Meirihluti styður afnám verðtryggingar og niðurfærslu skulda Featured
- Written by Arney Einarsdóttir
- font size decrease font size increase font size
Hagsmunasamtök heimilanna fengu Capacent Gallup til að framkvæma fyrir sig könnun meðal almennings hér á landi í lok sumars, og fór framkvæmdin fram á tímabilinu 25. ágúst – 10. september. Markmið könnunarinnar var m.a. að skoða áhrif efnahagsástandsins á fjárhag heimilanna og viðhorf fólks til aðgerða. Úrtakið var 1678 manns á öllu landinu, 16 ára og eldri, handahófsvaldir úr þjóðskrá. Voru svarendur alls 864 talsins og svarhlutfall 52,4%. Þrír af hverjum fjórum eða um 75% þjóðarinnar eru hlynnt almennri niðurfærslu á verðtryggðum og gengistryggðum lánum og rúmlega 80% vilja afnema verðtryggingu og má því staðhæfa að niðurstöður séu afdráttarlausar og að hinn þögli meirihluti hafi loks fengið orðið.
Ert þú hlynnt(ur)/andvíg(ur) afnámi verðtryggingar?