Menu
RSS
Frá Hagsmunasamtökum heimilanna

Frá Hagsmunasamtökum heimilanna (408)

Umboðsmaður Alþingis krefur SÍ og FME svara

Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis hefur sent Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitinu fyrirspurn vegna tilmæla þeirra síðarnefndu til fjármálafyrirtækja varðandi dóm Hæstaréttar um lögmæti gengistryggingar lánasamninga. UA gefur engar undankomuleiðir í bréfinu. Svörin skulu tilgreina og rökstyðja lagagrundvöll og ásetning tilmælanna auk þess að afhend skulu þau gögn sem rökstuðningur og ákvarðanaferlið byggja á.

Read more...

Arion banki tekur af skarið

Arion banki hefur nú tekið afgerandi forystu meðal íslenskra banka í að leysa þann skuldavanda sem hefur hrjáð heimili þessa lands. Frjálsi fjárfestingabankinn og slitastjórn SPRON höfðu áður boðið viðskiptavinum sambærilegar tímabundnar lausnir vegna réttaróvissu gengistryggðra lána. Arion banki hefur greinilega unnið heimavinnuna sína en þeir funduðu síðast með fulltrúum Hagsmunasamtaka heimilanna þriðjudaginn 6. júlí. Þeir voru óvenju léttir á sér á þeim fundi og hlustuðu vel en gáfu ekkert uppi um fyrirætlanir sínar. Þeir komu okkur því skemmtilega á óvart með þessu útspili.

Read more...

"Ef vér slítum í sundur lögin, slítum vér og í sundur friðinn"

Hagsmunasamtök heimilanna vinna að tilmælum sem verður beint til lántakenda vegna dóms Hæstaréttar. Tilmælin verða birt á heimasíðunni við fyrsta tækifæri. Stjórn HH gerir sér grein fyrir mikilvægi þess að lántakar hafi bakhjarla í beinni árás fjármálastofnana á þeirra hag. SÍ og FME hafa nú tekið skíra afstöðu með lögbrjótandi fjármálafyrirtækjum gegn lántökum og virðast telja efnahagsstöðugleika byggjast á stuðningi við varglánastarfsemi. Þessari árás verður að hrinda og setja þessum stofnunum viðeigandi mörk.

Read more...

FME og SÍ afhjúpa sig

Ritstjóri vefs HH leitaði ljósum logum að viðeigandi mynd fyrir þessa grein. Hún fannst að lokum og er talin koma úr hugskoti lánþega og sýna Má Guðmundsson seðlabankastjóra eftir fréttamannafund 30. júní 2010SÍ og FME héldu sameiginlegan blaðamannafund í morgun (30. júní 2010). Gefnar voru yfirlýsingar og tilmæli til lánastofnana að notast við vexti Seðlabankans við útreikning gengistryggðra lána í stað þeirra vaxtakjara sem samningar lánanna segja til um. Báðar þessar stofnanir eru berar að stórfelldri vanrækslu í eftirliti með útlánum fjármálastofnana en kóróna nú vanrækslu fyrri ára með hvatningu til áframhaldandi lögbrota fjármálafyrirtækja.

Read more...

Góður fundur í Iðnó

Sjá má fundinn hér á hjariveraldar.is

Fullt var út úr dyrum á borgarafundi sem haldinn var í Iðnó á mánudagskvöld 28. júní á vegum Borgarafunda. Pétur Blöndal, Gylfi Magnússon, Lilja Mósesdóttir og Guðmundur Andri Skúlason fluttu erindi og í kjölfarið komu spurningar úr sal og umræður. Marinó G Njálsson var fulltrúi Hagsmunasamtaka heimilanna í pallborði en Ragnar Baldursson hrl sat einnig fyrir svörum en við höfum ekki nöfn annarra sem voru í pallborði. Gunnar Sigurðsson stjórnaði fundinum.

Read more...

Fróðleg útspil viðskiptaráðherra

Í fjölmiðlum fer nú fram skemmtilegt sjónarspil. Segja má að erfitt reynist að hreinsa kusk af hvítflibba fjármálafyrirtækjanna. Fúskið hefur verið afhjúpað enn og aftur og í þetta sinn fyrir Hæstarétti sem úrskurðaði gengistryggingu endanlega ólöglega í kjölfarið. Eina mínútuna koma yfirlýsingar frá viðskiptaráðherra um að dóm hæstaréttar beri að virða og það næsta sem maður veit er að setja eigi svonefnda "íslenska" vexti á gengistryggð og nú leiðrétt lán, til að koma í veg fyrir að þessir tilteknu lántakar "græði" á kostnað annarra.

Read more...

Hæstiréttur staðfestir að gengistrygging er ólögleg

Spennan í dómsal var næstum óbærileg mínúturnar í aðdraganda dómsuppkvaðningar Hæstaréttar. Hæstiréttur hefur staðfest skilning okkar á lögum um vexti og verðbætur (38/2001) hvar bannað er að miða verðbreytingar lána við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Til hamingju heimili landsmanna. Sjá nánar hér síðar um þennan viðburð.

Sjá dómsniðurstöður hér:

http://haestirettur.is/domar?nr=6715
http://haestirettur.is/domar?nr=6714
http://haestirettur.is/domar?nr=6719

Read more...

Hæstiréttur 2. júní 2010

Tvö mál er varða gengistryggingu neytendalána voru flutt fyrir Hæstarétti miðvikudagsmorgun 2. júní 2010. Ólafur Rúnar Ólafsson varðist fyrir Jóhann Rafn Hreiðarsson og Trausta Snæ Friðriksson, sókn Sigurmars K. Albertssonar fyrir Lýsingu hf. Sigurmar K. Albertsson varði einnig SP-fjármögnun gegn áfrýjun Björns Þorra Viktorssonar fyrir Óskar Sindra Atlason. Málin voru flutt sem einn viðburður saman fyrir fimm dómurum hæstaréttar, en vegna líkinda með málunum skiptu lögmennirnir með sér verkum. Lögmennirnir reyndu að forðast að endurtaka efnistök hvors annars og náðu þannig væntanlega fram umtalsverðum tímasparnaði bæði fyrir sig sjálfa og Hæstarétt.

Read more...

Óheimilt að gengistryggja segir héraðsdómur

Ú R S K U R Ð U R Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2010 í máli nr. X-35/2010:

NBI hf. (Þorvaldur Emil Jóhannesson hdl.) gegn
Þráni ehf. (Arnar Þór Jónsson hdl)

"Dómari þessa máls er í einu og öllu sammála þeirri niðurstöðu sem er svo skýrlega orðuð í þessum dómi.  Telur hann m.ö.o. að ekki sé heimilt að reikna fjárhæð skuldar varnaraðila með þeirri hækkun sem sóknaraðili reiknar vegna breytinga á gengi jens og svissnesks franka gagnvart íslenskri krónu.  Telur hann að miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en að ekki sé heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna