Menu
RSS
Frá Hagsmunasamtökum heimilanna

Frá Hagsmunasamtökum heimilanna (402)

Hæstiréttur staðfestir að gengistrygging er ólögleg

Spennan í dómsal var næstum óbærileg mínúturnar í aðdraganda dómsuppkvaðningar Hæstaréttar. Hæstiréttur hefur staðfest skilning okkar á lögum um vexti og verðbætur (38/2001) hvar bannað er að miða verðbreytingar lána við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Til hamingju heimili landsmanna. Sjá nánar hér síðar um þennan viðburð.

Sjá dómsniðurstöður hér:

http://haestirettur.is/domar?nr=6715
http://haestirettur.is/domar?nr=6714
http://haestirettur.is/domar?nr=6719

Read more...

Hæstiréttur 2. júní 2010

Tvö mál er varða gengistryggingu neytendalána voru flutt fyrir Hæstarétti miðvikudagsmorgun 2. júní 2010. Ólafur Rúnar Ólafsson varðist fyrir Jóhann Rafn Hreiðarsson og Trausta Snæ Friðriksson, sókn Sigurmars K. Albertssonar fyrir Lýsingu hf. Sigurmar K. Albertsson varði einnig SP-fjármögnun gegn áfrýjun Björns Þorra Viktorssonar fyrir Óskar Sindra Atlason. Málin voru flutt sem einn viðburður saman fyrir fimm dómurum hæstaréttar, en vegna líkinda með málunum skiptu lögmennirnir með sér verkum. Lögmennirnir reyndu að forðast að endurtaka efnistök hvors annars og náðu þannig væntanlega fram umtalsverðum tímasparnaði bæði fyrir sig sjálfa og Hæstarétt.

Read more...

Óheimilt að gengistryggja segir héraðsdómur

Ú R S K U R Ð U R Héraðsdóms Reykjavíkur 30. apríl 2010 í máli nr. X-35/2010:

NBI hf. (Þorvaldur Emil Jóhannesson hdl.) gegn
Þráni ehf. (Arnar Þór Jónsson hdl)

"Dómari þessa máls er í einu og öllu sammála þeirri niðurstöðu sem er svo skýrlega orðuð í þessum dómi.  Telur hann m.ö.o. að ekki sé heimilt að reikna fjárhæð skuldar varnaraðila með þeirri hækkun sem sóknaraðili reiknar vegna breytinga á gengi jens og svissnesks franka gagnvart íslenskri krónu.  Telur hann að miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en að ekki sé heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar.

Read more...

Málsókn SP-fjármögnunar vísað frá í Héraðsdómi

Eftirfarandi er útdráttur úr dómsorði:

"Eins og áður greinir var mál þetta flutt um frávísunarkröfu stefndu og er einungis sá þáttur málsins til úrlausnar hér.

Stefnandi sem er fjármögnunarleiga krefur í máli þessu stefndu um greiðslu eftirstöðva bílasamnings aðila, sem stefnandi rifti hinn 12. desember 2008.  Stefndu krefjast frávísunar málsins þar sem málatilbúnaður stefnanda sé ekki í samræmi við áskilnað 80. gr. laga nr. 91/1991.

Read more...

Er Sýslumaðurinn í Reykjavík sérlegur erindreki fjármálakerfisins?

Aðför var gerð að Óskari Sindra hjá Sýslumanninum í Reykjavík 23. febrúar 2010. Óskar Sindri tapaði í desember á síðasta ári máli er var höfðað gegn honum í Héraðsdómi af SP fjármögnun vegna gengistryggðs bílaláns. Lýsing tapaði svo sambærilegu máli 13. febrúar. í héraðsdómi.

Gerðarbeiðandi Íslandsbanki lagði fram Aðfararbeiðni og krafðist fjárnáms fyrir kröfu að fjárhæð 2.145.081,- Í endurriti úr gerðarbók kemur ýmislegt athyglisvert fram en vakin er athygli á matsverði sýslumanns á fasteign (langt fyrir neðan fasteignamat og brunabótamat sem eru nær 30 millj.). Menn spyrja einnig af hverju þessi flýtir er á málinu.

Read more...

Tímamóta dómur Áslaugar Björgvinsdóttur héraðsdómara

Mál nr.                         E-7206/2009:
Stefnandi:                   Lýsing hf. (Sigurmar Kristján Albertsson hrl.)

Stefndu:                      Jóhann Rafn Heiðarsson (Ólafur Rúnar Ólafsson hdl.)
                                     Trausti Snær Friðriksson

Dómari:                       Áslaug Björgvinsdóttir, settur héraðsdómari

Óhætt er að segja að niðurstaða máls nr. E-7206/200 markar tímamót í réttarbaráttu lántakenda. Kannski má segja að staðan sé 1 - 1 en í ljósi vel ígrundaðs rökstuðnings Áslaugar Björgvinsdóttur má auðveldlega halda fram að lántakendur hafi í myndmáli "skorað lang flottasta markið". Við hvetjum alla sem hafa áhuga á niðurstöðum þessara mála að lesa dóminn vandlega.

Read more...

GREIÐSLUVERKFALL hefst 19. febrúar 2010

Þriðja greiðsluverkfall HH hefur verið ákveðið að byrji 19. febrúar 2010. Að þessu sinni er það ótímabundið. Við höfum fengið okkur full södd af aðgerðarleysi stjórnvalda og sýndarmennsku banka með innihaldlausu ímyndarauglýsingaskrumi. Brýnar réttarbætur til handa lántakendum hafa verið látnar sitja á hakanum og ekkert bólar á alvöru leiðréttingum á stökkbreyttum lánum og gölnum verðbótum. Siðlaus eignaupptaka ríkis og banka hjá almenningi byggð á forsendubresti sem þessir sömu aðilar bera ábyrgð á er enn á fullu skriði.

Í fyrsta greiðsluverkfallinu (2 vikur) var þátttaka meðal félagsmanna HH yfir 40% samkvæmt könnun okkar um áramótin. Annað greiðsluverkfallið sem var í við lengra þ.e. 3 vikur, fékk 36% þátttöku meðal félagsmanna HH. Einnig kom í ljós að stuðningur við Hagsmunasamtök heimilanna nær langt út fyrir raðir félagsmanna. Almenn þátttaka í fyrsta greiðsluverkfallinu mældist 30% samkvæmt óformlegum könnunum. Það eru tæplega 40 þúsund heimili eða um 100 þúsund manns ef allir í fjölskyldunni eru taldir með. Seinna greiðsluverkfallið gerði um 24% almenna þátttöku sem gerir yfir 75 þúsund manns.

Ekki er reiknað með svo afgerandi þátttöku almennings í ótímabundnu greiðsluverkfalli enda um meiri fjárhagslega áhættu að ræða hvað varðar ítrustu aðgerðir. Þátttaka er þó vel möguleg án slíkrar áhættu en leiðirnar til þátttöku eru útlistaðar hér: Leiðir til þátttöku

Yfirlýsingu greiðsluverkfallsstjórnar HH má lesa hér

Kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna má lesa hér

 

Read more...

Ályktun frá Ámunda á útifundi 30. jan. 2010

Eftirfarandi ályktun var borin upp á útifundi á Austurvelli 30. jan. 2010 af Ámunda Loftssyni og samþykkt af fundarmönnum með lófataki.

"Með réttlætingu í fjármálalegu neyðarástandi á Íslandi hafa ríkisstjórnir landsins hafið til vegs nýja yfirstétt. Með lagavaldi, erlendum lántökum og hertri skattheimtu er innistæðueigendum og fjárfestum hlíft við öllum afleiðingum þess að þeir með vaxtagræðgi sinni og óraunhæfum arðskröfum komu bankastarfsemi landsins í þrot haustið 2008.

Read more...

Fundur með Jóhönnu ekki með fulltrúum HH

Vegna orða Jóhönnu Sigurðardóttur í frétt Mbl.is, þá vilja Hagsmunasamtök heimilanna taka fram að enginn talsmaður Hagsmunasamtaka heimilanna eða aðili með umboð samtakanna var á fundi fulltrúa Nýrra tíma með Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni í dag.  Vilji þau ræða við Hagsmunasamtökin þá verður það ekki í gegnum mótmælaaðgerðir eins og í dag, heldur á fyrirfram skipulögðum fundi.  Hagsmunasamtökin hafa lagt sig fram um fagleg og vel undirbúin vinnubrögð.  Kaffiboð með nokkurra mínútna fyrirvara fellur ekki undir það.

Stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna er tilbúin að hitta forsætisráðherra og fjármálaráðherra hvenær sem er.  Við höfum þegar átt fund með mörgum aðilum, m.a. ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins, og eigum fulltrúa í undirnefnd Velferðarvaktarinnar.  Viljum við því koma þeim skilaboðum til forsætisráðherra og fjármálaráðherra að nefna þann tíma sem þeim hentar að hitta okkur og við munum ekki láta bíða eftir okkur.

Samtökin harma að forsætisráðherra hafi þann skilning að fulltrúar Nýrra tíma hafi verið talsmenn Hagsmunasamtaka heimilanna - sú er EKKI raunin.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna