Menu
RSS

Aukaþóknun til lífeyrissjóða vegna úttektar á séreignarsparnaði Featured

Hagsmunasamtök heimilanna skora á þá lífeyrissjóði og fjármálafyrirtæki sem hyggjast innheimta þóknun vegna útgreiðslu séreignarsparnaðar að endurskoða ákvörðun sína.  Fram kom í Sjónvarpsfréttum RÚV þann 12.3.2009 að Almenni lífeyrisjóðurinn, sem rekinn er í húsakynnum Íslandsbanka við Kirkjusand, og Nýja Kaupþing hafi ákveðið að nýta sér ákvæði í reglugerð Fjármálaráðuneytisins sem veiti heimild til að innheimta allt að 1% þóknun af útgreiddum séreignarsparnaði.
Telja má líklegt að margar fjölskyldur séu í þeirri stöðu að eiga ekki annarra kosta völ en að ganga á séreignarsparnað sinn til að mæta þeim efnahagslegu þrengingum sem blasa við.  Einnig ber að hafa í huga að séreignarsparnaður margra hefur rýrnað nokkuð vegna neikvæðrar ávöxtunar lífeyrissjóðanna á síðasta ári. Í ljósi þess skora Hagsmunasamtök heimilanna lífeyrissjóði til að sýna sjóðsfélögum þá virðingu að íþyngja þeim ekki frekar en þeir hafa nú þegar gert og falla frá þessari einhliða sjálftöku af séreignasparnaði fólks.
Last modified onThursday, 28 February 2013 22:03
back to top

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna