Menu
RSS
Frá Hagsmunasamtökum heimilanna

Frá Hagsmunasamtökum heimilanna (398)

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna 2016

Adalfundur2016

Hagsmunasamtök heimilanna boða til aðalfundar 31. maí næstkomandi, kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn á Hótel Cabin við Borgartún 32, á 7. hæð.

Dagskrá:

  1. Skipun fundarstjóra, ritara, og fundarsetning
  2. Skýrsla stjórnar: Vilhjálmur Bjarnason, formaður
  3. Reikningar samtakanna: Guðrún Harðardóttir, gjaldkeri
  4. Tillaga stjórnar um félagsgjöld
  5. Breytingar á samþykktum
  6. Kosning 7 aðalmanna í stjórn
  7. Kosning 3-7 varamanna í stjórn
  8. Kosning skoðunarmanna
  9. Önnur mál

Framboðsfrestur til stjórnar er 7 dögum fyrir aðalfund. Framboð má tilkynna með tölvupósti á netfang samtakanna: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Fundargögn verða birt á vefsíðu samtakanna fyrir fundinn, ásamt kynningu á frambjóðendum til stjórnar.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta!

Read more...

Hvað gerir Seðlabankinn til þess að verja neytendur við afnám hafta?

Hagsmunasamtök heimilanna hafa barist fyrir réttindum neytenda á fjármálamarkaði​ frá því að efnahagshrun varð á Íslandi, 2008. Nú hefur Seðlabankinn kynnt áætlun um afnám fjármagnshafta sem sett voru í kjölfar þessa efnahagsáfalls sem hafði víðtæk áhrif á samfélagið. Samtökin hafa nú óskað eftir formlegu svari um fyrirbyggjandi aðgerðir bankans frá fjármálastöðuleikasviði Seðlabankans fyrir hönd sinna félagsmanna og þeirra fjölmörgu sem eru skuldbundnir verðtryggðum neytendalánum á Íslandi. Óskað er eftir ítarlegum upplýsingum um aðgerðir til þess að tryggja almannahagsmuni hvað þetta varðar við afnám fjármagnshafta. Í ​hnotskurn er því spurt, hvaða aðgerðir standa nú fyrir dyrum hjá Seðlabankanum sem tryggja að fjárhagslegir erfiðleikar lánþega sem skuldbundnir eru verðtryggðum lánum endurtaki sig ekki?

Read more...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Opinn fundur 4mai2016

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann verður haldinn næstkomandi miðvikudag, þann 4. maí, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.

Hér er vettvangur fyrir félagsmenn að tjá það sem brennur á þeim og ræða við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Read more...

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla yfirlýsingu forsætisráðherra

Í viðtali við Ríkissjónvarpið í fréttum í gærkvöldi lýsti forsætisráðherra því yfir að hann hefði ástæðu til þess að vera bjartsýnn fyrir hönd flokksins, þrátt fyrir ólgutíma í pólitík. Það sagðist hann gera með því að byggja á því sem flokkurinn: „hafi gert, sagst ætla að gera...og síðan framkvæmt“.

Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla þessari yfirlýsingu forsætisráðherra og minna á að helsta kosningaloforð Framsóknarflokksins var að afnema verðtryggingu neytendalána. Þetta helsta kosningaloforð flokksins hefur hinsvegar ekki verið framkvæmt. Framsetning forsætisráðherra um verk flokksins í viðtali við RÚV, er því hvorki rétt né heiðarleg gagnvart heimilum landsins. Ríkisstjórnin hefur framkvæmt ýmis verk á kjörtímabilinu sem komið hafa heimilunum vel. Hins vegar hefur Framsóknarflokkurinn svikið kjósendur sína um sitt megin kosningaloforð sem átti að verða grundvöllur að bættum fjárhag heimilanna.

Read more...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann verður haldinn næstkomandi miðvikudag, þann 6. apríl, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9.

Hér er vettvangur fyrir félagsmenn að tjá það sem brennur á þeim og ræða við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér þessa fundi!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Read more...

Umboðsmaður skuldara túlkar dóm um vexti í greiðsluskjóli fjármálafyrirtækjum í vil


Hagsmunasamtök heimilanna mótmæla túlkun umboðsmanns skuldara á dómi héraðsdóms um dráttarvexti sem reiknaðir voru á lán umsækjanda um greiðsluaðlögun á meðan umsækjandinn var í svokölluðu greiðsluskjóli. Túlkun umboðsmanns á niðurstöðum dómsins er alfarið lánveitendum í vil og neytendum í óhag, en á sér hinsvegar enga stoð í dómnum sjálfum. Óskiljanlegt er að embætti umboðsmanns skuldara, sem eins og heitið gefur til kynna ætti að gæta hagsmuna skuldara, skuli þessi í stað kjósa að draga taum fjármálafyrirtækja með þessum hætti.

Þann 8. desember síðastliðinn kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli aðila sem hafði sótt um greiðsluaðlögun, þar sem tekist var á um hvort lánveitanda væri heimilt að krefjast dráttarvaxta af kröfu sinni fyrir það tímabil sem skuldarinn var í greiðsluskjóli vegna umsóknar um greiðsluaðlögun. Fram kom í dómnum að hafa beri í huga að lánið sem um ræddi hafði þegar verið gjaldfellt af hálfu lánveitanda og bar því dráttarvexti áður en skuldarinn sótti um greiðsluaðlögun. Dómurinn svaraði þannig engu um það hvort lánveitendum hafi verið heimilt að gjaldfella og reikna dráttarvexti á önnur lán sem voru í fullum skilum þegar viðkomandi skuldarar sóttu um greiðsluaðlögun.

Þann 26. janúar síðastliðinn birti umboðsmaður skuldara tilkynningu á heimasíðu sinni um dóminn. Þar er því haldið fram að samkvæmt niðurstöðu dómsins beri að túlka ákvæði 2. mgr. 11. gr. laga um greiðsluaðlögun, á þann veg að það heimili álagningu dráttarvaxta vegna þess tímabils sem kröfur eru í greiðsluskjóli. Hinsvegar er enginn fyrirvari gerður við þær sérstöku kringumstæður sem voru uppi í þessu tiltekna máli og takmarkandi þýðingu þeirra fyrir niðurstöðuna. Túlkun umboðsmanns er því mun víðtækari en fótur er fyrir í forsendum dómsins. Þess má jafnframt geta að ákveðið hefur verið að áfrýja dómi héraðsdóms í málinu til Hæstaréttar Íslands.

Rétt er að vekja athygli á því að samkvæmt a-lið 1. mgr. 11. gr. laga nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga er lánardrottnum óheimilt að krefjast eða taka við greiðslu á kröfum sínum á meðan frestun greiðslna stendur, þ.e. á meðan skuldari er í svokölluðu greiðsluskjóli. Samkvæmt b-lið sama ákvæðis er jafnframt óheimilt að gjaldfella skuldir samkvæmt samningsbundnum heimildum á meðan frestun greiðslna stendur og neyta þannig heimildar til álagningar dráttarvaxta, og samkvæmt c-lið er jafnframt óheimilt að ganga að eignum skuldara á sama tímabili. Samkvæmt 2. mgr. 11. gr. laganna falla vextir á skuldir meðan á frestun greiðslna stendur þó þeir séu ekki gjaldkræfir, en ekki er tekið fram hvort átt sé við dráttarvexti eða samningsvexti. Þar sem lánveitandanum er óheimilt að taka við greiðslu kveður 7. gr. laga nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu hinsvegar á um að óheimilt sé að reikna dráttarvexti þann tíma sem greiðsludráttur verður af þessum lögmætu ástæðum.

Hagsmunasamtök heimilanna vísa á bug þeirri víðtæku og einhliða túlkun lánadrottnum í vil, sem kemur fram í umræddri tilkynningu umboðsmanns skuldara varðandi vexti í greiðsluskjóli, og telja að þannig gæti embættið engan veginn að réttindum neytenda. Miklir hagsmunir geta verið í húfi enda munar jafnan talsverðu á dráttarvöxtum og samningsvöxtum. Umsækjendum um greiðsluaðlögun sem voru í fullum skilum við upphaf greiðsluskjóls en hafa engu að síður verið krafðir um dráttarvexti vegna þess tímabils, er bent á að kanna möguleika á því að leita réttar síns vegna þess. Ekki síst í þeim tilvikum þar sem um er að ræða háar fjárhæðir í formi dráttarvaxta.

Read more...

Kynning á niðurstöðum dóms um verðtryggð neytendalán

Á félagsfundi Hagsmunasamtaka heimilanna þann 25. febrúar síðastliðinn var fjallað um niðurstöður dóms Hæstaréttar Íslands í máli nr. 243/2015 um verðtryggð neytendalán sem samtökin stóðu að. Dómurinn féll því miður ekki neytendum í hag og er því ástæða til að kynna þá niðurstöðu sérstaklega ásamt greiningu á rökstuðningi Hæstaréttar, sem fór þvert gegn ráðgefandi áliti EFTA-dómstólsins um þau álitaefni sem reyndi aðallega á í málinu. Meðfylgjandi eru kynningarglærur frá fundinum en í þeim er einnig fjallað um möguleg viðbrögð við dómnum og þau skref sem í framhaldinu koma til geina í því skyni að leitta réttar neytenda vegna þeirra óréttmætu byrða sem verðtryggingin hefur lagt á langsflest heimili landsins.

Read more...

Opinn spjallfundur um málefni heimilanna

HH-opinn-fundur-mars-2016

Kæru félagsmenn

Nú er komið að mánaðarlegum opnum spjallfundi Hagsmunasamtaka heimilanna. Hann verður haldinn næstkomandi miðvikudag, þann 2. mars, kl. 20-22, á Café Meskí, Fákafeni 9. Hér er vettvangur fyrir félagsmenn að tjá það sem brennur á þeim og ræða við fulltrúa stjórnar samtakanna.

Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér þessa fundi!

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Read more...

Félagsfundur HH um framtíð heimilanna

HH2016Felagsfundur

Hagsmunasamtök heimilanna boða til félagsfundar, fimmtudagskvöldið, 25. febrúar næstkomandi, kl. 20:00. Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta og taka þátt í umræðu um kjör heimilanna. Á fundinum verður gerð grein fyrir niðurstöðum dóms Hæstaréttar Íslands um verðtryggð neytendalán og fjallað um leiðir í áframhaldandi baráttu gegn verðtryggingunni. Auk þess verður fjallað um fátækt á Íslandi.

Staður: Hótel Cabin, Borgartúni 32, 7. hæð, (efstu hæð hússins).

Stund: 25. febrúar, 2016, kl. 20 til 22.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna