingar.

Hagsmunasamtök heimilanna hvetja stjórnvöld til að afgreiða frumvörp laga um frestun fullnustuaðgerða og greiðsluaðlögun sem allra fyrst.

Ávinningur af aðgerðum þessum:

·         Fjöldagjaldþrotum heimilanna og stórfelldum landflótta afstýrt

·         Spornað við frekari hruni efnahagskerfisins

·         Jákvæð áhrif á stærðar- og rekstrarhagkvæmni þjóðarbúsins

·         Líkur aukast á að hjól atvinnulífsins og hagkerfisins haldi áfram að snúast þar sem fólk mun hafa ráðstöfunartekjur til annarra útgjalda en afborgana af lánum

·         Þjóðarsátt um vanda heimilanna vegna efnahagskreppunnar

·         Traust almennings í garð stjórnvalda og fjármálastofnanna eflist á ný

Hagsmunasamtök heimilanna skora á stjórnvöld að tilkynna nú þegar um þær aðgerðir sem stjórnvöld muni grípa til, hvernig þær aðgerðir verða útfærðar og hvenær þær komi til framkvæmda.

26. febrúar 2009

Hagsmunasamtök heimilanna

www.heimilin.is  

 

 

Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna