Menu
RSS

Áskorun á Eygló Harðardóttur húsnæðismálaráðherra

Félagsfundur Hagsmunasamtaka heimilanna sem haldinn var hinn 27. mars 2014 samþykkti að senda húsnæðismálaráðherra áskorun í ljósi nýjust upplýsinga um framgang máls félagsmanna í Hagsmunasamtökum heimilanna nr. E-4521/2013 hjá Héraðsdómi Reykjavíkur.

Samtökin skora á Eygló Harðardóttur, húsnæðismálaráðherra og æðsta yfirmann Íbúðalánasjóðs að leggja það fyrir stjórnendur sjóðsins að falla frá kröfu um frávísun málsins, svo að fást megi efnileg niðurstaða um hvort útfærsla verðtryggingar neytendalána og þar með talið húsnæðislána frá janúar 2001 hafi brotið í bága við lög um neytendalán nr. 121/1994 og teljist til óréttmætra viðskiptahátta skv. lögum nr. 57/2005 líkt og er niðurstaða ákvörðunar Neytendastofu nr. 8/2014.

Íbúðalánasjóður hefur nú þegar tafið dómsmálið um rúmt ár með frávísunarkröfum sem hafa ekki þjónað neinum öðrum tilgangi en að aftra því að málið hljóti efnislega meðferð. Eitt brýnasta hagsmunamál heimilanna er að fá skorið úr um ólögmæti verðtryggðra neytendalána. Ekki er boðlegt að ala á óvissu um hvort heimilt hafi verið að innheimta verðbætur eða annan lánskostnað umfram þær greiðsluáætlanir sem neytendur hafa samþykkt og undirgengist.

Þá er minnt á að í samræmi við 5. tölulið þingsályktunar nr. 1/142 um aðgerðir vegna skuldavanda heimila á Íslandi hefur verið lögfest flýtimeðferð dómsmála vegna vísitölutengdra lána er varða skuldavanda heimilanna, samkvæmt frumvarpi innanríkisráðherra til laga nr. 80 frá 2. júlí 2013.

Fyrir hönd félagsfundar og stjórnar Hagsmunasamtaka heimilanna.

Vilhjálmur Bjarnason ekki fjárfestir, formaður stjórnar HH.

Read more...

Félagsmenn eru hvattir til að bjóða sig fram til stjórnarstarfa á aðalfundinum 15. maí

Aðalfundur Hagsmunasamtaka heimilanna verður haldinn næstkomandi miðvikudag 15. maí kl. 20-22 í sal Stýrimannaskólans við Háteigsveg. Þar með lýkur starfsári núverandi stjórnar og ný stjórn verður kosin til starfa.


Stjórn HH samanstendur af sjö aðalmönnum og sjö varamönnum sem starfa í sjálfboðavinnu, en auk þess eru starfa tveir launaðir starfsmenn í hlutastarfi hjá samtökunum. Stjórnin fundar vikulega og er kjörinn vettvangur fyrir þá sem vilja starfa í öflugum og skemmtilegum hópi og láta þannig til sín taka í baráttunni fyrir bættum kjörum heimilanna í landinu. Meðal þeirra mála sem eru í vinnslu þessa dagana eru málsókn sem samtökin standa að baki gegn Íbúðalánasjóði vegna verðtryggðs fasteignaláns. Héraðsdómur vísaði málinu fráþann 30. apríl og hefur frávísunin verið kærð til Hæstaréttar. Einnig er fyrir Héraðsdómi krafa samtakanna um lögbann gegn innheimtu Lýsingar á ólögmætum gengislánum, og fer málflutningur í því máli fram 15. maí.


Félagsmenn eru eindregið hvattir til að bjóða sig fram til stjórnarsetu í HH og taka þannig virkan þátt í því að vinna baráttumálum samtakanna brautargengi. Þeir sem hyggja á framboð á aðalfundi eru beðnir um að senda kynningartexta (þarf ekki að vera langt) ásamt mynd á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og mun hvoru tveggja verða birt á heimasíðunni.

 

Read more...

Frambjóðendur til stjórnar 2013

Framboð til aðalstjórnar

Bjarni Bergmann

Guðrún Harðardóttir

Gunnar Magnússon    

Kristján Þorsteinsson

Þórarinn Einarsson

 

Framboð til varastjórnar

Björk Sigurgeirsdóttir 

Jón Tryggvi Sveinsson 

Sigrún Jóna Sigurðardóttir

Una Eyrún Ragnarsdóttir

Sigrún Viðarsdóttir

 

     Guðrún Bryndís Harðardóttir

Ég er tveggja barna móðir og fjögurra barna amma, húsmóðir og starfa sem skrifstofustjóri hjá Kötlu matvælaiðju.
Ég á bágt með að horfa upp á óréttlæti það sem viðgegist hefur í þjóðfélaginu frá hruni og að sjá unga fólkið okkar og okkur hin vera óútfyllt ávísun stjórnvalda fyrir fjármálastofnanir landsins.  Við,  þetta venjulega vinnandi (og atvinnulaust) fólk berjumst í bökkum á meðan við horfum uppá afskriftir á óráðsíufólk sem hafði bara vit á að skulda nógu mikið, afskriftir sem einar og sér eru meira en allt sem ég á alla vega.  Ég mætti í búsáhaldabyltinguna og sá hverju hægt er að áorka þótt mér þyki ekki gott að horfa upp á okkur neytendur sem gætum flutt fjöll ef við stæðum saman, sitja í sófanum og horfa á mötunina úr fjölmiðlum.


Á aðalfundinum í fyrra var ég beðin að gefa kost á mér og bauð mig þá fram í varastjórn HH, þar sem ég hafði ekki mikla reynslu í þessum málum.  Nú býð ég mig fram í aðalstjórn því ég hef séð á þessu ári hve HH eru sterk samtök og hafa mikil áhrif, þótt við vildum auðvitað meiri áhrif.  HH ery fyrir mér yfir alla flokkspólitík hafin og markmiðið er að vinna fyrir heimilin í landinu, jafnt fyrir alla.
Mér þætti það heiður ef mér væri treyst til að vera í aðalstjórn næsta árið.
 
Kveðja
Guðrún Harðardóttir.

 

     Gunnar Magnússon 

Ég er fjögurra barna faðir og stundaði sjómennsku yfir 30 ár. Á síðustu árum sjómennskunnar stofnaði ég
fasteignafélag sem óx jafnt og þétt. Vegna kreppunnar þá hækkuðu öll lán, og hef ég ekki farið varhluta af
því frekar en aðrið lántakendur. Þessi lán voru síðan dæmd ólögleg.

Enn þann dag í dag er ég að berjast við sömu öflin og vil láta gott af mér leiða. Ég bauð mig fram í
varastjórn á tímabiinu 2011 til 2012 og sinnti því þar til þegar ég var færður í aðalstjórn sem var snemma á
tímabilinu. Á síðasta kjörtímabili hef ég gegnt stöðu gjaldkera og hef ákveðið að gefa kost á mér á næsta
tímabili. Ég tók þátt í stofnun Landsamtaka heimilanna og er þar fyrsti varamaður í stjórn. Aðaláherslumál
mín eru Lánasamningar heimilanna, neytendaréttur og lífeyrismál.

Ég býð mig fram og óska eftir því að félagsmenn styðji mig til áframhaldandi stjórnarsetu með atkvæði sínu
á aðalfundinum þann 15. maí næstkomandi.

 

     Jón Tryggvi Sveinsson

Ég heiti Jón Tryggvi Sveinsson, 47 ára gamall upplýsingafræðingur. Ég vil bjóða mig fram til varamanns í stjórn Hagsmunasamtakanna 2013.

Fjölskylduhagir:  Maki, Sibeso Imbula Sveinsson, nemi í viðskiptafræði við H.Í.
Stjúpdóttir, Esther Ndiyoi Imbula, nemi í Borgarholtsskóla.

Sjálfboðin félagsstörf og áhugamál:
Ritari og stjórnarmaður í HIV-Ísland frá 2012.
Hef setið í stjórn sjálfboðaliðasamtakanna "Vinir Afríku" frá 2004, tek þátt í verkefnum í Sambíu
Varamaður í stjórn Leigjendasamtakanna, árin 1998-1999.
Var í stjórn Samskiptamiðstöðvar Vesturbæjar og talsmaður Húmanistahreyfingarinnar á Íslandi 1992 -1994

 

     Sigrún Jóna Sigurðardóttir

 
Menntun:

  • Landspróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík
  • Kennaraskólinn (lauk ekki)
  • Garðyrkjuskóli Ríkisins Reykjum í Ölfusi
  • Skrifstofutækniskóli Akureyrar.
  • BókahaldsnámÉg á 4 börn (f. 1962,1962,1966 og 1979) og 16 barnabörn. Langömmubörnin eru orðin fjögur.

Ég vann við garðyrkju í 42 ár og hef einnig unnið í eldhúsi Kristnesspítala og verið ræstitæknir í Barnaskóla Hrafnagilshrepps.

Ég flutti til Reykjavíkur í desember 1999 með andvirði helmings garðyrkjustöðvar og íbúðarhúss sem var staðsett í fallegri sveit fyrir norðan. Þetta dugði ekki fyrir blokkaríbúð í Breiðholtinu, þar sem ég þurfti að fara í lagfæringar á íbúðinni vegna fötlunar sem varð vegna bílslyss sem ég lenti í.

Lán fyrir einum fimmta andvirðis er orðið að óskapnaði sem ég ræð ekki eða illa við, þar sem ég er kominn á Aldur og bætur 67 ára íslendinga lækka ef þegnar eru bætur sem öryrki. Lífeyrissjóðurinn sem ég á mín réttindi í og fékk þó nokkuð úr er núna skertur af TR krónu fyrir krónu, svona eins og ég hefði aldrei borgað neitt í lífeyrissjóð.

Þetta er ekki neitt sem HH er að berjast fyrir, en það er verðtryggingin og þessi stökkbreyting á lánunum í okt 2008 sem þarf að laga, með öllum ráðum. Að leggja verðtryggingu ofaná höfuðstól og vexti af því er eitthvað sem var kallað okur í mínum uppvexti. Og var bannað með lögum.

Ég vil leggja mitt á vogarskálarnar til að ná fram réttlæti, fyrir mig, börnin mín og barnabörn og allt unga fólkið sem hefur verið að kaupa sér íbúð. Líka fyrir eldri borgara sem vegna áfalla í lífinu standa uppi með lítinn eða engan sparnað og þurfa að kaupa eða leigja. Leiga er oftast vísitölutengd.

Kveðja,

Sigrún Jóna Sigurðardóttir

     Sigrún Viðarsdóttir

Ágætu félagsmenn.

Ég heiti Sigrún Viðarsdóttir og býð mig fram til áframhaldandi stjórnarsetu í  Hagsmunasamtökum heimilanna. Ég er 53 ára gömul, mamma og amma, stúdent, menntaður sjúkraliði og lyfjatæknir, með mikinn áhuga á þjóðfélagsstörfum og vil láta gott af mér leiða.


Ég sat í varastjórn HH  árið 2011 en fór fljótlega í stjórn sem meðstjórnandi og hef setið þar sl. 2 ár. Mörg og þörf verk þarf að vinna en ein og gefur að skilja þá þurfum við að forgangsraða verkefnum. Sem eitt af stærstu kjaramálum heimilinna þá tel ég gríðarlega mikilvægt að halda áfram réttlætisbaráttunni fyrir leiðréttingum á stökkbreyttum verðtryggðum lánum sem heimilin eru neydd til að greiða. Einnig að vinna að bættri réttarstöðu neytenda svo og nýju og bættu lánakerfi.  Ásamt því að sitja vikulega stjórnarfundi þá starfaði ég meðal annars með virkum hætti að undirskriftasöfnun samtakanna um afnám verðtryggingar og leiðréttingu á neytendalánum þar sem 38 þúsund undirskriftir söfnuðust á aðeins 6 mánuðum. Ég tók þátt í Búsáhaldabyltingunni með því að mæta vikulega og mótmæla óréttlætinu á Austurvelli. Enn er full þörf fyrir svona samtök að starfa áfram því ég hef mikinn efa í hjarta mínu varðandi loforð stjórnmálaflokkanna í síðustu Alþingiskosningum sem nú sitja að myndun nýrrar ríkissjórnar.

Þess má einnig geta að ég var skipuð í trúnaðarráð VR 2012-2014 sem einnig er sjálfboðavinna, en hlutverk þess er að vera stjórn félagsins ráðgefandi við gerð kjarasamninga og við ýmis stærri mál. Stjórnmálalega séð þá er ég tengd Flokki heimilanna en ég bauð mig fram í 4ja sæti Rvík- suður í síðustu Alþingiskosningum. Ég á engra annarra hagsmuna að gæta í stjórnum banka eða fjármálafyrirtækja.

Býð ég þvi krafta mina áfram til stjórnarstarfa í varastjórn fyrir árið 2013-14. Ég fer þess á leit við félagsmenn að þeir styðji mig til áframhaldandi stjórnarsetu, með atkvæði sínu á aðalfundi samtakanna miðvikudagskvöldið 15. maí.

     Þórarinn Einarsson

Ég heiti Þórarinn Einarsson og gef hér með kost á mér í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna.

Ég hef tekið þátt í margskonar aktívisma tengdum fjármálakerfinu síðasta áratug. Ég hef verið í greiðsluverkfalli síðastliðin fjögur ár og hef stöðvað fjögur nauðungarsöluferli gegn fjölskyldu minni, - núna síðast gegn Dróma eftir að ég sýndi fram á að innheimtustarfsemi hans væri ólögleg. Ég hef mikið grúskað í lögunum, skrifað bréf og kærur og er orðinn "góðkunningi sýslumanns".

Sem stjórnarmaður hyggst ég verða fulltrúi eilítið herskárri sjónarmiða, beinna aðgerða og aukinnar hörku gagnvart fjármálavaldinu eftir því sem þörf krefur. Ég vil beita mér fyrir víðtækara starfi Hagsmunasamtakanna sem miðar að því að veikja verulega völd ósjálfbærra og andsamfélagslegra fjármálastofnanna og stuðla að almennum og varanlegum umbótum á fjármálakerfinu.

Ég tel að reynsla mín, þekking, bjartsýni og þó nokkur baráttuhugur komi að góðum notum innan Hagsmunasamtaka heimilanna. Þá ætti ekki heldur að saka að ég hafi oft á tíðum talsvert gaman af þessu starfi, þótt mikil alvara fylgi.

Kveðja,
Þórarinn Einarsson

 

     Bjarni Bergmann

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Read more...

Alþingi

Gagnlegar upplýsingar

Leiðbeiningar í lánamálum heimilanna