Svindlað með notkun gjaldmiðla sem eru ekki til
- Published in Aðsendar greinar
- Written by Þórður B Sigurðsson
- Be the first to comment!
Nokkuð hefur verið rætt um lögmæti gengistryggðra lána, þ.e. hvort heimilt sé að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla sbr. lög nr. 38/2001 um vexti og verðbætur.
Hér á landi er einnig að finna fyrirtæki sem býr til sína eigin gjaldmiðla og stjórnar gengi þeirra. Lánaskuldbindingar í íslenskum krónum eru í þeim tilfellum bundnar við gengi gjaldmiðla sem eru ekki til nema ofan í skúffu viðkomandi fyrirtækis. Þetta er SP - fjármögnun sem notar gjaldmiðlana SP1, SP2, SP3, SP4 og SP5. Þessa gjaldmiðla hefur fyrirtækið nefnt myntkörfur en þegar betur er skoðað er óhætt að fullyrða að um sé að ræða heimatilbúna gjaldmiðla. SP-fjármögnun skráir kaup - og sölugengi þeirra á heimasíðu sinni og segir m.a.: „Kaup - og sölugengi á "gjaldmiðlunum" SP1, SP2, SP3, SP4 og SP5 er reiknað daglega út frá gengi þeirra mynta sem karfan er samsett úr.” (ath. gengið ætti einnig að reiknast út frá vægi myntar í körfu).