Menu
RSS
Aðsendar greinar

Aðsendar greinar (78)

Félagsmenn og aðrir senda okkur efni sem þeir vilja koma á framfæri við gesti heimasíðunnar. Telji samtökin þær skoðanir sem koma fram í því sem er aðsent skaða málstað heimilanna áskilur ritstjóri sér rétt til að hafna birtingu. Þetta útilokar alls ekki greinar sem kunna að virðast í andstöðu við stefnu samtakanna. Greinarhöfundar taka fulla ábyrgð á skrifum sínum og þær skoðanir sem hér koma fram þurfa því ekki að endurspegla stefnu samtakanna eða skoðanir félagsmanna.

Svindlað með notkun gjaldmiðla sem eru ekki til

Nokkuð hefur verið rætt um lögmæti gengistryggðra lána, þ.e. hvort heimilt sé að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla sbr. lög nr. 38/2001 um vexti og verðbætur.

Hér á landi er einnig að finna fyrirtæki sem býr til sína eigin gjaldmiðla og stjórnar gengi þeirra. Lánaskuldbindingar í íslenskum krónum eru í þeim tilfellum bundnar við gengi gjaldmiðla sem eru ekki til nema ofan í skúffu viðkomandi fyrirtækis.  Þetta er SP - fjármögnun sem notar gjaldmiðlana SP1, SP2, SP3, SP4 og SP5. Þessa gjaldmiðla hefur fyrirtækið nefnt myntkörfur en þegar betur er skoðað er óhætt að fullyrða að um sé að ræða heimatilbúna gjaldmiðla. SP-fjármögnun skráir kaup - og sölugengi þeirra á heimasíðu sinni og segir m.a.: „Kaup - og sölugengi á "gjaldmiðlunum" SP1, SP2, SP3, SP4 og SP5 er reiknað daglega út frá gengi þeirra mynta sem karfan er samsett úr.”  (ath. gengið ætti  einnig að reiknast út frá vægi myntar í körfu).

Read more...

Af hverju greiðsluverkfall?

Af hverju greiðsluverkfall?

Höfundur:  Haraldur Líndal Haraldsson, hagfræðingur

Í Fréttablaðinu þann 28. maí s.l. skrifaði undirritaður grein fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna undir fyrirsögninni  „Er ábyrgðin heimilanna?“  Í greininni voru lagðar fram tillögur til sáttar vegna skulda heimila.  Í þessari grein verða þessar tillögur ítrekaðar með frekari rökum.  Ástæða er til að geta þess að á vef Seðlabanka Íslands eru ítarlegar upplýsingar um fjármál íslenska hagkerfisins.  Grein þessi byggist m.a. á upplýsingum þaðan.

Erlendar skuldir bankanna (innlánsstofnana)

 Upplýsingar um erlendar skuldir bankanna hafa ekki verið uppfærðar frá 30. september 2008 af eðlilegum ástæðum.  Því er stuðst við upplýsingar frá þeim tíma.

Read more...

Stuðningur frá bankamanni í Kanada

Við fengum þetta bréf frá Tom Jefferson í Kanada. Hann styður greiðsluverkfallið og gefur hér sínar ástæður fyrir því. Þess má til gamans geta að ein af frelsishetjum, mannréttindafrömuðum og fyrrum forsetum Bandaríkjanna hét Thomas Jefferson. Hans er helst minnst fyrir þátt hans í að semja stjórnarskrá lýðveldisins.

Mortgage Striker Support
"I am Canadian and a great friend of your beautiful country. I have visited the island 5 times and even read Egill's Saga without having nightmares :-)

I am a retire Director of an Investment Bank. Like approximately 98% of people who work in banking (and 99.9% of the general population) I never truly understood how money is created, the act of bringing it into existence, and certainly did not understand the confusing issues of Fractional Reserve Lending, but since retirement 9 years ago I decided to find out this mystery. I highly recommend this field of study to all, for our ignorance of this money scam is quickly enslaving the world.

Read more...

"100% fólkið býður 25%"

Ólafur Arnarson segir m.a. "Gallinn við úrræði Íslandsbanka er sá, að myntlán hafa hækkað um 100 prósent og jafnvel meira og verðtryggð lán um 30-40 prósent. Þess vegna vegur þessi lækkun höfuðstóls (25 prósent á myntlán og 10 prósent á verðtryggð lán) skammt til að bæta það tjón, sem lántakendur hafa orðið fyrir."

Sjá alla greinina hér.

 

Read more...

Þriðjungur í allar afborganir: taka tvö

Gunnar Freyr Valdimarsson sendi inn þessa grein:

Þessi grein var upphaflega opið bréf sem ég sendi í febrúar 2009 þeim aðilum sem taldir eru hér upp: viðskiptaráðherra, Hagsmunasamtök heimilanna, Neytendasamtökin og bankastjórar hinna þriggja nýju banka. Bréfið birtist einnig á vefmiðlinum Eyjunni (lugan.eyjan.is) og á vefsíðu Hagsmunasamtaka heimilanna. Titillinn þar var frekar óþjáll eða 1/3 af ráðstöfunartekjum í öll lán og fastar greiðslur – ekki meir. Hann var þó lýsandi fyrir inntak greinarinnar.

Read more...

Óbeislað afl lánþega

Vilhjálmur Hallgrímsson skrifar:

Mér sýnist að út frá fjárhagslegum hagsmunum skiptist íslenska þjóðin í tvo meginhluta. Líklegt er að annað hvort teljist þú til hóps fjármagnseigenda eða lánþega. Sameiginlegir hagsmunir beggja hópa þrífast í umhverfi sem kallað er hagkerfi. Hagkerfinu eru settar leikreglur sem bera þess vott að vera að mestu samdar af fjármagnseigendunum.

Fjármagnseigendur og lánþegar geta ekki þrifist án hvors annars, en svo virðist vera að hingað til hafi fjármagnseigendur haft yfirhöndina þegar kemur að því að setja skilyrði lánasamninganna og setja þá nánast einliða. Venjan er að allri óvissu á samningstímabilinu sé varpað á lánþegann og veð til tryggingar lánsins geta náð langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist.

Read more...

Aðeins tvær leiðir færar: Leiðrétting núna eða afskrift síðar

Styttri útgáfa af þessari grein birtist í Morgunblaðinu 5. sept. 2009

Um áramótin 2007/2008 var nokkuð gott fjárhagslegt jafnvægi á íslenskum heimilum.  Krónan hafði vissulega lítillega veikst frá því hún var sterkust um mitt sumar 2007 og verðbólga hafði látið kræla á sér samhliða þessari veikingu, en fjárhagsstaða heimilanna var nokkuð góð.  En þetta var svikalogn.  Undirniðri var óvættur mikill að undirbúa árás á íslenska hagkerfið og átti hann eftir að kippa fótunum undan velflestum heimilum og fyrirtækjum landsins.  Það sem meira er, óvættur átti eftir að éta foreldra sína, fjármálakerfið.

Read more...

Ólögmæti gengistryggðra lána

Gunnar Tómasson hagfræðingur og fyrrverandi starfsmaður AGS (IMF) til 25 ára sendi okkur þennan póst í dag. Helstu ráðamenn þjóðarinnar fengu afrit af póstinum.

"Ágæti formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.
 
Í viðhengi er samantekt um ákvæði laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu varðandi gengistryggingu höfuðstóls lána í íslenzkum krónum.
 
Það er ótvírætt að slík gengistrygging brýtur gegn 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. laganna, og varðar refsingu skv. 17. gr.
 
Skaði lántakenda af þessu broti lánastofnana veltur á hundruðum milljarða kr.
 
Frá þjóðhagslegu jafnt sem réttlætissjónarmiði ber því brýna nauðsyn til að fullt tillit sé tekið til skaðabótaskyldu viðkomandi lánastofnana áður en gengið er frá uppgjöri við erlenda og innlenda kröfuhafa gömlu bankanna.
 
Virðingarfyllst,
 
Gunnar Tómasson, hagfræðingur"

Read more...

Eru HH síðasta varnarlína verkalýðsins?

Ragnar Þór Ingólfsson gagnrýnir ASÍ harkalega í grein sinni "Hrikaleg áhættusækni Lífeyrissjóðs Verslunarmanna"

"...Svo greiðum við aðrar 75 milljónir til ASÍ fyrir yfirumsjón hagsmunagæslu launafólks en þar fer fremstur í flokki Evrópusinnin og Samfylkingarmaurinn Gylfi Arnbjörnsson. Hvernig væri ef VR myndi greiða Hagsmunasamtökum heimilanna nokkrar milljónir en þeim virðist vera meira umhugað um framtíð okkar en ASÍ sem gerir ekkert annað en að verja helstu kosningamál samfylkingarinnar sem eru Evrópusambandið, lánalengingar og annað úrræðaleysi. Skrifstofu og stjórnunarkostnaður VR var 404 milljónir á síðasta ári. Við hljótum að geta gert betur en frjáls hagsmunasamtök heimilanna sem starfa af hugsjóninni einni saman. Eða hvað?"

Lesa alla greinina hér

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna