Menu
RSS
Aðsendar greinar

Aðsendar greinar (78)

Félagsmenn og aðrir senda okkur efni sem þeir vilja koma á framfæri við gesti heimasíðunnar. Telji samtökin þær skoðanir sem koma fram í því sem er aðsent skaða málstað heimilanna áskilur ritstjóri sér rétt til að hafna birtingu. Þetta útilokar alls ekki greinar sem kunna að virðast í andstöðu við stefnu samtakanna. Greinarhöfundar taka fulla ábyrgð á skrifum sínum og þær skoðanir sem hér koma fram þurfa því ekki að endurspegla stefnu samtakanna eða skoðanir félagsmanna.

Hvað mælir gegn afnámi verðtryggingar?

Vísitalan, verðbólgan og verðtryggingin sem hengir þetta saman er mönnum sífellt áhyggjuefni. Allir málsmetandi menn segja að það sé þjóðþrifamál að halda þeim skepnum í skefjum, ella lendi hér allt á heljarþröm og þjóðfélagið fari í upplausn. Vissulega vill það ekki nokkur maður. Gallinn er hins vegar sá að allt þetta hagfræðital og myndlíkingar er vægast sagt ógagnsætt og torskilið fyrir venjulegt fólk og vesalings frétta- og blaðamennirnir virðast ekki þora að afhjúpa fávisku sína í þessum efnum með þeim afleiðingum að álitsgjafar komast upp með að vaða elginn árum og áratugum saman. Vísitalan, verðtryggingin og allt sem henni er bundið er orðið einhvers konar andlitslaust vald, kafkaískt völundarhús, ófreskja sem enginn kann skil á en allir vilja leggja að velli, enda veltur það á henni hvort endar ná saman hjá fólki, því skuldir fólks fylgja henni dyggilega, en launin hins vegar ekki.

Read more...

Verðtryggingin er vond

Segja má að Valgeir Sigurðsson hafi fyrir mörgum árum gert sér grein fyrir mikilvægi samtakamáttar fólksins gegn kerfinu sem ver verðtrygginguna þar sem hann segir í niðurlagi þessarar greinar "Tökum höndum saman! Bindumst samtökum! Hrindum af okkur því heimskulega ranglæti - þeirri niðurlægjandi ósvinnu í garð almennings - að verðtryggja aðeins skuldir manna, en ekki aðra þætti sem skipta sköpum fyrir afkomu fólks". Nú hafa þau samtök verið stofnuð og þykir við hæfi að birta grein Valgeirs á nýjan leik þrátt fyrir að hún hafi upphaflega birtst fyrir sex árum síðan.

Valgeir Sigurðsson fjallar um verðtrygginguna: "En svo var gripið til þess fáheyrða óþokkabragðs, sem á sér líklega ekki neina hliðstæðu meðal siðaðra þjóða, að klippa verðtrygginguna af launum manna, en láta hana haldast á skuldunum."

"VERÐTRYGGING lána er óeðlileg hvernig sem á hana er litið. Hún er séríslenskt fyrirbæri og eingöngu gerð til að tryggja hagsmuni fjármagnseigenda á kostnað almennings. Hún er stöðug ógnun við fjárhagslegt öryggi heimilanna í landinu, enda hafa þau í þúsundatali orðið gjaldþrota síðan Ólafslögin illræmdu voru samþykkt á Alþingi hinn 10. apríl 1979."

 

Read more...

Er land að rísa?

Ljóst er að staðan í íslensku efnahagslífi er nokkuð önnur í dag en upphaflegar áætlanir AGS gerðu ráð fyrir þegar þeir komu hér að málum í lok árs 2008. Þannig eru erlendar skuldir þjóðarbúsins nærri tvöfalt meiri í árslok 2010 en upphaflega var áætlað, skuldir hins opinbera eru meiri, atvinnuleysi er meira, verðbólga á árinu 2010 var meiri og svo virðist sem samdrátturinn í efnahagslífinu ætli að verða dýpri og vara lengur.

Við verðum að breyta um stefnu og vinna að raunhæfum langtímamarkmiðum. Skattstefnu ríkisins þarf að marka til lengri tíma, taka heildstætt á skuldavanda þjóðarinnar og vinna markvist gegn atvinnuleysinu þannig að hagvöxtur aukist og landið rísi að nýju.

Grein HLH í heild sinni

Read more...

Sameiginlegir hagsmunir

Grein eftir Friðrik Ó Friðriksson formann HH 2010-2011. Greinin birtist einnig í mbl. 30. mars. 2011

Það eru sameiginlegir hagsmunir heimila, atvinnulífs, fjármálafyrirtækja og hins opinbera að hjól hagkerfisins fari að snúast að nýju.  Því miður virðast stjórnvöld enn firra sig ábyrgð á grafalvarlegri stöðu heimilanna í landinu og áhrifum hennar á hagkerfið í heild.  Horft er fram hjá þeirri staðreynd að skuldir heimila fjórfölduðust árin 2000-10 og nú eru um 59.000 heimili í fjárhagslega afar þröngri stöðu.

Read more...

"Gengislánin eru ekki flókið mál"

Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar athyglisverða grein um gengisbundnu lánin á vefinn pressan.is. Ásthildur hittir naglann á höfuðið hvað varðar óhugnanlega samvinnu stjórnvalda og fjármálakerfis gegn réttindum almennra borgara.

Útdrátttur:

"En áður en lengra er haldið er líka ástæða til að skoða nokkra þætti sem eiga að liggja til grundvallar í svokölluðu „réttaríki“; þar eiga, samkvæmt því sem ég best veit, mannréttindi að vera virt, allir vera jafnir gagnvart lögum, og stjórnmálamenn og fjársterkir aðilar eiga ekki að geta kúgað eða misnotað þá sem minna mega sín í krafti aflsmunar, svo nokkur grundvallaratriði sé nefnd."

....

"En þessi niðurstaða var ekki alveg að henta bönkunum eða leppum þeirra í ríkisstjórninni og nú breyttist söngur þeirra töluvert. Allt í einu var farið að syngja um „sanngirni“, þessi mál yrði að skoða með sanngirni að leiðarljósi, einnig var farið að söngla um „ósanngirni“, það væri nefnilega svo afskaplega ósanngjarnt gagnvart fólkinu með verðtryggðu lánin ef „gengislánafólkið“ fengi lánin sín á þessum kjörum. Ég man ekki hafa heyrt minnst á þetta óréttlæti á meðan málin sneru á hinn veginn."

Lesið all greinina hér.

Read more...

Bankarnir kipptu grundvelli undan eigin lánasamningum

Samkvæmt þessari grein sem birtist á Svipunni (svipan.is) ber okkur ekki að greiða eina krónu til bankanna. Þeir fyrirgerðu eigin lánasamningum.

"En skýrust er sú grundvallarhefð ritaðra laga, að: Annar aðili samningsins hagar sér með þeim hætti að það hefur áhrif á efnahagslegt umhverfi og samfélagið að það verða á því breytingar, frá þeirri stundu þegar samningurinn var undirritaður, með þeim hætti að áhætta samningsins (alea) fellur öll á hinn aðilann.

Read more...

Viljayfirlýsing stjórnvalda

Þegar þetta er skrifað er stjórn HH að yfirfara og leggja mat á tillögu ríkisstjórnarinnar að viljayfirlýsingu um skuldavanda heimilanna. Vænta má ályktunar stjórnar síðar í dag eftir fundahöld.

Lesa má tillögu stjórnvalda að viljayfirlýsingu hér. Hagsmunasamtök heimilanna eru ekki aðili að þessari viljayfirlýsingu enda hafa þau í reynd ekki komið að samningu hennar. Stjórn HH mun þó yfirfara skjalið og taka undir það sem er jákvætt en benda á galla þar sem það á við.

Read more...

"Enn einu sinni virðist Hæstiréttur misstíga sig"

Athyglisvert sjónarhorn Guðbjarnar Jónssonar á Hæstaréttardóm

... "Raunveruleikinn er sá, að ábyrgðarmennirnir eru ábyrgðarmenn á skuld lántakandans. Ef skuld lántakandans hefur verið felld niður, er ekki lengur um neina ábyrgð að  ræða, á skuld lántakandans, því hún hefur verið felld niður. Hún er því ekki í vanskilum, í réttarfarslegum skilningi þess orðs. Því á lánveitandinn í raun ekki kröfurétt á hendur ábyrgðarmönnum, þar sem ábyrgð þeirra verður einungis virk, þegar um vanskil skuldar er að ræða." ...

Smelltu hér til að lesa alla greinina.

Read more...

Kallar á þjóðarsátt

Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri Búseta á Akureyri birtir á vefriti sínu bensi.is

"Hafa ber í huga;
Innistæðueigendur fengu allt sitt greitt út í hönd – með ýktum verðbótum og vöxtum -  sem gáfu þeim ávöxtun vegna Hrunsins.

Alþingi Íslendinga breytti kröfuröð á föllnu bankana - - með neyðarlögum og 100% innistæðutryggingum – sem handfluttu  amk. 800 milljarða umfram lögbundin lágmarksviðmið frá þrotabúum bankanna og til fjármagnseigenda – einkum ríkra einstaklinga og sjóða – en skildu á sama tíma við endurreista banka með ótakmarkað innheimtuleyfi á stökkbreyttan höfuðstól verðtryggðra lána almennings og atvinnurekstrar.

Alþingi Íslendinga raskaði með þeirri aðgerð einni og sér svo harkalega því jafnræði sem virða  þarf í lýðræðisríki til að samheldni sé varðveitt - - að halda má því fram að ALÞINGI skuldi almennum lántakendum og venjulegum fyrirtækjum sem voru í rekstri fyrir hrun - - íhutandi inngrip til að takmarka innheimtuheimildir fjármálakerfisins og kröfuhafanna. "

Lesa alla greinina

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna