Menu
RSS

Áskorun á Eygló Harðardóttur húsnæðismálaráðherra

Félagsfundur Hagsmunasamtaka heimilanna sem haldinn var hinn 27. mars 2014 samþykkti að senda húsnæðismálaráðherra áskorun í ljósi nýjust upplýsinga um framgang máls félagsmanna í Hagsmunasamtökum heimilanna nr. E-4521/2013 hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Samtökin skora á Eygló Harðardóttur, húsnæðismálaráðherra og æðsta yfirmann Íbúðalánasjóðs að leggja það fyrir stjórnendur sjóðsins að falla frá kröfu um frávísun málsins, svo að fást megi efnileg niðurstaða um hvort útfærsla verðtryggingar neytendalána og þar með talið húsnæðislána frá janúar 2001 hafi brotið í bága við lög um neytendalán nr. 121/1994 og teljist til óréttmætra viðskiptahátta skv. lögum nr. 57/2005 líkt og er niðurstaða ákvörðunar Neytendastofu nr. 8/2014.

Íbúðalánasjóður hefur nú þegar tafið dómsmálið um rúmt ár með frávísunarkröfum sem hafa ekki þjónað neinum öðrum tilgangi en að aftra því að málið hljóti efnislega meðferð. Eitt brýnasta hagsmunamál heimilanna er að fá skorið úr um ólögmæti verðtryggðra neytendalána. Ekki er boðlegt að ala á óvissu um hvort heimilt hafi verið að innheimta verðbætur eða annan lánskostnað umfram þær greiðsluáætlanir sem neytendur hafa samþykkt og undirgengist.

Þá er minnt á að í samræmi við 5. tölulið þingsályktunar nr. 1/142 um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi hefur verið lögfest flýtimeðferð dómsmála vegna vísitölutengdra lána er varða skuldavanda heimilanna, samkvæmt frumvarpi innanríkisráðherra til laga nr. 80 frá 2. júlí 2013.

Fyrir hönd félagsfundar og stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna.

Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir, formaður stjórnar HH.

Read more...

Aðalfundur HH miðvikudaginn 15. maí 2013: Dagskrá og fundargögn

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna verður haldinn næstkomandi miðvikudag 15. maí kl. 20-22 í sal Stýrimannaskólans við Háteigsveg.

Dagskrá

  1. Skipun fundarstjóra, ritara, og fundarsetning
  2. Skýrsla stjórnar (byggð á annál): Ólafur Garðarsson, formaður stjórnar
  3. Reikningar samtakanna: Gunnar Magnússon, gjaldkeri stjórnar
  4. Tillaga stjórnar að breytingu félagsgjalda
  5. Tillögur að breytingum á samþykktum
  6. Kosning sjö manna stjórnar (framboð)
  7. Kosning sjö varamanna í stjórn
  8. Kosning skoðunarmanna
  9. Önnur mál

Framboðsfrestur er til 15. maí kl. 20:00 á fundarstað.

Ársskýrsla Hagsmunasamtaka heimilanna 2012-2013

Read more...

Félagsmenn eru hvattir til að bjóða sig fram til stjórnarstarfa á aðalfundinum 15. maí

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna verður haldinn næstkomandi miðvikudag 15. maí kl. 20-22 í sal Stýrimannaskólans við Háteigsveg. Þar með lýkur starfsári núverandi stjórnar og ný stjórn verður kosin til starfa.


Stjórn HH samanstendur af sjö aðalmönnum og sjö varamönnum sem starfa í sjálfboðavinnu, en auk þess eru starfa tveir launaðir starfsmenn í hlutastarfi hjá samtökunum. Stjórnin fundar vikulega og er kjörinn vettvangur fyrir þá sem vilja starfa í öflugum og skemmtilegum hópi og láta þannig til sín taka í baráttunni fyrir bættum kjörum heimilanna í landinu. Meðal þeirra mála sem eru í vinnslu þessa dagana eru málsókn sem samtökin standa að baki gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs fasteignaláns. Héraðsdómur vísaði málinu fráþann 30. apríl og hefur frávísunin verið kærð til Hæstaréttar. Einnig er fyrir Héraðsdómi krafa samtakanna um lögbann gegn innheimtu Lýsingar á ólögmætum gengislánum, og fer málflutningur í því máli fram 15. maí.


Félagsmenn eru eindregið hvattir til að bjóða sig fram til stjórnarsetu í HH og taka þannig virkan þátt í því að vinna baráttumálum samtakanna brautargengi. Þeir sem hyggja á framboð á aðalfundi eru beðnir um að senda kynningartexta (þarf ekki að vera langt) ásamt mynd á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og mun hvoru tveggja verða birt á heimasíðunni.

 

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna