Menu
RSS
Frá Hagsmunasamtökum heimilanna

Frá Hagsmunasamtökum heimilanna (408)

Leiðrétting vegna forsendubrests úti

Þá er það orðið opinbert. Stjórn HH var dregin á asnaeyrunum í tvær vikur af getulausu stjórnkerfi. Það glæddist með okkur smá von er fulltrúar okkar urðu vitni að því þegar hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum húðskammaði forkólfa fjármálakerfisins á fundi í Þjóðmenningarhúsinu á miðvikudagskvöld. Þeir voru reiðir, það fór ekkert á milli mála. Þeir voru reiðir af því þeir voru að fá hitann frá almenningi. Hita vegna afglapa og þvermóðsku fjármálaaðalsins. Jóhanna má eiga það að hún lætur þó vita að ríkisstjórnin ætlar að gefast upp.

Read more...

Frétt RÚV dregin til baka

Á fundum okkar með stjórnsýslunni hefur oft komið í ljós áhyggjur fólks af neikvæðri umræðu og sýn á svokölluð úrræði stjórnvalda við skuldavanda heimilanna. Við höfum spurt á móti hverju fólk bjóst eiginlega við? Héldu þau virkilega að fólk tæki því fagnandi að það væri leitt í gegn um eignaupptöku og fjárhagslegrar aftöku?

Svo virtist sem það hefði fundist einn sem var ánægður með aðfarirnar og birtist frétt af því á RÚV. Sú frétt hefur nú verið dregin til baka en við látum fréttastofu RÚV eftir að útskýra af hverju.

Fréttastofan RÚV biðst afsökunar.

Read more...

Mikill innheimtuvandi fjármálafyrirtækja

Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar úr skýrslu AGS Iceland Staff Report 2010 A4 and 3 review.

Í nýlegri skýrslu AGS er að finna ýmsar athyglisverðar upplýsingar. Þar eru m.a. tvö meðfylgjandi gröf. Það fyrra sýnir hlutfall lána sem eru það sem nefnt er NPL (Non-performing Loans) þ.e.a.s. lán sem eru í vanskilum (NPL eru lán sem eru í 90 daga vanskilum eða meira). Þetta hlutfall er hvorki meira né minna en 63% samkvæmt línuritinu. Í Febrúar 2010 virðast þetta hafa tekið að aukast lítillega. Hugsanlega tengist það greiðsluverkfalli HH en það þarf þó ekki að vera.

Read more...

VLFA styrkir HH og lýsir yfir stuðningi

Verkalýðsfélag Akraness hefur styrkt Hagsmunasamtök heimilana um kr. 200.000 og gefið sérstaka yfirlýsingu á heimasíðunni um stuðning við þjóðarsáttartillögu HH, kröfur samtakanna um leiðréttingu og tillögur um lausnir um hvernig megi mæta vandanum.

Stjórn HH vill þakka VLFA stuðninginn og sendir félagsmönnum kærar kveðjur og þakkir. Jafnframt hvetja samtökin fleiri verkalýðsfélög til að kynna sér tillögur HH og hiklaust spyrja félagsmenn álits.

Read more...

Ekkert fast í hendi eftir fund í stjórnarráði

Fulltrúar HH ganga á fund í stjórnarráðinu
Gengið á fund í stjórnarráðinu. Mynd mbl

Fulltrúar HH áttu fund morguninn 6. okt. 2010 með forsætisráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra, ráðherra velferðarmála og ráðherra efnahags og viðskipta ásamt efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Tilgangur fundarins var að kynna fyrir ríkisstjórninni tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna um þjóðarsátt um skuldavanda heimilanna.

Read more...

VR styður HH

Verslunarmannafélag Reykjavíkur, stærsta verkalýðsfélag landsins hefur lýst yfir stuðningi við tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna. Á heimasíðu VR má lesa svohljóðandi:

Stjórn VR samþykkti eftirfarandi yfirlýsingu á fundi sínum þann 5. október sl.:

"Stjórn VR lýsir yfir stuðningi við kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna um aðgerðir til lausnar skuldavanda heimilanna."

Lesa má yfirlýsinguna í heild sinni á heimasíðu VR

Hagsmunasamtök heimilanna þakkar stjórn VR stuðninginn og sendir kæra kveðju til allra félagsmanna VR. Jafnframt hvetjum við þá til að koma skilaboðum til stjórnar VR um skoðanir sínar. Verkalýðsfélögin eru mikilvægur þátttakandi í lýðræðismynd þjóðarinnar og afar mikilvægt að félagsmenn séu virkir í skoðanamyndun og stefnu sinna samtaka.

Read more...

Mótmæli á mörkum óeirða

Eftirfarandi lýsing er frá Steingrími Sævari Ólafssyni af eyjan.is

"Þetta var fjölskyldufólk, sumir með börn, aðrir sem eiga líklega uppkomin börn. Þetta voru ráðsettir einstaklingar, millistéttin. Þetta var hinn hefðbundni Íslendingur, þetta var vísitölufjölskyldan, fólkið sem kaupir áskrift að Stöð 2, finnst Spaugstofan skemmtileg og er spennt yfir Útsvari og man hvernig Ísland var áður en bjórinn var leyfður. Þetta var fólk sem er seinþreytt til vandræða, fólkið sem á Lazy-Boy stólana, sem á fjölskyldupassa í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn, á hvorki jeppa né smábíl heldur station-bíl, borgar skattana og hlustar á hádegisfréttir Ríkisútvarpsins.  Þetta var „venjulegt fólk“!"

Óhætt er að segja að SSÓ hafi hitt naglann á höfuðið hvað varðar mat á því hverjir voru að mótmæla kvöldið 4. október. Reyndar er það rangt hjá honum að í fyrri mótmælum hafi verið um einhverja afmarkaða hópa að ræða. Það voru alltaf ósköp hversdagslegir íslendingar sem fylltu massann af mótmælendum. Þannig hefur það einnig verið á útifundum HH og Alþingi götunnar. Margir þeir sem hafa tjáð sig um samsetningu mótmælenda voru ýmist ekki á staðnum og hreinlega giskuðu eða horfðu á fólkið í gegn um litgleraugu gömlu stjórnmálaflokkanna.

Read more...

Íslendingar mótmæla

Töluverður fjöldi mótmælti við setningu Alþingis 1. okt. 2010. Megin krafan var það sem HH hefur barist fyrir þ.e. leiðrétting stökkbreyttra skulda heimilanna. Við nálgumst óðum þann veruleika sem samtökin vöruðu við frá upphafi. Skaðinn er þegar geigvænlegur. Hvenær ætla stjórnvöld að láta segjast? Hvað þarf að ganga langt til að menn fari að opna augun?

NÆSTU MÓTMÆLI ERU MÁNUD. 4. OKT. KL. 19:30 VIÐ AUSTURVÖLL

Read more...
Subscribe to this RSS feed

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna