Menu
RSS
Frá Hagsmunasamtökum heimilanna

Frá Hagsmunasamtökum heimilanna (405)

VLFA styrkir HH og lýsir yfir stuðningi

Verkalýðsfélag Akraness hefur styrkt Hagsmunasamtök heimilana um kr. 200.000 og gefið sérstaka yfirlýsingu á heimasíðunni um stuðning við þjóðarsáttartillögu HH, kröfur samtakanna um leiðréttingu og tillögur um lausnir um hvernig megi mæta vandanum.

Stjórn HH vill þakka VLFA stuðninginn og sendir félagsmönnum kærar kveðjur og þakkir. Jafnframt hvetja samtökin fleiri verkalýðsfélög til að kynna sér tillögur HH og hiklaust spyrja félagsmenn álits.

Read more...

Ekkert fast í hendi eftir fund í stjórnarráði

Fulltrúar HH ganga á fund í stjórnarráðinu
Gengið á fund í stjórnarráðinu. Mynd mbl

Fulltrúar HH áttu fund morguninn 6. okt. 2010 með forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra, ráðherra velferðarmála og ráðherra efnahags og viðskipta ásamt efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir ríkisstjórninni tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um þjóðarsátt um skuldavanda heimilanna.

Read more...

VR styður HH

Verslunarmannafélag Reykjavíkur, stærsta verkalýðsfélag landsins hefur lýst yfir stuðningi við tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna. Á heimasíðu VR má lesa svohljóðandi:

Stjórn VR samþykkti eftirfarandi yfirlýsingu á fundi sínum þann 5. október sl.:

"Stjórn VR lýsir yfir stuðningi við kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna um aðgerðir til lausnar skuldavanda heimilanna."

Lesa má yfirlýsinguna í heild sinni á heimasíðu VR

Hagsmunasamtök heimilanna þakkar stjórn VR stuðninginn og sendir kæra kveðju til allra félagsmanna VR. Jafnframt hvetjum við þá til að koma skilaboðum til stjórnar VR um skoðanir sínar. Verkalýðsfélögin eru mikilvægur þátttakandi í lýðræðismynd þjóðarinnar og afar mikilvægt að félagsmenn séu virkir í skoðanamyndun og stefnu sinna samtaka.

Read more...

Mótmæli á mörkum óeirða

Eftirfarandi lýsing er frá Steingrími Sævari Ólafssyni af eyjan.is

"Þetta var fjölskyldufólk, sumir með börn, aðrir sem eiga líklega uppkomin börn. Þetta voru ráðsettir einstaklingar, millistéttin. Þetta var hinn hefðbundni Íslendingur, þetta var vísitölufjölskyldan, fólkið sem kaupir áskrift að Stöð 2, finnst Spaugstofan skemmtileg og er spennt yfir Útsvari og man hvernig Ísland var áður en bjórinn var leyfður. Þetta var fólk sem er seinþreytt til vandræða, fólkið sem á Lazy-Boy stólana, sem á fjölskyldupassa í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, á hvorki jeppa né smábíl heldur station-bíl, borgar skattana og hlustar á hádegisfréttir Ríkisútvarpsins.  Þetta var „venjulegt fólk“!"

Óhætt er að segja að SSÓ hafi hitt naglann á höfuðið hvað varðar mat á því hverjir voru að mótmæla kvöldið 4. október. Reyndar er það rangt hjá honum að í fyrri mótmælum hafi verið um einhverja afmarkaða hópa að ræða. Það voru alltaf ósköp hversdagslegir íslendingar sem fylltu massann af mótmælendum. Þannig hefur það einnig verið á útifundum HH og Alþingi götunnar. Margir þeir sem hafa tjáð sig um samsetningu mótmælenda voru ýmist ekki á staðnum og hreinlega giskuðu eða horfðu á fólkið í gegn um litgleraugu gömlu stjórnmálaflokkanna.

Read more...

Íslendingar mótmæla

Töluverður fjöldi mótmælti við setningu Alþingis 1. okt. 2010. Megin krafan var það sem HH hefur barist fyrir þ.e. leiðrétting stökkbreyttra skulda heimilanna. Við nálgumst óðum þann veruleika sem samtökin vöruðu við frá upphafi. Skaðinn er þegar geigvænlegur. Hvenær ætla stjórnvöld að láta segjast? Hvað þarf að ganga langt til að menn fari að opna augun?

NÆSTU MÓTMÆLI ERU MÁNUD. 4. OKT. KL. 19:30 VIÐ AUSTURVÖLL

Read more...

Hæstaréttardómur er áfall fyrir lántaka

Hæstaréttardómur er féll 16. september, nákvæmlega 3 mánuðum eftir að sami réttur dæmdi gengistryggingu ólöglega, hefur ekki gert neitt til að draga úr óvissu með skuldastöðu lántaka gengistryggðra fasteignalána. Satt best að segja hefur óvissan aldrei verið meiri. Reikna má þó með að fjármálastofnanir telji sig vera komnar á beinu brautina og fjárnám og nauðungarsölur fari nú af stað af enn meiri þunga en þegar er orðið.

Hagsmunasamtök heimilanna minna á að greiðsluverkfall er enn í fullu gildi. Þúsundir hafa verið í greiðsluverkfalli í allt að tvö ár og nú munu bætast þúsundir í hópinn. Fleiri og fleiri telja glórulaust að setja peninga þá botnlausu hít sem kerfið er orðið.

Von er á ályktun Hagsmunasamtaka heimilanna vegna hæstaréttardómsins. Vinsamlega fylgist með heimasíðunni.

Read more...

Hópmálssóknir samþykktar

Neytendaréttur hefur unnið góðan áfangasigur með nýjum lögum um hópmálssóknir. Hópmálssóknir ganga út á að þrír eða fleiri aðilar sem ,,eiga kröfur á hendur sama aðila sem eiga rætur að rekja til sama atviks, aðstöðu eða löggernings" geti stofnað ,,málssóknarfélag" í þessum eina tilgangi. Félagið er þá samnefnari félagsmanna og fer með þann rétt til málssóknar sem hver þeirra hefur sem einstaklingur eða lögaðili. Með nýju lögunum opnast möguleiki á að ná mun fyrr fram niðurstöðum í miklum fjölda lagalegra deilumála sem hafa hlotist af bankahruninu. Álagi á dómskerfið kann að létta í heildina miðað við það sem annars lá fyrir. Líkur aukast á að fleiri fá réttarbætur og eða niðurstöðu í málum og geti haldið áfram með lífið með slík mál að baki. HH hafa verið eindregnir talsmenn þessarar réttarbótar fyrir almenning og veitt nefndum Alþingis umsagnir ofl. í þessu sambandi. Við óskum Alþingi og þjóðinni til hamingju með þennan áfanga.

Read more...

Bréf Gunnars Tómassonar hagfræðings til Alþingis

Ritstjóri vefs HH vill vekja athygli lesenda á nýju bréfi Gunnars Tómassonar til Alþingismanna. GT bendir á mál sem eru mikið áhyggjuefni þ.e. að sú hugmyndafræði sem byggt hefur verið á við fjármálastjórn ríkja eins og Íslands gangi ekki upp. Þetta eru ekki bara fræðilegar vangaveltur lengur, almenningur hefur fengið að finna á eigin skinni hverjar afleiðingarnar eru.

Ágætu alþingismenn.

Fyrirhuguð endurreisn íslenzka hagkerfisins lætur á sér standa, svo vægt sé til orða tekið.

Verg landsframleiðsla (VLF) 2009 drógst saman um 6,5% á föstu krónuverði (upphafleg spá var 9,5%) en verðmæti VLF í gjaldeyri (dollurum) minnkaði um 28% (upphafleg spá var 20%).  Eins og nánar er rakið í hjálögðu bréfi mínu dags. 26. apríl sl. til Poul M. Thomsen, yfirmanns AGS í málefnum Íslands, gerir AGS ráð fyrir því að VLF á föstu krónuverði 2013 verði 4,3% hærra en VLF ársins 2008 en 25% lægra reiknað í gjaldeyri.  Í bréfinu setti ég fram ákveðnar athugasemdir varðandi greiðsluþol Íslands með hliðsjón af Brussel Icesave-viðmiðunum sem Mr. Thomsen hefur ekki tjáð sig um.

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna